„Ég er sár og ég er reiður“ Jakob Bjarnar skrifar 22. desember 2020 11:29 Viggó Haraldur Viggósson segir að nú sé verið að svipta sig og fjölskyldu sinni lífsviðurværinu. Golfhermastað hans var lokað en á meðan er fjöldi hliðstæðrar starfsemi opin. Hann telur sig mega sæta svívirðilegri mismunun. visir/vilhelm Viggó Haraldur Viggósson eigandi Golfklúbbsins telur sig mega sæta svívirðilegri mismunun. „Mér er nokkuð niðri fyrir, ég hef áhyggjur og líður ekki vel, ég er sár og ég er reiður.“ Svo hefst áhrifamikil ræða sem Viggó setti fram á Facebooksíðu sinni í gærkvöldi. Nú eru rúmir fjórir sólahringar frá því að lögreglan lokaði Golfklúbbnum, fyrirtæki Viggós, með offorsi að sögn eigandans. Með aðgerðunum er hann sviptur lífsviðurværi sínu. Vísir greindi frá því fyrir fjórum dögum þegar lögreglan lokaði stað hans, þar sem hann býður upp á að gang að golfhermum. Síðan hefur ekkert gerst Viggó til mikillar gremju. Hann telur sig mega sæta valdníðslu af hálfu lögreglu og mismunun því sambærileg starfsemi er opin. Áhrifarík ræða Viggó ritaði harðorðan pistil auk þess sem hann birtir myndbandsbrot af sér í golfhermi þar sem hann fer yfir málin. Og sendir þeim sem hann telur standa að baki aðförinni á hendur sér jökulkalda jólakveðju. Óhætt er að segja að framsetningin sé áhrifarík því milli málsgreina slær hann föst golfhögg í einum herma sinna. Líklega er Golfklúbburinn eina fyrirtækið í landinu sem hefur fengið slíka meðferð, að sögn Viggós. Hann talar um aðför sem eigi sér enga stoð í lögum. „Lögreglu hefði verið í lófa lagið að beita öðrum aðferðum, en kaus að sparka á versta stað.“ Viggó Haraldur segir aðferðina eitt en hvernig þetta allt er til komið annað. „Samkvæmt dagbók lögreglu, en það er eina opinbera gagnið sem ég hef í málinu, er aðförin gerð að áeggjan ÍSÍ. Þar segir orðrétt „Fyrr í dag kom ábending frá ÍSÍ að umræddur staður væri með golfherma opna…“! Hvernig má það vera að ÍSÍ fari fram með þessum hætti?“ spyr Viggó en fær engin svör. Aðrir sambærilegir staðir opnir Viggó segir blasa við að hann megi sæta mismunun. Lokað hafi verið hjá sér með „leifturaðgerð“, fólk hafi ekki einu sinni fengið að gera upp, svo mikið lá á að loka. En hvað með aðra sambærilega starfsemi? Gildi sama hættumatið þar, spyr Viggó. „Keiluhöllin starfar áfram óáreitt; ég hefði átt von á því að sveitin sem lokaði hjá mér hefði farið rakleiðis yfir götuna til að skella í lás þar. Sama gildir um Minigarðinn (minigolf), Bullseye (pílustaður), Rush (trampólíngarður), Flyover Iceland (flughermir), Golfsvítan (golfhermar), Golffélagið (golfhermar), kvikmyndahús o.s.frv. Nú þá mega æfingasvæðin Básar og Hraunkot vera opin.“ Viggó segir ekki vera að benda á þessa staði svo rokið verði til og þeim lokað. „Þvert á móti þá er ég að kalla eftir því að fá að vera opinn eins og þeir.“ Viggó segist blasa við að hann eigi engra annarra úrkosta völ en leita réttar síns. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
„Mér er nokkuð niðri fyrir, ég hef áhyggjur og líður ekki vel, ég er sár og ég er reiður.“ Svo hefst áhrifamikil ræða sem Viggó setti fram á Facebooksíðu sinni í gærkvöldi. Nú eru rúmir fjórir sólahringar frá því að lögreglan lokaði Golfklúbbnum, fyrirtæki Viggós, með offorsi að sögn eigandans. Með aðgerðunum er hann sviptur lífsviðurværi sínu. Vísir greindi frá því fyrir fjórum dögum þegar lögreglan lokaði stað hans, þar sem hann býður upp á að gang að golfhermum. Síðan hefur ekkert gerst Viggó til mikillar gremju. Hann telur sig mega sæta valdníðslu af hálfu lögreglu og mismunun því sambærileg starfsemi er opin. Áhrifarík ræða Viggó ritaði harðorðan pistil auk þess sem hann birtir myndbandsbrot af sér í golfhermi þar sem hann fer yfir málin. Og sendir þeim sem hann telur standa að baki aðförinni á hendur sér jökulkalda jólakveðju. Óhætt er að segja að framsetningin sé áhrifarík því milli málsgreina slær hann föst golfhögg í einum herma sinna. Líklega er Golfklúbburinn eina fyrirtækið í landinu sem hefur fengið slíka meðferð, að sögn Viggós. Hann talar um aðför sem eigi sér enga stoð í lögum. „Lögreglu hefði verið í lófa lagið að beita öðrum aðferðum, en kaus að sparka á versta stað.“ Viggó Haraldur segir aðferðina eitt en hvernig þetta allt er til komið annað. „Samkvæmt dagbók lögreglu, en það er eina opinbera gagnið sem ég hef í málinu, er aðförin gerð að áeggjan ÍSÍ. Þar segir orðrétt „Fyrr í dag kom ábending frá ÍSÍ að umræddur staður væri með golfherma opna…“! Hvernig má það vera að ÍSÍ fari fram með þessum hætti?“ spyr Viggó en fær engin svör. Aðrir sambærilegir staðir opnir Viggó segir blasa við að hann megi sæta mismunun. Lokað hafi verið hjá sér með „leifturaðgerð“, fólk hafi ekki einu sinni fengið að gera upp, svo mikið lá á að loka. En hvað með aðra sambærilega starfsemi? Gildi sama hættumatið þar, spyr Viggó. „Keiluhöllin starfar áfram óáreitt; ég hefði átt von á því að sveitin sem lokaði hjá mér hefði farið rakleiðis yfir götuna til að skella í lás þar. Sama gildir um Minigarðinn (minigolf), Bullseye (pílustaður), Rush (trampólíngarður), Flyover Iceland (flughermir), Golfsvítan (golfhermar), Golffélagið (golfhermar), kvikmyndahús o.s.frv. Nú þá mega æfingasvæðin Básar og Hraunkot vera opin.“ Viggó segir ekki vera að benda á þessa staði svo rokið verði til og þeim lokað. „Þvert á móti þá er ég að kalla eftir því að fá að vera opinn eins og þeir.“ Viggó segist blasa við að hann eigi engra annarra úrkosta völ en leita réttar síns.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira