Almannavarnir virkilega fyrir alla! Sabine Leskopf skrifar 18. mars 2020 13:00 Daglega fáum við tryggar upplýsingar um Covid-19 og þá aðferðafræði sem íslensk yfirvöld nota, daglega hlustum við á þetta magnaða þríeyki frá ríkislögreglustjóra, landlækni og sóttvarnalækni. Allir eru með á nótunum og fullir trausts. Allir finna fyrir samkennd sem aldrei fyrr. Nema kannski þeir 50.000 innflytjendur sem hér búa. Flestir leita aðallega á upplýsingasíður frá sínum heimalöndum og fá þá skakka mynd sem er ekki í samræmi við aðstæður og aðgerðir á Íslandi. Skilningur þeirra á aðgerðum hér og traust er lítið og hræðsla sem við verðum vör við í lokuðum Facebook hópum er þyngri en tárum taki. Að vísu eru margar stofnanir að vakna til lífsins núna og byrjaðar að þýða eins og enginn væri og morgundaginn. Sem er gott mál. Og þó. Fólk byrjar ekki núna að fara á heimasíður þar sem aldrei hafa verið upplýsingar sem það skilur. Fólk opnar ekki viðhengi í póstum sem það skilur ekki. Fólk er ekki að skrolla niður heilar síður á framandi tungumáli ef vera kynni að neðst niðri leynist eitthvað á tungumáli sem þau skilja. Fólk sem kann ekki íslensku af því að enginn talar við þá á íslensku, býr líklega ekki yfir sama þekkingargrunni á íslenskum stofnunum, ferlum og venjum. Þannig að oft þarf að laga textann sem snýr að þessum hópi á þeim grundvelli, kannski þarf að skýra hlutina betur. En mikilvægast af öllu er: Fólk byrjar ekki sjálfkrafa að hlusta á neyðartímum á þá sem hafa aldrei talað við þá áður. Fólk byrjar ekki að treysta stofnunum ef þær hafa aldrei verið í neinu samtali við það áður og ef enginn vinnur þar sem það getur samsamað við. Þó að það séu ennþá allt of fáir, þá býr Reykjavíkurborg yfir þeim fjársjóði að á sviðum borgarinnar vinnur hæft og vel menntað starfsfólk af erlendum uppruna sem þekkir málefni borgarinnar en líka fjölmenningarsamfélagið, veit hvernig samtalið fer fram þarna, hverjar þarfirnar eru. Það fólk hefur t.d. starfrækt upplýsingasíður á Facebook á fleiri tungumálum sem margir þekkja og treysta á. Til dæmis á Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, á Mannauðssviðinu og á Skóla- og frístundasviði starfa sérfræðingar og brúarsmiðir sem eru nú – eins og alltaf reyndar – gulls ígildi. Af þessu öfunda okkar nú margar ríkisstofnanir og fleiri. Og ef þær gera það ekki, þá ættu þær að gera það. Í dag segjumst við öll vera almannavarnir. Það þýðir líka að ekki á að skilja þennan hóp út undan. Þið berið ábyrgð á hinum foreldrunum í bekknum eða í íþróttafélaginu, samstarfsfólkinu ykkar og líka nágrönnum af erlendum uppruna. Ef þið eruð með foreldri af erlendum uppruna sem bekkjarfulltrúa eða í stjórn íþróttafélagsins, ef það er trúnaðamaður af erlendum uppruna á vinnustaðnum ykkar, þá eruð þið heppin. Ef ekki, þá er tími til að breyta því núna. Ef fólk upplifir sig í þessu ástandi að tilheyra ekki þessu samfélagi, að vera annars flokks, þá verður erfitt að laga það nokkurn tíma. En ef við stöndum okkur einmitt núna þá er það líka einstakt tækifæri að mynda loksins eitt samfélag. Grípum það. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Innflytjendamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Daglega fáum við tryggar upplýsingar um Covid-19 og þá aðferðafræði sem íslensk yfirvöld nota, daglega hlustum við á þetta magnaða þríeyki frá ríkislögreglustjóra, landlækni og sóttvarnalækni. Allir eru með á nótunum og fullir trausts. Allir finna fyrir samkennd sem aldrei fyrr. Nema kannski þeir 50.000 innflytjendur sem hér búa. Flestir leita aðallega á upplýsingasíður frá sínum heimalöndum og fá þá skakka mynd sem er ekki í samræmi við aðstæður og aðgerðir á Íslandi. Skilningur þeirra á aðgerðum hér og traust er lítið og hræðsla sem við verðum vör við í lokuðum Facebook hópum er þyngri en tárum taki. Að vísu eru margar stofnanir að vakna til lífsins núna og byrjaðar að þýða eins og enginn væri og morgundaginn. Sem er gott mál. Og þó. Fólk byrjar ekki núna að fara á heimasíður þar sem aldrei hafa verið upplýsingar sem það skilur. Fólk opnar ekki viðhengi í póstum sem það skilur ekki. Fólk er ekki að skrolla niður heilar síður á framandi tungumáli ef vera kynni að neðst niðri leynist eitthvað á tungumáli sem þau skilja. Fólk sem kann ekki íslensku af því að enginn talar við þá á íslensku, býr líklega ekki yfir sama þekkingargrunni á íslenskum stofnunum, ferlum og venjum. Þannig að oft þarf að laga textann sem snýr að þessum hópi á þeim grundvelli, kannski þarf að skýra hlutina betur. En mikilvægast af öllu er: Fólk byrjar ekki sjálfkrafa að hlusta á neyðartímum á þá sem hafa aldrei talað við þá áður. Fólk byrjar ekki að treysta stofnunum ef þær hafa aldrei verið í neinu samtali við það áður og ef enginn vinnur þar sem það getur samsamað við. Þó að það séu ennþá allt of fáir, þá býr Reykjavíkurborg yfir þeim fjársjóði að á sviðum borgarinnar vinnur hæft og vel menntað starfsfólk af erlendum uppruna sem þekkir málefni borgarinnar en líka fjölmenningarsamfélagið, veit hvernig samtalið fer fram þarna, hverjar þarfirnar eru. Það fólk hefur t.d. starfrækt upplýsingasíður á Facebook á fleiri tungumálum sem margir þekkja og treysta á. Til dæmis á Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, á Mannauðssviðinu og á Skóla- og frístundasviði starfa sérfræðingar og brúarsmiðir sem eru nú – eins og alltaf reyndar – gulls ígildi. Af þessu öfunda okkar nú margar ríkisstofnanir og fleiri. Og ef þær gera það ekki, þá ættu þær að gera það. Í dag segjumst við öll vera almannavarnir. Það þýðir líka að ekki á að skilja þennan hóp út undan. Þið berið ábyrgð á hinum foreldrunum í bekknum eða í íþróttafélaginu, samstarfsfólkinu ykkar og líka nágrönnum af erlendum uppruna. Ef þið eruð með foreldri af erlendum uppruna sem bekkjarfulltrúa eða í stjórn íþróttafélagsins, ef það er trúnaðamaður af erlendum uppruna á vinnustaðnum ykkar, þá eruð þið heppin. Ef ekki, þá er tími til að breyta því núna. Ef fólk upplifir sig í þessu ástandi að tilheyra ekki þessu samfélagi, að vera annars flokks, þá verður erfitt að laga það nokkurn tíma. En ef við stöndum okkur einmitt núna þá er það líka einstakt tækifæri að mynda loksins eitt samfélag. Grípum það. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun