Jólagjafir fyrirtækjanna: iPhone 12, veglegir matarpakkar og sjö þúsund í Skechers Sylvía Hall skrifar 25. desember 2020 14:00 Mörg fyrirtæki gáfu starfsmönnum sínum glaðning um jólin. Getty Það eru ekki bara ættingjar og vinir sem gleðja sína nánustu yfir hátíðirnar. Fyrirtæki landsins gefa mörg hver jólagjafir til starfsfólks og eru þær eins mismunandi og þær eru margar. Vísir hefur tekið saman nokkrar jólagjafir fyrirtækja til starfsmanna sinna í ár og má sjá hann hér að neðan. iPhone 12 og jólafrí Starfsfólk CCP fengu heldur veglega jólagjöf í ár en í þeirra pakka leyndist iPhone 12 og þriggja vikna jólafrí samkvæmt heimildum fréttastofu. Alþingi gaf starfsfólki fimm þúsund króna gjafabréf sem nýtist á Apótekinu, Fjallkonunni, Sæta svíninu, Sushi Social og Tapasbarnum, fimmtán þúsund króna bankakort, gjafaöskju frá Omnom, servíettur og friðarkerti. Kópavogsbær gaf gjafabréf fyrir tvo í brunch á sömu veitingastöðum en starfsfólk Reykjavíkurborgar fengu fimm þúsund króna gjafabréf í miðborgina, leikhúsmiða og súkkulaði frá Omnom. Borgarleikhúsið gaf starfsfólki sínu matarkörfu, kerti og rauðvín. Starfsfólk Símans fékk veglegan matarpakka sem innihélt meðal annars osta, konfekt, jólabjór og jólaöl sem og 50 þúsund króna gjafabréf hjá Festi. SÝN gaf starfsfólki sínu val um 15 þúsund krónur í verslun Vodafone, skál og salt- og piparkvarnir frá BITZ eða ullarteppi frá As We Grow. Þá gaf starfsmannafélagið tíu þúsund í Sælkerabúðina og Olio Nitti möndlur og olíu. Hjá Embætti landlæknis fá starfsmenn tíu þúsund króna gjafabréf og frídag, sem mun sennilega vera kærkomið fyrir þau Ölmu Möller landlækni og Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem og aðra starfsmenn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir starfa hjá Embætti landlækis. Lögreglan Umtalaðasta gjöf ársins? Íslandsbanki gaf starfsfólki sínu kertastjaka og 40 þúsund króna gjafabréf sem nýtist í ýmsum verslunum en starfsfólki bauðst þó að afþakka gjafabréfið og láta andvirði þess renna til Fjölskylduhjálpar eða UN Women. Kvika gaf starfsfólki 50 þúsund króna gjafabréf í Smáralind og kampavínsflösku og Landsbankinn 60 þúsund krónur í 66°Norður. Starfsfólk Landspítala fékk sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers, en óhætt er að fullyrða að jólagjöfin sé ein sú umtalaðasta í ár. Auk þess fylgdi með súkkulaði frá Omnom. Starfsfólk Hrafnistu getur einnig fengið skó í jólagjöf ef það kýs, en í þeirra pakka leyndist fimmtán þúsund króna gjafabréf hjá S4S. VÍS gaf sínu starfsfólki matarpakka, slökkvitæki og eldvarnarteppi frá Fakó en starfsfólk Isavia fékk Óskaskrín. VSB verkfræðistofa gaf starfsfólki 50 þúsund króna gjafabréf en starfsmannafélagið gaf svo kakókrús, kerti, spilastokk og konfektkassa. Starfsfólk Strætó fékk gjafakassa frá Norðlenska þar sem var meðal annars að finna hamborgarhrygg og fleira góðgæti. Einhverjir munu gera sér ferð í Kringluna og velja jólagjöfina í ár.Vísir/Vilhelm Gjafakort og matarkassar Líkt og undanfarin ár voru gjafakort vinsæl í jólaglaðningi fyrirtækja. Marel gaf starfsfólki sínu 50 þúsund króna gjafakort í Kringluna líkt og undanfarin ár og Icelandair gaf 20 þúsund krónur í Kringluna. Starfsfólk Morgunblaðsins fékk 15 þúsund krónur í Bónus. IKEA gaf starfsfólki sínu val um 30 þúsund krónur, 40 þúsund króna inneign hjá 66° Norður eða mat fyrir tvo hjá Icelandair Hotels. Ofan á það bættust tveir launaðir frídagar. Norðurál gaf kjötpakka með konfekti og sultu, Garri heildsala gaf hangikjöt, konfekt og 25 þúsund króna gjafakort og ISAL gaf sínu starfsfólki gjafakort upp á tíu þúsund krónur. Ungmennafélag Grindavíkur gaf 30 þúsund í 66° Norður. Starfsfólk lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fékk matarpakka sem innihélt meðal annars hamborgarhrygg og lambalæri frá Norðlenska, konfekt frá Nóa Síríus og hátíðarpaté. Loðnuvinnslan gaf gjafabréf upp á 50 þúsund og matarkassa með hamborgarhrygg, hangikjöti, lambalæri, konfekti frá Nóa Sírius og bæði rauð- og hvítvín. Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir þær jólagjafir sem íslensk fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu. Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við þennan lista að bæta. Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Sjá meira
