Stóri Ben þarf að stappa stálinu í sína menn fyrir stórt próf í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2020 10:01 Það er óvenjulega mikil press á Ben Roethlisberger og félögum í Pittsburgh Steelers í dag þrátt fyrir að sæti í úrslitakeppninni sé tryggt. Getty/Bryan M. Bennett Fyrir aðeins nokkrum vikum leit lið Pittsburgh Steelers út fyrir að vera eitt besta lið NFL-deildarinnar. Nú 25 dögum eftir ellefta sigurinn í röð hefur ýmislegt breyst. Stöð 2 Sport sýnir tvo NFL-leiki beint í dag og í þeim fyrri þurfa umræddir leikmenn Pittsburgh Steelers að láta sverfa til stáls. Eftir þrjú töp í röð þar á meðal vandræðalegt tap fyrir einu lélegasta liði deildarinnar þarf eitthvað jákvætt að fara að gerast hjá lærisveinum Mike Tomlin í Pittsburgh Steelers. Úrslitakeppin nálgast óðfluga og þá þurfa liðin að vera í uppleið en ekki niðurleið. Tapið á móti Cincinnati Bengals í síðasta leik setti mikla pressu á Steelers menn. Þeir eru komnir inn í úrslitakeppnina en höfðu gert lítið úr hinum tapleikjunum á móti Washington Football Team og Buffalo Bills. Þriðja tapið í röð þýðir að miklu fleiri spekingar efast nú um raunverulegan styrkleika liðsins. Var kannski bara heppnin með þeim fram eftir öllum vetri eða er þetta hola sem þeir geta komist upp úr? Mótherjar dagsins eru annað lið með drauma um að komast inn og gera eitthvað í úrslitakeppninni. Lið Indianapolis Colts er inni eins og er eftir þrjá sigurleiki í röð en liðið er líka í harðri baráttu við Tennessee Titans um sigur í Suðurriðli Ameríkudeildarinnar. Pressan er hvað mest á Ben Roethlisberger, Stóra Ben, leikstjórnanda Pittsburgh Steelers, sem er á lokakaflanum á sínum ferli. Frammistaða síðustu vikna bendir til þess að endir sé nærri en hann og fleiri héldu en eitt aðalvandamálið er þó að úrvalslið útherja hans á miklum vandræðum með að grípa boltann. Ben Roethlisberger kallaði saman leikmannafund á Zoom í vikunni og þar ræddu menn málin. Ben sagði sjálfur að hann vildi gera sínum mönnum grein fyrir mikilvægi leiksins í dag. Indianapolis Colts liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum og er eitt heitasta liðið í deildinni. Sigur á Steelers í dag tryggir liðinu sæti í úrslitakeppninni. Seinni leikur dagsins er síðan viðureign Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles sem geta bæði endanlega lokað á möguleika hvors annars um að komast í úrslitakeppnina. Liðin eru bæði í Austurriðli Þjóðardeildarinnar þar sem toppliðið Washington Football Team er bara með sex sigra í fjórtán leikjum. Dallas er einum sigri á eftir en er verri innbyrðis eftir tvö töp á móti Washington Football Team á tímabilinu. Philadelphia Eagles er tveimur sigrum á eftir Washington en liðin mætast í lokaumferðinni. Leikir dagsins verða báðir sýndir á Stöð 2 Sport 2. Útsending frá leik Pittsburgh Steelers og Indianapolis Colts hefst klukkan 17.55 en útsending frá leik Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles hefst klukkan 21.20. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira
Stöð 2 Sport sýnir tvo NFL-leiki beint í dag og í þeim fyrri þurfa umræddir leikmenn Pittsburgh Steelers að láta sverfa til stáls. Eftir þrjú töp í röð þar á meðal vandræðalegt tap fyrir einu lélegasta liði deildarinnar þarf eitthvað jákvætt að fara að gerast hjá lærisveinum Mike Tomlin í Pittsburgh Steelers. Úrslitakeppin nálgast óðfluga og þá þurfa liðin að vera í uppleið en ekki niðurleið. Tapið á móti Cincinnati Bengals í síðasta leik setti mikla pressu á Steelers menn. Þeir eru komnir inn í úrslitakeppnina en höfðu gert lítið úr hinum tapleikjunum á móti Washington Football Team og Buffalo Bills. Þriðja tapið í röð þýðir að miklu fleiri spekingar efast nú um raunverulegan styrkleika liðsins. Var kannski bara heppnin með þeim fram eftir öllum vetri eða er þetta hola sem þeir geta komist upp úr? Mótherjar dagsins eru annað lið með drauma um að komast inn og gera eitthvað í úrslitakeppninni. Lið Indianapolis Colts er inni eins og er eftir þrjá sigurleiki í röð en liðið er líka í harðri baráttu við Tennessee Titans um sigur í Suðurriðli Ameríkudeildarinnar. Pressan er hvað mest á Ben Roethlisberger, Stóra Ben, leikstjórnanda Pittsburgh Steelers, sem er á lokakaflanum á sínum ferli. Frammistaða síðustu vikna bendir til þess að endir sé nærri en hann og fleiri héldu en eitt aðalvandamálið er þó að úrvalslið útherja hans á miklum vandræðum með að grípa boltann. Ben Roethlisberger kallaði saman leikmannafund á Zoom í vikunni og þar ræddu menn málin. Ben sagði sjálfur að hann vildi gera sínum mönnum grein fyrir mikilvægi leiksins í dag. Indianapolis Colts liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum og er eitt heitasta liðið í deildinni. Sigur á Steelers í dag tryggir liðinu sæti í úrslitakeppninni. Seinni leikur dagsins er síðan viðureign Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles sem geta bæði endanlega lokað á möguleika hvors annars um að komast í úrslitakeppnina. Liðin eru bæði í Austurriðli Þjóðardeildarinnar þar sem toppliðið Washington Football Team er bara með sex sigra í fjórtán leikjum. Dallas er einum sigri á eftir en er verri innbyrðis eftir tvö töp á móti Washington Football Team á tímabilinu. Philadelphia Eagles er tveimur sigrum á eftir Washington en liðin mætast í lokaumferðinni. Leikir dagsins verða báðir sýndir á Stöð 2 Sport 2. Útsending frá leik Pittsburgh Steelers og Indianapolis Colts hefst klukkan 17.55 en útsending frá leik Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles hefst klukkan 21.20. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira