Ráðgjafi vissi af og varaði við hættunni á tölvuárás Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. desember 2020 23:30 Rússar eru taldir viðriðnir árásina, sem er afar umfangsmikil. Michael Bocchieri/Getty Fyrrverandi öryggisráðgjafi hjá SolarWinds, fyrirtæki sem selur fjölmörgum bandarískum stofnunum og fyrirtækjum hugbúnaðartól til stjórnunar tölvukerfa, segist hafa varað við þeim göllum sem tölvuþrjótar nýttu sér til þess að fremja gífurlega umfangsmikla tölvuárás, sem talið er að Rússar beri ábyrgð á. Frá þessu greinir fréttastofa Bloomberg. Þar er haft eftir ráðgjafanum, Ian Thornton-Trump, að hann hafi reynt að vara við þeim ógnum sem kynni að steðja að öryggi viðskiptavina þeirra. Hann hafi hins vegar verið hundsaður af stjórnendum SolarWinds. Bloomberg vísar þá til 23 síðna glærusýningar sem Thornton-Trump á að hafa sýnt æðstu mönnum fyrirtækisins árið 2017. Þar er hann sagður hafa mælt með því að fyrirtækið réði sérstakan yfirmann netöryggismála. Hann hafi sagt stjórnendum að framtíð fyrirtækisins stæði og félli viðleitni fyrirtækisins til netöryggis. Mánuði eftir að hann kom með tillöguna segist Thornton-Trump hafa hætt vinnu sinni fyrir fyrirtækið, þar sem hann hafi haft það á tilfinningunni að stjórnendur hafi ekki haft áhuga á breytingum sem myndu „hafa raunveruleg áhrif.“ Bloomberg hefur þá eftir Thornton-Trump, og öðrum hugbúnaðarverkfræðingi hjá SolarWinds, að öryggisgallar hjá fyrirtækinu hafi gert tölvuáras eins og þá sem uppgötvaðist á dögunum óumflýjanlega. Margar stofnanir orðið fyrir áhrifum Árásin sem um ræðir er talin hafa staðið yfir í marga mánuði, án þess að nokkur hafi orðið hennar var. Netöryggisstofnun Bandaríkjanna hefur lýst árásinni sem alvarlegri ógn við hið opinbera og fyrirtæki í Bandaríkjunum. Talið er að tölvuþrjótarnir sem að baki árásinni standa hafi brotið sér leið inn í tölvukerfi SolarWinds. Þeir hafi svo smitað uppfærslur frá fyrirtækinu með eigin hugbúnaði, og þannig öðlast aðgang, og í sumum tilfellum stjórn, að tölvukerfum sem notuðust við uppfærslurnar. Meðal annars hefur verið greint frá því að stofnanir sem hafa umsjón með kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna telji þrjótana hafa aðgang að tölvukerfum þeirra. Rússar taldir bera ábyrgð Þá hefur verið greint frá því að Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætli að refsa yfirvöldum Rússlands vegna árásarinnar, en þau eru talin standa að baki henni. Sjá einnig: Segir Biden ætla að refsa Rússum fyrir tölvuárásina umfangsmiklu Þær aðgerðir sem Biden er sagður ætla að grípa til felast ekki eingöngu í hefðbundnum viðskiptaþvingunum, heldur einnig aðgerðaráætlunum sem munu miða að því að draga úr getu Rússa til að framkvæma tölvuárásir, að því er haft hefur verið eftir Ron Klain, starfsmannastjóra Bidens. Hann hefur einnig sagt að mögulegt sé að sambærilegum tölvuárásum verði beint gegn Rússum. Þó að flestir embættismenn í Bandaríkjunum sem hafa tjáð sig um málið segi að spjótin beinist að Rússum er Donald Trump, fráfarandi forseti, á öðru máli. Hann telur að kínversk yfirvöld kunni að bera ábyrgð. Eins hefur hann látið hafa eftir sér að árásin sé ekki alvarleg, þvert á það sem netöryggisstofnun Bandaríkjanna hefur sagt. Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Netöryggi Tengdar fréttir Segir Biden ætla að refsa Rússum fyrir tölvuárásina umfangsmiklu Þegar Joe Biden verður forseti Bandaríkjanna í næsta mánuði, mun hann refsa yfirvöldum Rússlands vegna gífurlega umfangsmikillar tölvuárásar sem Rússar eru taldir bera ábyrgð á. Ron Klain, starfsmannastjóri Bidens, segir að þeim sem beri ábyrgð á árásinni verði refsað. 