Vísir hefur tekið saman nokkrar jólagjafir fyrirtækja til starfsmanna sinna í ár og má sjá hann hér að neðan. iPhone 12 og jólafrí Starfsfólk CCP fengu heldur veglega jólagjöf í ár en í þeirra pakka leyndist iPhone 12 og þriggja vikna jólafrí samkvæmt heimildum fréttastofu. Alþingi gaf starfsfólki fimm þúsund króna gjafabréf sem nýtist á Apótekinu, Fjallkonunni, Sæta svíninu, Sushi Social og Tapasbarnum, fimmtán þúsund króna bankakort, gjafaöskju frá Omnom, servíettur og friðarkerti. Kópavogsbær gaf gjafabréf fyrir tvo í brunch á sömu veitingastöðum en starfsfólk Reykjavíkurborgar fengu fimm þúsund króna gjafabréf í miðborgina, leikhúsmiða og súkkulaði frá Omnom. Borgarleikhúsið gaf starfsfólki sínu matarkörfu, kerti og rauðvín. Starfsfólk Símans fékk veglegan matarpakka sem innihélt meðal annars osta, konfekt, jólabjór og jólaöl sem og 50 þúsund króna gjafabréf hjá Festi. SÝN gaf starfsfólki sínu val um 15 þúsund krónur í verslun Vodafone, skál og salt- og piparkvarnir frá BITZ eða ullarteppi frá As We Grow. Þá gaf starfsmannafélagið tíu þúsund í Sælkerabúðina og Olio Nitti möndlur og olíu. Hjá Embætti landlæknis fá starfsmenn tíu þúsund króna gjafabréf og frídag, sem mun sennilega vera kærkomið fyrir þau Ölmu Möller landlækni og Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem og aðra starfsmenn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir starfa hjá Embætti landlækis. Lögreglan Umtalaðasta gjöf ársins? Íslandsbanki gaf starfsfólki sínu kertastjaka og 40 þúsund króna gjafabréf sem nýtist í ýmsum verslunum en starfsfólki bauðst þó að afþakka gjafabréfið og láta andvirði þess renna til Fjölskylduhjálpar eða UN Women. Kvika gaf starfsfólki 50 þúsund króna gjafabréf í Smáralind og kampavínsflösku og Landsbankinn 60 þúsund krónur í 66°Norður. Starfsfólk Landspítala fékk sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers, en óhætt er að fullyrða að jólagjöfin sé ein sú umtalaðasta í ár. Auk þess fylgdi með súkkulaði frá Omnom. Starfsfólk Hrafnistu getur einnig fengið skó í jólagjöf ef það kýs, en í þeirra pakka leyndist fimmtán þúsund króna gjafabréf hjá S4S. VÍS gaf sínu starfsfólki matarpakka, slökkvitæki og eldvarnarteppi frá Fakó en starfsfólk Isavia fékk Óskaskrín. VSB verkfræðistofa gaf starfsfólki 50 þúsund króna gjafabréf en starfsmannafélagið gaf svo kakókrús, kerti, spilastokk og konfektkassa. Starfsfólk Strætó fékk gjafakassa frá Norðlenska þar sem var meðal annars að finna hamborgarhrygg og fleira góðgæti. Einhverjir munu gera sér ferð í Kringluna og velja jólagjöfina í ár.Vísir/Vilhelm Gjafakort og matarkassar Líkt og undanfarin ár voru gjafakort vinsæl í jólaglaðningi fyrirtækja. Marel gaf starfsfólki sínu 50 þúsund króna gjafakort í Kringluna líkt og undanfarin ár og Icelandair gaf 20 þúsund krónur í Kringluna. Starfsfólk Morgunblaðsins fékk 15 þúsund krónur í Bónus. IKEA gaf starfsfólki sínu val um 30 þúsund krónur, 40 þúsund króna inneign hjá 66° Norður eða mat fyrir tvo hjá Icelandair Hotels. Ofan á það bættust tveir launaðir frídagar. Norðurál gaf kjötpakka með konfekti og sultu, Garri heildsala gaf hangikjöt, konfekt og 25 þúsund króna gjafakort og ISAL gaf sínu starfsfólki gjafakort upp á tíu þúsund krónur. Ungmennafélag Grindavíkur gaf 30 þúsund í 66° Norður. Starfsfólk lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fékk matarpakka sem innihélt meðal annars hamborgarhrygg og lambalæri frá Norðlenska, konfekt frá Nóa Síríus og hátíðarpaté. Loðnuvinnslan gaf gjafabréf upp á 50 þúsund og matarkassa með hamborgarhrygg, hangikjöti, lambalæri, konfekti frá Nóa Sírius og bæði rauð- og hvítvín. Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir þær jólagjafir sem íslensk fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu. Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við þennan lista að bæta.
Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Sjá meira