Bréf um mannúðlega meðferð minka Ole Anton Bieltvedt skrifar 22. desember 2020 13:00 Sæll og blessaður, Kristján Þór, Sl. fimmtudag, 17. desember, sendum við þér áskorun um, að þú myndir beita þér fyrir því, að minkahald yrði stöðvað og bannað á Íslandi, eins og hjá flestum öðrum vestrænum þjóðum. Hjá þessum þjóðum réðu mannúð og dýraverndunarsjónarmið, en þessi „búgrein‟ byggir á heiftarlegri meðferð á dýrunum, eins og öllum er kunnugt, sem vita vilja. Nú hafi Danir, Hollendingar, Spánverjar og Írar líka tekið af skarið og látið aflífa alla minka í sínum löndum, annars vegar, vegna COVID-19 smitahættu - menn-dýr-menn - hins vegar, væntanlega, vegna þess dýraníðs, sem hér er á ferð. Ég nefndi við þig í tölvupóstinum 17. desember, að ég hefði séð frétt á ZDF, annarri tveggja þýzku ríkissjónvarpsstöðvanna, 16. desember, þar sem sýnt var - en myndir höfðu verið teknar með falinni myndavél á „minkabúgörðum‟ í Póllandi - hvernig staðið er að aflífun dýranna, en hún fer fram með eiturgasi, eins og ég minnti á og þú auðvitað veizt. „Minkabændur‟ fullyrða, að dýrin sofni átakalaust og sársaukalaust við „gösun”. Hér fyrir neðan er hlekkur að myndbandinu, sem ZDF sjónvarpsstöðin sýndi í sínum aðal fréttatíma 16. desember. Það sýnir, að sú fullyrðing er út í hött. Dýrin, sem geta synt og kafað og eru með ofurnæmt lyktarskyn - skynja auðvitað eiturgasið strax og reyna að forðast það - æða um í aftökukassa, tryllt af hræðslu og kvöl og, þegar á líður, í krampaköstum, en sum dýranna eru enn lifandi eftir 30 mínútna „gaseitrun‟. Þá eru þau lamin til dauða, hent lifandi inn í kös annarra deyjandi eða dauðra dýra, til að drepast þar endanlega í hörmungum og kvöl, eða þá er þeim bara fleygt í aftökukassann að nýju. Það verður vart komizt nær helvíti á jörðu fyrir dýrin. https://we.tl/t-CIPyKyJmGI Ég vil ljúka þessum tilskrifum með því, að benda á frétt í MBL sl. föstudag, þar sem blaðamaður virðist telja það gott mál og góða frétt, að danskir „minkabændur”, sem nú er búið að stöðva heima fyrir, séu - fyrir milligöngu Kaupfélags Skagfirðinga - að koma einhverjum hluta starfsemi sinnar fyrir hér, en hér virðast menn enn velkomnir með þessa óiðju. Það hefur kannske frétzt til Danmerkur, að hér eru „minkabændur” verðlaunaðir og studdir með hundraða milljóna framlagi úr ríkissjóði árlega. Ekki amarlegt það. Þessi frétt segir ennfremur, að Danir séu að leita fyrir sér með nýtt minkahald á Nýfundnalandi, í Úkraínu og Litháen, en í þessum löndum virðist dýravernd vera sama hryggðar- og smánarmyndin og hér. Við ítrekum hér með þá áskorun okkar, að þú beitir þér fyrir því, að þessi hörmungar „búgrein‟ og þetta skelfilega dýraníð verði stöðvað! Takk og beztu kveðjur, Ole Anton Bieltvedt Höfundur er stofnandi og formaður félagasamtakanna Jarðarvinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Loðdýrarækt Dýraheilbrigði Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Sæll og blessaður, Kristján Þór, Sl. fimmtudag, 17. desember, sendum við þér áskorun um, að þú myndir beita þér fyrir því, að minkahald yrði stöðvað og bannað á Íslandi, eins og hjá flestum öðrum vestrænum þjóðum. Hjá þessum þjóðum réðu mannúð og dýraverndunarsjónarmið, en þessi „búgrein‟ byggir á heiftarlegri meðferð á dýrunum, eins og öllum er kunnugt, sem vita vilja. Nú hafi Danir, Hollendingar, Spánverjar og Írar líka tekið af skarið og látið aflífa alla minka í sínum löndum, annars vegar, vegna COVID-19 smitahættu - menn-dýr-menn - hins vegar, væntanlega, vegna þess dýraníðs, sem hér er á ferð. Ég nefndi við þig í tölvupóstinum 17. desember, að ég hefði séð frétt á ZDF, annarri tveggja þýzku ríkissjónvarpsstöðvanna, 16. desember, þar sem sýnt var - en myndir höfðu verið teknar með falinni myndavél á „minkabúgörðum‟ í Póllandi - hvernig staðið er að aflífun dýranna, en hún fer fram með eiturgasi, eins og ég minnti á og þú auðvitað veizt. „Minkabændur‟ fullyrða, að dýrin sofni átakalaust og sársaukalaust við „gösun”. Hér fyrir neðan er hlekkur að myndbandinu, sem ZDF sjónvarpsstöðin sýndi í sínum aðal fréttatíma 16. desember. Það sýnir, að sú fullyrðing er út í hött. Dýrin, sem geta synt og kafað og eru með ofurnæmt lyktarskyn - skynja auðvitað eiturgasið strax og reyna að forðast það - æða um í aftökukassa, tryllt af hræðslu og kvöl og, þegar á líður, í krampaköstum, en sum dýranna eru enn lifandi eftir 30 mínútna „gaseitrun‟. Þá eru þau lamin til dauða, hent lifandi inn í kös annarra deyjandi eða dauðra dýra, til að drepast þar endanlega í hörmungum og kvöl, eða þá er þeim bara fleygt í aftökukassann að nýju. Það verður vart komizt nær helvíti á jörðu fyrir dýrin. https://we.tl/t-CIPyKyJmGI Ég vil ljúka þessum tilskrifum með því, að benda á frétt í MBL sl. föstudag, þar sem blaðamaður virðist telja það gott mál og góða frétt, að danskir „minkabændur”, sem nú er búið að stöðva heima fyrir, séu - fyrir milligöngu Kaupfélags Skagfirðinga - að koma einhverjum hluta starfsemi sinnar fyrir hér, en hér virðast menn enn velkomnir með þessa óiðju. Það hefur kannske frétzt til Danmerkur, að hér eru „minkabændur” verðlaunaðir og studdir með hundraða milljóna framlagi úr ríkissjóði árlega. Ekki amarlegt það. Þessi frétt segir ennfremur, að Danir séu að leita fyrir sér með nýtt minkahald á Nýfundnalandi, í Úkraínu og Litháen, en í þessum löndum virðist dýravernd vera sama hryggðar- og smánarmyndin og hér. Við ítrekum hér með þá áskorun okkar, að þú beitir þér fyrir því, að þessi hörmungar „búgrein‟ og þetta skelfilega dýraníð verði stöðvað! Takk og beztu kveðjur, Ole Anton Bieltvedt Höfundur er stofnandi og formaður félagasamtakanna Jarðarvinir.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun