Allt gert til að halda starfsemi sjúkrahúsanna gangandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2020 09:49 Heilbrigðisstarfsmenn grípa til ýmissa aðgerða til að tryggja að þau smitist ekki sjálf af nýju kórónuveirunni, því slíkt gæti auki álagið á heilbrigðiskerfinu til muna. Þetta kom fram í máli Tómasar Guðbjartssonar, skurðlæknis, og Vigdísar Arnardóttur, skurðhjúkrunarfræðings, sem mættu í Bítið á Bylgjunni í morgun. Þau sögðu heilbrigðisstarfsmenn vera að undirbúa sig fyrir magar mögulegar sviðsmyndir. Tómas byrjaði á því að tala um að enn sem komið er hafi ekki margir þurft á gjörgæslu hér á landi og enginn þurft í öndunarvél. Tómas sagði þó að við erum eigum töluvert í land áður en það versta gengur yfir. Verið sé að gera ráðstafanir. „Meðferðin í þessum sjúkdóminn í Ítalíu og í Kína hefur aðallega verið hefðbundin öndunarvélameðferð,“ sagði Tómas. „Þetta er aðallega öndunarstuðningur í hefðbundinni öndunarvél. En það sem er vandamálið er að sjúklingarnir þurfa meðferð í tvær til þrjár vikur, hver.“ Einstaka sinnum er þó sérstök dæla notuð til að styðja lungu sem eru algerlega óstarfhæf. Sú reynsla hefur þó ekki verið mjög góð í Kína og á Ítalíu. „Þetta snýr líka að því að vernda starfsfólkið. Bæði að ef við fáum sýktan sjúkling, að við sýkjumst ekki þannig að við getum þá ekki hjálpað öðrum sjúklingum. Þetta eru svo stórar keðjur sem detta út í heilu lagi,“ sagði Tómas. Vigdís sagði að verulegar breytingar hafi átt sér stað á vaktafyrirkomulagi og álagi fólks. Þar að auki passa þau sig verulega á því að smitast ekki í frítíma þeirra. „Ég reyni að fara ekki neitt og ég passa mig sérstaklega, því að ég er þannig lagað heima í sóttkví svo ég smitist ekki,“ sagði Vigdís. Hún fær til að mynda ekki til sín gesti. Vigdís sagði að þegar mest yrði, yrði álagið mest á gjörgæslunni og þar sé undirmönnun. „Þess vegna höfum við til dæmis dregið mjög mikið úr öllum aðgerðum sem mega bíða. Því sumar þeirra lenda kannski inn á gjörgæslu og taka þar pláss.“ Tómas sagði mikilvægt að láta kvíða ekki heltaka sig. Hann vísaði einnig til ástandsins á Ítalíu þar sem töluverður fjöldi heilbrigðisstarfsmanna hefur smitast. Sjá einnig: Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álag Á Ítalíu á að útskrifa læknanema átta til níu mánuðum á undan áætlun svo þeir geti hlaupið undir bagga með starfsfólki sem hefur sýkst og létt undir í heilbrigðiskerfinu. Tómas segir umræðu hafa átt sér stað hér á landi um að virkja læknanema og sumir hafi viljað útiloka nema frá spítalanum. „Ég, persónulega, held að það sé ekki skynsamlegt því að þessir sömu nemar eru oft að taka aukavaktir á kvöldin og um helgar og eru mjög mikilvægur hlekkur í keðjunni þar sem þessar deildir eru svo undirmannaðar nú þegar,“ sagði Tómas. „Ef þetta fer illa, þá verða mjög margir sem þurfa meðferð og þá gætu þessir aðilar orðið aukahjól undir vagninn. Ég hef verið talsmaður þess að hafa nemana inni.“ Hann sagði líka að um námstækifæri væri að ræða, þó það vægi ekki eins þungt og hitt. Heilbrigðismál Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveirufaraldurinn gæti náð hápunkti á Íslandi í kringum föstudaginn langa Kórónuveirufaraldurinn gæti mögulega náð hámarki hér á landi í kring um 10. apríl, sem er föstudagurinn langi. 18. mars 2020 22:02 Smituðum fjölgar hratt og fleiri þurfa á sjúkrahús Fimm liggja á Landspítalnum með COVID-19 en tveir þeirra eru á gjörgæslu. Landlæknir segir viðbúið að fleiri landsmenn fari að veikjast en frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til landsins. 18. mars 2020 18:31 Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Tveir eru á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. 18. mars 2020 14:57 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Heilbrigðisstarfsmenn grípa til ýmissa aðgerða til að tryggja að þau smitist ekki sjálf af nýju kórónuveirunni, því slíkt gæti auki álagið á heilbrigðiskerfinu til muna. Þetta kom fram í máli Tómasar Guðbjartssonar, skurðlæknis, og Vigdísar Arnardóttur, skurðhjúkrunarfræðings, sem mættu í Bítið á Bylgjunni í morgun. Þau sögðu heilbrigðisstarfsmenn vera að undirbúa sig fyrir magar mögulegar sviðsmyndir. Tómas byrjaði á því að tala um að enn sem komið er hafi ekki margir þurft á gjörgæslu hér á landi og enginn þurft í öndunarvél. Tómas sagði þó að við erum eigum töluvert í land áður en það versta gengur yfir. Verið sé að gera ráðstafanir. „Meðferðin í þessum sjúkdóminn í Ítalíu og í Kína hefur aðallega verið hefðbundin öndunarvélameðferð,“ sagði Tómas. „Þetta er aðallega öndunarstuðningur í hefðbundinni öndunarvél. En það sem er vandamálið er að sjúklingarnir þurfa meðferð í tvær til þrjár vikur, hver.“ Einstaka sinnum er þó sérstök dæla notuð til að styðja lungu sem eru algerlega óstarfhæf. Sú reynsla hefur þó ekki verið mjög góð í Kína og á Ítalíu. „Þetta snýr líka að því að vernda starfsfólkið. Bæði að ef við fáum sýktan sjúkling, að við sýkjumst ekki þannig að við getum þá ekki hjálpað öðrum sjúklingum. Þetta eru svo stórar keðjur sem detta út í heilu lagi,“ sagði Tómas. Vigdís sagði að verulegar breytingar hafi átt sér stað á vaktafyrirkomulagi og álagi fólks. Þar að auki passa þau sig verulega á því að smitast ekki í frítíma þeirra. „Ég reyni að fara ekki neitt og ég passa mig sérstaklega, því að ég er þannig lagað heima í sóttkví svo ég smitist ekki,“ sagði Vigdís. Hún fær til að mynda ekki til sín gesti. Vigdís sagði að þegar mest yrði, yrði álagið mest á gjörgæslunni og þar sé undirmönnun. „Þess vegna höfum við til dæmis dregið mjög mikið úr öllum aðgerðum sem mega bíða. Því sumar þeirra lenda kannski inn á gjörgæslu og taka þar pláss.“ Tómas sagði mikilvægt að láta kvíða ekki heltaka sig. Hann vísaði einnig til ástandsins á Ítalíu þar sem töluverður fjöldi heilbrigðisstarfsmanna hefur smitast. Sjá einnig: Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álag Á Ítalíu á að útskrifa læknanema átta til níu mánuðum á undan áætlun svo þeir geti hlaupið undir bagga með starfsfólki sem hefur sýkst og létt undir í heilbrigðiskerfinu. Tómas segir umræðu hafa átt sér stað hér á landi um að virkja læknanema og sumir hafi viljað útiloka nema frá spítalanum. „Ég, persónulega, held að það sé ekki skynsamlegt því að þessir sömu nemar eru oft að taka aukavaktir á kvöldin og um helgar og eru mjög mikilvægur hlekkur í keðjunni þar sem þessar deildir eru svo undirmannaðar nú þegar,“ sagði Tómas. „Ef þetta fer illa, þá verða mjög margir sem þurfa meðferð og þá gætu þessir aðilar orðið aukahjól undir vagninn. Ég hef verið talsmaður þess að hafa nemana inni.“ Hann sagði líka að um námstækifæri væri að ræða, þó það vægi ekki eins þungt og hitt.
Heilbrigðismál Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveirufaraldurinn gæti náð hápunkti á Íslandi í kringum föstudaginn langa Kórónuveirufaraldurinn gæti mögulega náð hámarki hér á landi í kring um 10. apríl, sem er föstudagurinn langi. 18. mars 2020 22:02 Smituðum fjölgar hratt og fleiri þurfa á sjúkrahús Fimm liggja á Landspítalnum með COVID-19 en tveir þeirra eru á gjörgæslu. Landlæknir segir viðbúið að fleiri landsmenn fari að veikjast en frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til landsins. 18. mars 2020 18:31 Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Tveir eru á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. 18. mars 2020 14:57 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn gæti náð hápunkti á Íslandi í kringum föstudaginn langa Kórónuveirufaraldurinn gæti mögulega náð hámarki hér á landi í kring um 10. apríl, sem er föstudagurinn langi. 18. mars 2020 22:02
Smituðum fjölgar hratt og fleiri þurfa á sjúkrahús Fimm liggja á Landspítalnum með COVID-19 en tveir þeirra eru á gjörgæslu. Landlæknir segir viðbúið að fleiri landsmenn fari að veikjast en frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til landsins. 18. mars 2020 18:31
Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Tveir eru á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. 18. mars 2020 14:57