Fótbolti

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lið ársins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lið ársins er kvennalandsliðið í fótbolta.
Lið ársins er kvennalandsliðið í fótbolta.

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er lið ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld.

Kvennalandsliðið tryggði sér á árinu sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu, sem átti að fara fram á næsta ári, en fer fram sumarið 2022.

Þetta er fjórða Evrópumótið sem íslenska kvennalandsliðið tryggir sig á en það fer fram í Englandi.

Kvennalandsliðið hlaut 148 stig en í öðru sætinu var U21 árs landsliðið í fótbolta með 84 stig. Kvennalið Breiðabliks í fótbolta fékk fjórtán stig og var í þriðja sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×