Eiginkona ferðamannsins sem lést á Húsavík komin í einangrun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. mars 2020 14:15 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. vísir/vilhelm Eiginkona erlenda ferðamannsins sem lést á Húsavík í gær eftir alvarleg veikindi er komin í einangrun. Eiginmaður hennar reyndist smitaður af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19 og er eiginkonan einnig smituð af veirunni. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar sem hófst upp úr klukkan 14 í dag. Þórólfur sagði að andlát mannsins hefði verið skyndilegt og hann hefði verið með einkenni sem báru brátt að. Hins vegar var hann ekki með nein einkenni COVID-19 og því væri frekari rannsókna þörf á því hvort einhver tengsl væru á milli þess sjúkdóms og andlátsins. „En það er fremur ólíklegt miðað við þau einkenni sem greint hefur verið frá,“ sagði Þórólfur. Hjónin, sem eru frá Ástralíu, höfðu verið á ferðalagi saman hér á landi en smitrakning er nú í gangi varðandi það hvaða leið þau fóru um landið og í hvaða löndum þau voru í áður en þau komu hingað. Þórólfur kvaðst aðspurður ekki hafa upplýsingar um hvort að maðurinn, sem var um fertugt, hafi verið með undirliggjandi sjúkdóma. Þá vildi hann ekki svara því hvaða einkenni maðurinn var með og sagðist ekki telja það viðeigandi. Við upphaf upplýsingafundarins fór sóttvarnalæknir yfir nýjustu tölur varðandi smit hér á landi. Heildartala staðfestra smita er nú 220 og eru um 2100 manns í sóttkví. Fjórir eru innlagðir á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu en enginn í öndunarvél. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norðurþing Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Sjá meira
Eiginkona erlenda ferðamannsins sem lést á Húsavík í gær eftir alvarleg veikindi er komin í einangrun. Eiginmaður hennar reyndist smitaður af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19 og er eiginkonan einnig smituð af veirunni. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar sem hófst upp úr klukkan 14 í dag. Þórólfur sagði að andlát mannsins hefði verið skyndilegt og hann hefði verið með einkenni sem báru brátt að. Hins vegar var hann ekki með nein einkenni COVID-19 og því væri frekari rannsókna þörf á því hvort einhver tengsl væru á milli þess sjúkdóms og andlátsins. „En það er fremur ólíklegt miðað við þau einkenni sem greint hefur verið frá,“ sagði Þórólfur. Hjónin, sem eru frá Ástralíu, höfðu verið á ferðalagi saman hér á landi en smitrakning er nú í gangi varðandi það hvaða leið þau fóru um landið og í hvaða löndum þau voru í áður en þau komu hingað. Þórólfur kvaðst aðspurður ekki hafa upplýsingar um hvort að maðurinn, sem var um fertugt, hafi verið með undirliggjandi sjúkdóma. Þá vildi hann ekki svara því hvaða einkenni maðurinn var með og sagðist ekki telja það viðeigandi. Við upphaf upplýsingafundarins fór sóttvarnalæknir yfir nýjustu tölur varðandi smit hér á landi. Heildartala staðfestra smita er nú 220 og eru um 2100 manns í sóttkví. Fjórir eru innlagðir á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu en enginn í öndunarvél. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norðurþing Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Sjá meira