Úr háum snúningi ferðaþjónustunnar yfir í lágan snúning skíðalyftunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. desember 2020 13:00 Margar hendur vinna létt verk Mynd/Anton Freyr Birgisson Það styttist óðum í að hægt verði að fara aftur á skíði á skíðasvæðinu við Kröflu eftir margra ára hlé, þökk sé sjálfboðaliðum sem vilja ólmir komast á skíði í sveitinni. Í Mývatnssveit hafa menn nýtt tímann afskaplega vel í kórónuveirufaraldrinum til þess að koma skíðalyftunni sem staðsett er skammt frá Kröfluvirkjun aftur í gagnið. Lyftan var fyrst tekin í notkun árið 2001. „Hún fékkst gefins þessi lyfta og bjartsýnismenn töldu að það væri snjallt að koma henni hérna fyrir og hún var gangsett og vígð 2001 þannig að á næsta ári eru 20 ára afmæli lyftunnar,“ segir Héðinn Björnsson, einn af þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem komið hafa að því undanfarna mánuði að koma lyftunni aftur af stað. „2015 er síðasta skoðun sem hún fær og hún hefur lítið verið gangsett eftir það, aðeins. Við ákváðum að nota tækifærið núna, það er tími. Það er Covid og menn hafa tíma í þetta og að reyna að koma þessu í gang aftur,“ segir Héðinn. Undir þetta tekur Anton Freyr Birgisson, sem ásamt Héðni hefur haft veg og að vanda að því að koma lyftunni aftur af stað. Það hefur verið nóg að gera í ferðaþjónustunni í Mývatnssveit undanfarin ár, og því lítill tími fyrir gæluverkefni á borð við þetta, þangað til nú. „Við búum hérna í ferðaþjónustusamfélagi og erum búnir að vera á svolitlum háum snúningi, ég vinn sem leiðsögumaður, hann sem kokkur og svo framvegis. Nú höfum við tíma, það er ótrúlegur hópur af sjálfboðaliðum sem hefur verið hérna,“ segir Anton. Allir hjálpa til, meira að segja lyftuframleiðandinn Þeir segja alla í sveitinni boðna og búna til þess að gera sitt til þess að koma lyftunni aftur af stað. „Þetta eru bara foreldrar, þetta er fólk sem á sér þann draum að sjá þetta koma saman. Stuðningurinn sem við höfum fengið við þetta er gríðarlegur. Við höfum ekki peninga til að gera mikið en við höfum tíma, við höfum nágranna okkar í Kröflu sem eru búnir að leggja mikinn tíma og metnað í að koma þessu saman, alls konar sérfræðingar sem að að hjálpa til. Anton Freyr Birgisson, til vinstri, og Héðinn Björnsson til hægri, fara fyrir vaskri sveit heimamanna sem eru að gera lyftuna góðu upp.Vísir/Tryggvi Allir, fyrirtæki sem hafa ekki úr miklu að moða í augnablikinu eru samt sem áður að leggja okkur til mikinn stuðning og hjálp, öðruvísi væri þetta náttúrulega aldrei hægt,“ segir Héðinn. Vinnan hefur staðið yfir í nokkra mánuði með aðstoð franska lyftuframleiðendans Poma, sem virðist hafa þó nokkurn áhuga á verkefninu, auk þess sem að Vinnueftirlitið hefur veitt heimamönnum ráðgjöf þegar á þurft hefur að halda. „Ætli það séu ekki að vera komnir hérna vel á sjötta hundrað klukkutíma sem er búið að vera að dunda hérna kvöld og helgar síðan í haust. Þetta er allt að koma, þetta er allt að verða klárt,“ segir Anton. Styttist í stóru stundina Það styttist í að hægt verði að renna sér aftur á skíðasvæðinu við Kröflu. „Við ætlum að ræsa þessa lyftu með pomp og prakt á næsta ári, þá verður tuttugu ára afmæli. Það verður vonandi í janúar eða febrúar,“ segir Héðinn. Hvað skíðasvæði varðar er þessi staðsetning ekki amaleg.Mynd/Anton Freyr Birgisson Að lokum liggur beinast við að spyrja hvað það er sem drífur þá áfram í að koma hátt í 40 ára gamalli lyftu aftur af stað? „Við höfum valið okkur að búa á jafn frábærum stað og Mývatnssveit. Partur af því er að styðja samfélagið og hafa eitthvað fyrir börnin að gera. Mér finnst bara gaman að fara á skíði og mig langar til þess að hafa skíðalyftu í bakgarðinum, þá þarftu að smíða skíðalyftu, það gefur auga leið,“ segir Anton hlæjandi. „Og reyna að koma í gang smá starfi þannig að við getum haft krakkana okkar á skíðum og kennt á skíði og halda uppi smá arfleifð sem við tókum við hérna frá snillingum sem settu þetta upp á sínum tíma,“ bætir Héðinn við. Skíðasvæði Skútustaðahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Í Mývatnssveit hafa menn nýtt tímann afskaplega vel í kórónuveirufaraldrinum til þess að koma skíðalyftunni sem staðsett er skammt frá Kröfluvirkjun aftur í gagnið. Lyftan var fyrst tekin í notkun árið 2001. „Hún fékkst gefins þessi lyfta og bjartsýnismenn töldu að það væri snjallt að koma henni hérna fyrir og hún var gangsett og vígð 2001 þannig að á næsta ári eru 20 ára afmæli lyftunnar,“ segir Héðinn Björnsson, einn af þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem komið hafa að því undanfarna mánuði að koma lyftunni aftur af stað. „2015 er síðasta skoðun sem hún fær og hún hefur lítið verið gangsett eftir það, aðeins. Við ákváðum að nota tækifærið núna, það er tími. Það er Covid og menn hafa tíma í þetta og að reyna að koma þessu í gang aftur,“ segir Héðinn. Undir þetta tekur Anton Freyr Birgisson, sem ásamt Héðni hefur haft veg og að vanda að því að koma lyftunni aftur af stað. Það hefur verið nóg að gera í ferðaþjónustunni í Mývatnssveit undanfarin ár, og því lítill tími fyrir gæluverkefni á borð við þetta, þangað til nú. „Við búum hérna í ferðaþjónustusamfélagi og erum búnir að vera á svolitlum háum snúningi, ég vinn sem leiðsögumaður, hann sem kokkur og svo framvegis. Nú höfum við tíma, það er ótrúlegur hópur af sjálfboðaliðum sem hefur verið hérna,“ segir Anton. Allir hjálpa til, meira að segja lyftuframleiðandinn Þeir segja alla í sveitinni boðna og búna til þess að gera sitt til þess að koma lyftunni aftur af stað. „Þetta eru bara foreldrar, þetta er fólk sem á sér þann draum að sjá þetta koma saman. Stuðningurinn sem við höfum fengið við þetta er gríðarlegur. Við höfum ekki peninga til að gera mikið en við höfum tíma, við höfum nágranna okkar í Kröflu sem eru búnir að leggja mikinn tíma og metnað í að koma þessu saman, alls konar sérfræðingar sem að að hjálpa til. Anton Freyr Birgisson, til vinstri, og Héðinn Björnsson til hægri, fara fyrir vaskri sveit heimamanna sem eru að gera lyftuna góðu upp.Vísir/Tryggvi Allir, fyrirtæki sem hafa ekki úr miklu að moða í augnablikinu eru samt sem áður að leggja okkur til mikinn stuðning og hjálp, öðruvísi væri þetta náttúrulega aldrei hægt,“ segir Héðinn. Vinnan hefur staðið yfir í nokkra mánuði með aðstoð franska lyftuframleiðendans Poma, sem virðist hafa þó nokkurn áhuga á verkefninu, auk þess sem að Vinnueftirlitið hefur veitt heimamönnum ráðgjöf þegar á þurft hefur að halda. „Ætli það séu ekki að vera komnir hérna vel á sjötta hundrað klukkutíma sem er búið að vera að dunda hérna kvöld og helgar síðan í haust. Þetta er allt að koma, þetta er allt að verða klárt,“ segir Anton. Styttist í stóru stundina Það styttist í að hægt verði að renna sér aftur á skíðasvæðinu við Kröflu. „Við ætlum að ræsa þessa lyftu með pomp og prakt á næsta ári, þá verður tuttugu ára afmæli. Það verður vonandi í janúar eða febrúar,“ segir Héðinn. Hvað skíðasvæði varðar er þessi staðsetning ekki amaleg.Mynd/Anton Freyr Birgisson Að lokum liggur beinast við að spyrja hvað það er sem drífur þá áfram í að koma hátt í 40 ára gamalli lyftu aftur af stað? „Við höfum valið okkur að búa á jafn frábærum stað og Mývatnssveit. Partur af því er að styðja samfélagið og hafa eitthvað fyrir börnin að gera. Mér finnst bara gaman að fara á skíði og mig langar til þess að hafa skíðalyftu í bakgarðinum, þá þarftu að smíða skíðalyftu, það gefur auga leið,“ segir Anton hlæjandi. „Og reyna að koma í gang smá starfi þannig að við getum haft krakkana okkar á skíðum og kennt á skíði og halda uppi smá arfleifð sem við tókum við hérna frá snillingum sem settu þetta upp á sínum tíma,“ bætir Héðinn við.
Skíðasvæði Skútustaðahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira