Ríkið segir Guðjón sjálfan hafa átt sök á því að vera ranglega dæmdur Eiður Þór Árnason skrifar 19. mars 2020 09:00 Guðjón Skarphéðinsson hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Vísir Íslenska ríkið krefst þess að það verði sýknað af öllum bótakröfum Guðjóns Skarphéðinssonar, einkum á þeim grundvelli að dómkrafan sé fyrnd og að hann hafi sjálfur átt sök á því að hafa verið ranglega dæmdur. Aðalmeðferð fór fram í máli Guðjóns Skarphéðinssonar gegn ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Guðjón var árið 1980 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa átt hlut í dauða Geirfinns Einarssonar sex árum áður. Hann var síðan sýknaður í Hæstarétti árið 2018 ásamt fjórum öðrum sakborningum. Krefst 1,3 milljarða króna Guðjón krefst nú þess að íslenska ríkið verði dæmt til að greiða honum rétt rúman 1,3 milljarða króna í bætur með dráttarvöxtum, meðal annars fyrir ólöglega frelsissviptingu í tæp fimm ár og þar af 412 daga í einangrun. Er það mat ríkisins að Guðjón eigi ekki rétt á frekari bótum umfram þær 145 milljónir króna sem hann fékk greiddar fyrr á þessu ári. Sú upphæð var niðurstaða nefndar um sanngirnisbætur sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom á fót í kjölfar þess að sakborningarnir voru sýknaðir 2018. Guðjón féllst ekki á það sáttatilboð stjórnvalda en greiðslan dregst frá bótakröfunni í málinu. 542 þúsund krónur fyrir hvern dag 1,3 milljarða bótakrafan er fengin með því að miða við bætur sem Hæstiréttur dæmdi fjórmenningum sem sátu í um hundrað daga í gæsluvarðhaldi án tilefnis í tengslum við sama mál. Þá sátu þeir í sama fangelsi og Guðjón og á sambærilegum tíma. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, framreiknaði bætur þeirra fyrir hvern dag frelsissviptingar og fékk töluna 542.518 krónur fyrir hvern dag. Sú upphæð var síðan margfölduð með þeim 1.792 dögum sem Guðjón var sviptur frelsi. Ofan á það leggjast svo bætur vegna annarra kröfuliða og fjárhagslegs tjóns. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar.Vísir/Vilhelm Andri Árnason, settur ríkislögmaður og verjandi íslenska ríkisins, hafnaði því fyrir dómi að fyrrnefnt mál geti talist fordæmi í máli Guðjóns. Til að mynda sé það talið sannað að þeir menn hafi ekki tengst málinu á nokkurn hátt og að bornar hafi verið á þá sakir með samanteknum ráðum. Sé notast við önnur bótafordæmi hér á landi og erlendis fáist gjarnan tala sem sé lægri en sú upphæð sem Guðjón hafi þegar fengið í bætur. Því sé ekki hægt að fallast á umrædda bótakröfu. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, vildi þó meina að um sé að ræða eina nærtæka fordæmið sem hægt sé að horfa til í þessu máli. Segir hverja einustu réttarreglu hafa verið brotna Ragnar fullyrti fyrir dómi að íslenska ríkið hafi brotið hverja einustu réttarreglu við rannsókn málsins og meðferðina á Guðjóni og öðrum sakborningum á áttunda áratugnum. Til að mynda hafi Guðjón haft takmarkaðan aðgang að verjanda við meðferð málsins. Enginn hafi ekki verið viðstaddur yfirheyrslur hjá lögreglu og verjandi ekki fengið tækifæri til að gagnspyrja vitni eða aðra sakborninga þegar Guðjón var ekki í dómssal. Raunar hafi Guðjón ekki fengið tilskilin gögn fyrr en eftir að dómur hafi verið uppkveðinn og hvorki honum né verjanda verið gefinn kostur á því að halda uppi skilvirkum vörnum. Sjá einnig: Nálgun ríkislögmanns ekki aðeins „ómanneskjuleg“ heldur einnig „lögfræðilega ótæk“ Að sögn Ragnars hafði löng einangrunarvist mikil áhrif á andlega líðan Guðjóns og að sakborningum hafi jafnvel verið gefin sljóvgandi lyf fyrir yfirheyrslur. Hann bætti við að skýrslur úr yfirheyrslum beri með sér að Guðjón hafi ekkert vitað um hvarfið á Guðmundi eða Geirfinni Einarssyni. Skýrslurnar einkennist einnig af minnisleysi og síbreytilegum framburði. Ragnar fullyrti að skýringin á því væri að rannsóknarlögreglumenn hafi matað Guðjón með ólíkum og misvísandi upplýsingum sem hann hafi talið vera sannar. „Það er þessi sífellda tilraun valdsins til að sýna fram á sekt sem var ekki fyrir hendi.“ Fram kemur í stefnu að auk bóta fyrir frelsissviptingu krefjist Guðjón einnig miskabóta fyrir: Ólöglega handtöku Ólöglega leit og haldlagningu Ólöglega símahlerun Ólöglega læknisrannsókn Pyndingar Ómannúðlega og vanvirðandi meðferð og vistun Brot á réttinum til réttlátrar málsmeðferðar Ranga áfellisdóma sakadóms og Hæstaréttar Ólöglega afplánun og skilorð Opinberar yfirlýsingar dómstóls og ráðherra um sekt Fjölmiðlaumfjöllun Brot gegn mannlegri reisn Brot á vernd æru og mannorðs Afleiðingar frelsissviptingarinnar á andlega og líkamlega heilsu Brennimerkingu um sekt frá sakfellingu til sýknudóms 2018. Segir ásakanir um illa meðferð vera ósannaðar Í greinargerð ríkisins er „öllum ávirðingum gagnvart lögreglu og dómstólum, svo og ásökunum um meinta refsiverða háttsemi lögreglu, ákæruvalds og dómstóla hafnað, enda ósannaðar með öllu.“ Ríkið hafnar því meðal annars að Guðjón hafi ekki haft aðgang að verjanda við upphaf rannsóknarinnar. Sjá einnig: Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvik Ekki er heldur tekið mark á mati Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings um að framburður Guðjóns í yfirheyrslum hafi verið falskur. Þar vísaði Andri Árnason, settur ríkislögmaður, til þess að Gísli hafi haft aðkomu að málinu áður þegar hann starfaði hjá lögreglunni og gæti því vart talist hæfur sem dómkvaddur matsmaður. Ragnar svaraði þessu með því að segja að Gísli væri virtur fræðimaður á þessu sviði víða um heim. Andri Árnason, settur ríkislögmaður. Vísir/vilhelm Þá vísaði Andri í bókina Réttarsálfræðinginn eftir Gísla Guðjónsson þar sem hann greinir frá því að hlutfall falskra játninga í lögreglurannsóknum sé mjög lágt eða innan við eitt prósent. Því væri ekki hægt að ætlast til þess að lögreglumenn hefði átt að gruna það að um falska játningu væri að ræða í þessu tilviki. Ragnar svaraði þessu með því að benda á aðra rannsókn sem gefi til kynna að slíkar játningar séu tíðari en Andri nefnir. „Það var ýjað að því að allar þessar skýrslur væru komnar fyrir lögregluþrýsting en ég vil benda á að svipuð frásögn kom fram við geðrannsókn.“ Telja Guðjón hafa átt sök á því að hafa verið ranglega dæmdur Andri sagði jafnframt fyrir dómi að taka þyrfti mið af því hvort einstaklingur sem væri sýknaður hafi á einhvern hátt stuðlað að því að rangur dómur hafi verið upp kveðinn þegar bætur eru ákvarðaðar. Komið er inn á það í greinagerð ríkisins að Guðjón hafi þolað frelsissviptingu vegna dóma sem hann var síðar skýknaður af í Hæstarétti. Þar fylgir strax á eftir að: „Á hinn bóginn verður að telja að stefnandi hafi átt sök á því að hann var ranglega dæmdur.“ Sjá einnig: Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Við aðalmeðferðina leiddi Andri rök að því að ákvæði um eigin sök væru algeng í skaðabótarétti og að grundvallarreglan þar væri að „þú getur ekki fengið bætur fyrir það sem þú stuðlar að sjálfur.“ Í ljósi þessa þyrfti að meta hvort að rannsakendur eða dómarar hafi verið afvegaleiddir með framburði Guðjóns. „Sá sem játar á sig sök eða gefur frá sér upplýsingar sem rannsakendur telja sig þurfa að rannsaka frekar getur ekki samhliða gert kröfu um skaðabætur.“ Þá sagði Andri þetta vera spurningu um hvort að menn hafi verið að lýsa einhverjum atvikum sem að gætu tengt þá við málið. „Það er eingöngu verið að benda á það að í þessu máli hér liggja hins vegar fyrir skýrslur, lýsingar og annað sem óumdeilt hlýtur að teljast að hafa falið í sér upplýsingar sem réttlætt gátu aðgerðir, þar með talið gæsluvarðhald á meðan sú rannsókn átti sér stað.