„Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður“ Sylvía Hall og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 25. desember 2020 16:11 Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Vísir Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og upplýsingafulltrúi, segir mögulegt að presturinn sem messaði í kirkjunni á aðfangadagskvöld hafi ekki áttað sig nægilega vel á gildandi sóttvarnareglum. Um pólska messu var að ræða og taldi lögregla hátt í annað hundrað manns þegar hún mætti á svæðið. Jakob segir nauðsynlegt að skoða málið nánar, enda sé tæplega eðlilegt að yfir hundrað manns séu samankomnir þegar tíu manna samkomubann er í gildi. Það sé á ábyrgð prestsins að upplýsa söfnuðinn um slíkt. „Prestarnir hafa verið upplýstir af Biskupsstofu hvernig reglurnar eru í hvert skipti. Það er ábyrgð prestsins að upplýsa söfnuðinn og sjá til þess að reglunum sé fylgt.“ Vísir Veit ekki til þess að slíkt hafi gerst áður Aðspurður um hvort svo fjölmennar messur hafi átt sér stað á tímum samkomutakmarkana telur Jakob svo ekki vera. Þó hann sé ekki viss sé líklegt að hann hefði heyrt af slíkum samkomum í ljósi stöðu sinnar innan kirkjunnar. Hann segist áður hafa þurft að vísa fólki frá vegna þeirra reglna sem eru í gildi en undanfarnar vikur hafi ekki þurft að koma til þess. Kirkjan hafi gert sérstakar ráðstafanir. „Það hefur komið fyrir en svo hefur almennt verið mjög fámennt í messunum. Við höfum fjölgað messunum mikið til þess að hafa smáhópa í messunum. Ég var með messu í gær, jólamessu, og þá voru níu manns í kirkjunni og ég.“ Að mati Jakobs er líklegt að málið verði rætt nánar innan kirkjunnar. „Það verður að kanna þetta nánar, hvernig staðan er. Ég get ekki sagt meira í bili.“ Landakotskirkja.Vísir/Sigurjón „Faraldurinn er alvarlegt mál“ Jakob segist líta málið alvarlegum augum en hann telji kirkjuna öruggan stað. Þó sé ekki hægt að líta fram hjá því að reglurnar séu settar til þess að vernda líf og heilsu fólks og því verði að taka þessum málum alvarlega. Honum þykir þó skjóta skökku við að slíkar takmarkanir séu á helgihaldi þegar hundruð eru á sama tíma í verslunarmiðstöðvum og matvörubúðum. „Ég get allavega fullyrt að fram til þessa hefur aldrei nokkurn tímann verið hægt að rekja smit til kirkjuhalds, hvort sem það er hér eða í öðrum kirkjum. Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður. Ég hef upplifað aðra staði, til dæmis í Kringlunni, þar var vel talið hversu margir fóru inn í búðirnar en aftur á móti var fullt af fólki á almennu svæði – fleiri hundruð sem voru stundum þétt saman og það var ekkert talið. Ég veit ekki hvort er hættulegra.“ Hann segir skorta samræmi og Ísland sé ekki einsdæmi. Sjálfur hafi hann heyrt af sambærilegu í Frakklandi og Bandaríkjunum og yfir því hafi verið kvartað. Hann vilji áfram geta boðið upp á messur en býst ekki við því að þurfa að vísa fólki út í næstu messum, þrátt fyrir atvikið í gær. „Ég hef ekki þurft að gera það upp á síðkastið og fólk sem kemur passar mjög vel að halda mikilli fjarlægð. Maður talar ekki um tveggja metra fjarlægð heldur fimm, sex metra fjarlægð því kirkjan er stór og allir eru með grímur.“ Trúmál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag og óttast stóra bylgju eftir hátíðirnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í Landakotskirkju. 25. desember 2020 14:22 Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43 Hugsanlegt brot á samkomubanni í kirkju á aðfangadagskvöld Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á ellefta tímanum í gærkvöldi um hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í kirkju í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði taldi hún um það bil fimmtíu manns ganga frá kirkjunni. 25. desember 2020 08:15 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Jakob segir nauðsynlegt að skoða málið nánar, enda sé tæplega eðlilegt að yfir hundrað manns séu samankomnir þegar tíu manna samkomubann er í gildi. Það sé á ábyrgð prestsins að upplýsa söfnuðinn um slíkt. „Prestarnir hafa verið upplýstir af Biskupsstofu hvernig reglurnar eru í hvert skipti. Það er ábyrgð prestsins að upplýsa söfnuðinn og sjá til þess að reglunum sé fylgt.“ Vísir Veit ekki til þess að slíkt hafi gerst áður Aðspurður um hvort svo fjölmennar messur hafi átt sér stað á tímum samkomutakmarkana telur Jakob svo ekki vera. Þó hann sé ekki viss sé líklegt að hann hefði heyrt af slíkum samkomum í ljósi stöðu sinnar innan kirkjunnar. Hann segist áður hafa þurft að vísa fólki frá vegna þeirra reglna sem eru í gildi en undanfarnar vikur hafi ekki þurft að koma til þess. Kirkjan hafi gert sérstakar ráðstafanir. „Það hefur komið fyrir en svo hefur almennt verið mjög fámennt í messunum. Við höfum fjölgað messunum mikið til þess að hafa smáhópa í messunum. Ég var með messu í gær, jólamessu, og þá voru níu manns í kirkjunni og ég.“ Að mati Jakobs er líklegt að málið verði rætt nánar innan kirkjunnar. „Það verður að kanna þetta nánar, hvernig staðan er. Ég get ekki sagt meira í bili.“ Landakotskirkja.Vísir/Sigurjón „Faraldurinn er alvarlegt mál“ Jakob segist líta málið alvarlegum augum en hann telji kirkjuna öruggan stað. Þó sé ekki hægt að líta fram hjá því að reglurnar séu settar til þess að vernda líf og heilsu fólks og því verði að taka þessum málum alvarlega. Honum þykir þó skjóta skökku við að slíkar takmarkanir séu á helgihaldi þegar hundruð eru á sama tíma í verslunarmiðstöðvum og matvörubúðum. „Ég get allavega fullyrt að fram til þessa hefur aldrei nokkurn tímann verið hægt að rekja smit til kirkjuhalds, hvort sem það er hér eða í öðrum kirkjum. Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður. Ég hef upplifað aðra staði, til dæmis í Kringlunni, þar var vel talið hversu margir fóru inn í búðirnar en aftur á móti var fullt af fólki á almennu svæði – fleiri hundruð sem voru stundum þétt saman og það var ekkert talið. Ég veit ekki hvort er hættulegra.“ Hann segir skorta samræmi og Ísland sé ekki einsdæmi. Sjálfur hafi hann heyrt af sambærilegu í Frakklandi og Bandaríkjunum og yfir því hafi verið kvartað. Hann vilji áfram geta boðið upp á messur en býst ekki við því að þurfa að vísa fólki út í næstu messum, þrátt fyrir atvikið í gær. „Ég hef ekki þurft að gera það upp á síðkastið og fólk sem kemur passar mjög vel að halda mikilli fjarlægð. Maður talar ekki um tveggja metra fjarlægð heldur fimm, sex metra fjarlægð því kirkjan er stór og allir eru með grímur.“
Trúmál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag og óttast stóra bylgju eftir hátíðirnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í Landakotskirkju. 25. desember 2020 14:22 Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43 Hugsanlegt brot á samkomubanni í kirkju á aðfangadagskvöld Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á ellefta tímanum í gærkvöldi um hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í kirkju í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði taldi hún um það bil fimmtíu manns ganga frá kirkjunni. 25. desember 2020 08:15 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag og óttast stóra bylgju eftir hátíðirnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í Landakotskirkju. 25. desember 2020 14:22
Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43
Hugsanlegt brot á samkomubanni í kirkju á aðfangadagskvöld Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á ellefta tímanum í gærkvöldi um hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í kirkju í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði taldi hún um það bil fimmtíu manns ganga frá kirkjunni. 25. desember 2020 08:15