Íslenski boltinn

Tveir Víkingar í sóttkví

Sindri Sverrisson skrifar
Víkingar hafa ekki farið varhluta af afleiðingum útbreiðslu kórónuveirunnar.
Víkingar hafa ekki farið varhluta af afleiðingum útbreiðslu kórónuveirunnar. VÍSIR/BÁRA

Tveir leikmenn karlaliðs Víkings R. í fótbolta fóru í sóttkví í dag en þetta staðfesti Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri félagsins, við mbl.is í kvöld.

„Í dag fóru tveir leikmenn úr meistaraflokki í sóttkví. Annar þeirra er að vinna í Klettaskóla og hinn í frístundaheimili,“ sagði Haraldur.

Haraldur er jafnframt formaður Íslensks toppfótbolta og situr í stjórn KSÍ. Hann tekur undir orð Guðna Bergssonar, formanns KSÍ, í Bítinu í morgun þar sem Guðni sagðist gera ráð fyrir því að fresta byrjun Íslandsmótsins í fótbolta. Samkomubanni lýkur í fyrsta lagi 12. apríl en fyrsti leikur í Pepsi Max-deild karla átti að vera 22. apríl, á milli Vals og KR. Stjórn KSÍ fundar á morgun þar sem COVID-19 er skráð sem þriðja mál á dagskrá.

„Það liggur fyrir seinkun á mótinu sem verður ekkert stórkostleg. Hún miðar við að samkomubannið sem er í gildi núna verði ekki framlengt. Við getum unnið eftir þessu nýja plani ef samgöngubannið hættir 12. apríl. Við erum hætt að horfa á 21. apríl fyrir 1. umferðina. Það er of lítill tími fyrir félögin, sérstaklega í því ástandi sem við erum í núna. Menn geta ekki æft saman og eru komnir í einangrun hér og þar í liðunum. Það eru bara níu dagar frá 12.-21. apríl og það er of lítill tími,“ er haft eftir Haraldi á mbl.is.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×