“ Þar eigi hann almennt við lengd gæsluvarðhalds frekar en einangrunar. Ekki sé um það deilt um að löng einangrunarvist hafi mikil áhrif á sakborninga. „Það er alls ekki verið að ýja að því að það hafi verið rétt dæmt nokkuð það brot sem var dæmt fyrir í Hæstarétti. Hins vegar gefa þessar skýrslur til kynna að menn hafi farið í einhverja ferð sem tengist atvikum málsins. Það er eingöngu þar sem hundurinn liggur grafinn.“ Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Vísir/vilhelm Telja kröfuna vera fyrnda Að mati ríkisins er bótakrafa Guðjóns fyrnd ef litið er til brottfallinna laga sem voru í gildi þegar málið var til rannsóknar á sínum tíma. Er litið svo á að fyrningarfrestur þeirra bótaliða sem hann gat gert kröfu um óháð sýknudómnum 2018 hafi byrjað að líða þegar Guðjón lauk afplánun eða þegar reynslulausn lauk. Vildi Andri ríkislögmaður með því meina að ef sá fyrningarfrestur byrji ekki að líða fyrr en eftir sýknudóminn þá væri verið að gefa til kynna að menn sem væru beittir harðræði ættu ekki rétt á bótum fyrir þau brot nema þeir væru fyrst sýknaðir. Sjá einnig: Ábending um hvarf Geirfinns er enn til rannsóknar í Eyjum „Ef viðkomandi sætir einhverri vistun og hann telur sig hafa sætt ólöglegri meðferð þá hlýtur fyrningarfresturinn að byrja að renna út í síðasta lagi þegar ástandinu lýkur.“ Ragnar, lögmaður Guðjóns, hafnar þessu og segir að allar fyrningar hafi fallið úr gildi þegar íslenska ríkið lýsti yfir sök í málinu og bauð bætur, tæpum fjörutíu árum eftir að Guðjón var dæmdur í Hæstarétti. Þar vísar hann til þess að þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bað fyrrum sakborninga í málinu og aðstandendur þeirra afsökunar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar á því ranglæti sem þau hafi þurft að þola í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómar í héraði eru almennt kveðnir upp innan fjögurra vikna frá aðalmeðferð. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Íslenska ríkið krefst þess að það verði sýknað af öllum bótakröfum Guðjóns Skarphéðinssonar, einkum á þeim grundvelli að dómkrafan sé fyrnd og að hann hafi sjálfur átt sök á því að hafa verið ranglega dæmdur. Aðalmeðferð fór fram í máli Guðjóns Skarphéðinssonar gegn ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Guðjón var árið 1980 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa átt hlut í dauða Geirfinns Einarssonar sex árum áður. Hann var síðan sýknaður í Hæstarétti árið 2018 ásamt fjórum öðrum sakborningum. Krefst 1,3 milljarða króna Guðjón krefst nú þess að íslenska ríkið verði dæmt til að greiða honum rétt rúman 1,3 milljarða króna í bætur með dráttarvöxtum, meðal annars fyrir ólöglega frelsissviptingu í tæp fimm ár og þar af 412 daga í einangrun. Er það mat ríkisins að Guðjón eigi ekki rétt á frekari bótum umfram þær 145 milljónir króna sem hann fékk greiddar fyrr á þessu ári. Sú upphæð var niðurstaða nefndar um sanngirnisbætur sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom á fót í kjölfar þess að sakborningarnir voru sýknaðir 2018. Guðjón féllst ekki á það sáttatilboð stjórnvalda en greiðslan dregst frá bótakröfunni í málinu. 542 þúsund krónur fyrir hvern dag 1,3 milljarða bótakrafan er fengin með því að miða við bætur sem Hæstiréttur dæmdi fjórmenningum sem sátu í um hundrað daga í gæsluvarðhaldi án tilefnis í tengslum við sama mál. Þá sátu þeir í sama fangelsi og Guðjón og á sambærilegum tíma. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, framreiknaði bætur þeirra fyrir hvern dag frelsissviptingar og fékk töluna 542.518 krónur fyrir hvern dag. Sú upphæð var síðan margfölduð með þeim 1.792 dögum sem Guðjón var sviptur frelsi. Ofan á það leggjast svo bætur vegna annarra kröfuliða og fjárhagslegs tjóns. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar.Vísir/Vilhelm Andri Árnason, settur ríkislögmaður og verjandi íslenska ríkisins, hafnaði því fyrir dómi að fyrrnefnt mál geti talist fordæmi í máli Guðjóns. Til að mynda sé það talið sannað að þeir menn hafi ekki tengst málinu á nokkurn hátt og að bornar hafi verið á þá sakir með samanteknum ráðum. Sé notast við önnur bótafordæmi hér á landi og erlendis fáist gjarnan tala sem sé lægri en sú upphæð sem Guðjón hafi þegar fengið í bætur. Því sé ekki hægt að fallast á umrædda bótakröfu. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, vildi þó meina að um sé að ræða eina nærtæka fordæmið sem hægt sé að horfa til í þessu máli. Segir hverja einustu réttarreglu hafa verið brotna Ragnar fullyrti fyrir dómi að íslenska ríkið hafi brotið hverja einustu réttarreglu við rannsókn málsins og meðferðina á Guðjóni og öðrum sakborningum á áttunda áratugnum. Til að mynda hafi Guðjón haft takmarkaðan aðgang að verjanda við meðferð málsins. Enginn hafi ekki verið viðstaddur yfirheyrslur hjá lögreglu og verjandi ekki fengið tækifæri til að gagnspyrja vitni eða aðra sakborninga þegar Guðjón var ekki í dómssal. Raunar hafi Guðjón ekki fengið tilskilin gögn fyrr en eftir að dómur hafi verið uppkveðinn og hvorki honum né verjanda verið gefinn kostur á því að halda uppi skilvirkum vörnum. Sjá einnig: Nálgun ríkislögmanns ekki aðeins „ómanneskjuleg“ heldur einnig „lögfræðilega ótæk“ Að sögn Ragnars hafði löng einangrunarvist mikil áhrif á andlega líðan Guðjóns og að sakborningum hafi jafnvel verið gefin sljóvgandi lyf fyrir yfirheyrslur. Hann bætti við að skýrslur úr yfirheyrslum beri með sér að Guðjón hafi ekkert vitað um hvarfið á Guðmundi eða Geirfinni Einarssyni. Skýrslurnar einkennist einnig af minnisleysi og síbreytilegum framburði. Ragnar fullyrti að skýringin á því væri að rannsóknarlögreglumenn hafi matað Guðjón með ólíkum og misvísandi upplýsingum sem hann hafi talið vera sannar. „Það er þessi sífellda tilraun valdsins til að sýna fram á sekt sem var ekki fyrir hendi.“ Fram kemur í stefnu að auk bóta fyrir frelsissviptingu krefjist Guðjón einnig miskabóta fyrir: Ólöglega handtöku Ólöglega leit og haldlagningu Ólöglega símahlerun Ólöglega læknisrannsókn Pyndingar Ómannúðlega og vanvirðandi meðferð og vistun Brot á réttinum til réttlátrar málsmeðferðar Ranga áfellisdóma sakadóms og Hæstaréttar Ólöglega afplánun og skilorð Opinberar yfirlýsingar dómstóls og ráðherra um sekt Fjölmiðlaumfjöllun Brot gegn mannlegri reisn Brot á vernd æru og mannorðs Afleiðingar frelsissviptingarinnar á andlega og líkamlega heilsu Brennimerkingu um sekt frá sakfellingu til sýknudóms 2018. Segir ásakanir um illa meðferð vera ósannaðar Í greinargerð ríkisins er „öllum ávirðingum gagnvart lögreglu og dómstólum, svo og ásökunum um meinta refsiverða háttsemi lögreglu, ákæruvalds og dómstóla hafnað, enda ósannaðar með öllu.“ Ríkið hafnar því meðal annars að Guðjón hafi ekki haft aðgang að verjanda við upphaf rannsóknarinnar. Sjá einnig: Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvik Ekki er heldur tekið mark á mati Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings um að framburður Guðjóns í yfirheyrslum hafi verið falskur. Þar vísaði Andri Árnason, settur ríkislögmaður, til þess að Gísli hafi haft aðkomu að málinu áður þegar hann starfaði hjá lögreglunni og gæti því vart talist hæfur sem dómkvaddur matsmaður. Ragnar svaraði þessu með því að segja að Gísli væri virtur fræðimaður á þessu sviði víða um heim. Andri Árnason, settur ríkislögmaður. Vísir/vilhelm Þá vísaði Andri í bókina Réttarsálfræðinginn eftir Gísla Guðjónsson þar sem hann greinir frá því að hlutfall falskra játninga í lögreglurannsóknum sé mjög lágt eða innan við eitt prósent. Því væri ekki hægt að ætlast til þess að lögreglumenn hefði átt að gruna það að um falska játningu væri að ræða í þessu tilviki. Ragnar svaraði þessu með því að benda á aðra rannsókn sem gefi til kynna að slíkar játningar séu tíðari en Andri nefnir. „Það var ýjað að því að allar þessar skýrslur væru komnar fyrir lögregluþrýsting en ég vil benda á að svipuð frásögn kom fram við geðrannsókn.“ Telja Guðjón hafa átt sök á því að hafa verið ranglega dæmdur Andri sagði jafnframt fyrir dómi að taka þyrfti mið af því hvort einstaklingur sem væri sýknaður hafi á einhvern hátt stuðlað að því að rangur dómur hafi verið upp kveðinn þegar bætur eru ákvarðaðar. Komið er inn á það í greinagerð ríkisins að Guðjón hafi þolað frelsissviptingu vegna dóma sem hann var síðar skýknaður af í Hæstarétti. Þar fylgir strax á eftir að: „Á hinn bóginn verður að telja að stefnandi hafi átt sök á því að hann var ranglega dæmdur.“ Sjá einnig: Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Við aðalmeðferðina leiddi Andri rök að því að ákvæði um eigin sök væru algeng í skaðabótarétti og að grundvallarreglan þar væri að „þú getur ekki fengið bætur fyrir það sem þú stuðlar að sjálfur.“ Í ljósi þessa þyrfti að meta hvort að rannsakendur eða dómarar hafi verið afvegaleiddir með framburði Guðjóns. „Sá sem játar á sig sök eða gefur frá sér upplýsingar sem rannsakendur telja sig þurfa að rannsaka frekar getur ekki samhliða gert kröfu um skaðabætur.“ Þá sagði Andri þetta vera spurningu um hvort að menn hafi verið að lýsa einhverjum atvikum sem að gætu tengt þá við málið. „Það er eingöngu verið að benda á það að í þessu máli hér liggja hins vegar fyrir skýrslur, lýsingar og annað sem óumdeilt hlýtur að teljast að hafa falið í sér upplýsingar sem réttlætt gátu aðgerðir, þar með talið gæsluvarðhald á meðan sú rannsókn átti sér stað.“ Þar eigi hann almennt við lengd gæsluvarðhalds frekar en einangrunar. Ekki sé um það deilt um að löng einangrunarvist hafi mikil áhrif á sakborninga. „Það er alls ekki verið að ýja að því að það hafi verið rétt dæmt nokkuð það brot sem var dæmt fyrir í Hæstarétti. Hins vegar gefa þessar skýrslur til kynna að menn hafi farið í einhverja ferð sem tengist atvikum málsins. Það er eingöngu þar sem hundurinn liggur grafinn.“ Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Vísir/vilhelm Telja kröfuna vera fyrnda Að mati ríkisins er bótakrafa Guðjóns fyrnd ef litið er til brottfallinna laga sem voru í gildi þegar málið var til rannsóknar á sínum tíma. Er litið svo á að fyrningarfrestur þeirra bótaliða sem hann gat gert kröfu um óháð sýknudómnum 2018 hafi byrjað að líða þegar Guðjón lauk afplánun eða þegar reynslulausn lauk. Vildi Andri ríkislögmaður með því meina að ef sá fyrningarfrestur byrji ekki að líða fyrr en eftir sýknudóminn þá væri verið að gefa til kynna að menn sem væru beittir harðræði ættu ekki rétt á bótum fyrir þau brot nema þeir væru fyrst sýknaðir. Sjá einnig: Ábending um hvarf Geirfinns er enn til rannsóknar í Eyjum „Ef viðkomandi sætir einhverri vistun og hann telur sig hafa sætt ólöglegri meðferð þá hlýtur fyrningarfresturinn að byrja að renna út í síðasta lagi þegar ástandinu lýkur.“ Ragnar, lögmaður Guðjóns, hafnar þessu og segir að allar fyrningar hafi fallið úr gildi þegar íslenska ríkið lýsti yfir sök í málinu og bauð bætur, tæpum fjörutíu árum eftir að Guðjón var dæmdur í Hæstarétti. Þar vísar hann til þess að þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bað fyrrum sakborninga í málinu og aðstandendur þeirra afsökunar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar á því ranglæti sem þau hafi þurft að þola í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómar í héraði eru almennt kveðnir upp innan fjögurra vikna frá aðalmeðferð.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent