Menning

Bein útsending: Ævintýrið heldur áfram í Drekum og dýflissum

Tinni Sveinsson skrifar
Halldóra Geirharðsdóttir og Hjörtur Jóhann Hjartarson eru meðal leikarana sem spila í dag. Þau taka spilið alla leið, eru í búningum og með leikmuni.
Halldóra Geirharðsdóttir og Hjörtur Jóhann Hjartarson eru meðal leikarana sem spila í dag. Þau taka spilið alla leið, eru í búningum og með leikmuni. Borgarleikhúsið

Í dag klukkan 15 fá þeir sem hafa gaman af spilum eitthvað fyrir sinn snúð því leikarar í Borgarleikhúsinu ætla að spila saman hlutverkaspilið Dungeons and Dragons, eða Drekar og dýflissur, í beinni útsendingu.

Þetta er í annað skipti sem leikararnir setja sig í hlutverk ævintýrapersónanna í D&D og var síðast boðið upp á mikil tilþrif. Hér er hægt að horfa á upptöku af síðasta spili.

Spilið hefst klukkan 15 og verður hægt að horfa á það hér fyrir neðan.

Spilarar í dag eru Halldóra Geirharðsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Bergur Þór Ingólfsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Björn Stefánsson er stjórnandi.

Þetta er önnur beina útsendingin úr Borgarleikhúsinu í dag því í hádeginu las Sigurður Þór Óskarsson ævintýrið um Pétur Pan. Á morgun klukkan 20 verður síðan sýnd upptaka af sýningunni Mávurinn eftir Anton Tsjékov, sem sett var á svið árið 2015.

Allar útsendingar Borgarleikhússins eru aðgengilegar hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir.

Fleira skemmtilegt efni frá Borgarleikhúsinu má sjá á Instagram og Facebook-síðum leikhússins en þær síður eru uppfærðar nær daglega með efni tengdu starfsemi og sýningum. Einnig er hægt að finna atburði leikhússins úr samkomubanninu á öllum helstu hlaðvarpsveitum.


Tengdar fréttir

Bein útsending: Pétur Pan

Í dag klukkan tólf á hádegi les Sigurður Þór Óskarsson leikari ævintýrið um Pétur Pan.

Bubbi í beinni á Vísi í kvöld

Bubbi Morthens hefur staðið fyrir tónleikum í beinni á Vísi í hádeginu á föstudögum undanfarnar vikur.

Bein útsending: And Björk, of course...

Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanninu. Í dag klukkan 20 er komið að leiklestri á And Björk, of course... eftir Þorvald Þorsteinsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.