21. desember 2020 09:36 Lýst sem verstu tölvuárás í sögu Bandaríkjanna Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sífellt meiri áhyggjur af tölvuárás sem virðist hafa staðið yfir gegn bandarískum stofnunum í marga mánuði, án þess að einhver hafi orðið þess var. Netöryggisstofnun Bandaríkjanna sagði í kvöld að árásin væri alvarleg ógn gagnvart hinu opinbera og fyrirtækjum. 17. desember 2020 22:14 Beina sjónum sínum að Rússum eftir umfangsmikla tölvuárás Bandarísk yfirvöld segja umfangsmikla tölvuárás nú standa yfir á þarlendar opinberar stofnanir. Er sjónum nú beint að rússneskum tölvuþrjótum og eiga þeir að hafa fylgst með tölvupóstsamskiptum meðal annars innan bandaríska fjármála- og viðskiptaráðuneytisins. 17. desember 2020 09:19 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Frá þessu greinir fréttastofa Bloomberg. Þar er haft eftir ráðgjafanum, Ian Thornton-Trump, að hann hafi reynt að vara við þeim ógnum sem kynni að steðja að öryggi viðskiptavina þeirra. Hann hafi hins vegar verið hundsaður af stjórnendum SolarWinds. Bloomberg vísar þá til 23 síðna glærusýningar sem Thornton-Trump á að hafa sýnt æðstu mönnum fyrirtækisins árið 2017. Þar er hann sagður hafa mælt með því að fyrirtækið réði sérstakan yfirmann netöryggismála. Hann hafi sagt stjórnendum að framtíð fyrirtækisins stæði og félli viðleitni fyrirtækisins til netöryggis. Mánuði eftir að hann kom með tillöguna segist Thornton-Trump hafa hætt vinnu sinni fyrir fyrirtækið, þar sem hann hafi haft það á tilfinningunni að stjórnendur hafi ekki haft áhuga á breytingum sem myndu „hafa raunveruleg áhrif.“ Bloomberg hefur þá eftir Thornton-Trump, og öðrum hugbúnaðarverkfræðingi hjá SolarWinds, að öryggisgallar hjá fyrirtækinu hafi gert tölvuáras eins og þá sem uppgötvaðist á dögunum óumflýjanlega. Margar stofnanir orðið fyrir áhrifum Árásin sem um ræðir er talin hafa staðið yfir í marga mánuði, án þess að nokkur hafi orðið hennar var. Netöryggisstofnun Bandaríkjanna hefur lýst árásinni sem alvarlegri ógn við hið opinbera og fyrirtæki í Bandaríkjunum. Talið er að tölvuþrjótarnir sem að baki árásinni standa hafi brotið sér leið inn í tölvukerfi SolarWinds. Þeir hafi svo smitað uppfærslur frá fyrirtækinu með eigin hugbúnaði, og þannig öðlast aðgang, og í sumum tilfellum stjórn, að tölvukerfum sem notuðust við uppfærslurnar. Meðal annars hefur verið greint frá því að stofnanir sem hafa umsjón með kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna telji þrjótana hafa aðgang að tölvukerfum þeirra. Rússar taldir bera ábyrgð Þá hefur verið greint frá því að Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætli að refsa yfirvöldum Rússlands vegna árásarinnar, en þau eru talin standa að baki henni. Sjá einnig: Segir Biden ætla að refsa Rússum fyrir tölvuárásina umfangsmiklu Þær aðgerðir sem Biden er sagður ætla að grípa til felast ekki eingöngu í hefðbundnum viðskiptaþvingunum, heldur einnig aðgerðaráætlunum sem munu miða að því að draga úr getu Rússa til að framkvæma tölvuárásir, að því er haft hefur verið eftir Ron Klain, starfsmannastjóra Bidens. Hann hefur einnig sagt að mögulegt sé að sambærilegum tölvuárásum verði beint gegn Rússum. Þó að flestir embættismenn í Bandaríkjunum sem hafa tjáð sig um málið segi að spjótin beinist að Rússum er Donald Trump, fráfarandi forseti, á öðru máli. Hann telur að kínversk yfirvöld kunni að bera ábyrgð. Eins hefur hann látið hafa eftir sér að árásin sé ekki alvarleg, þvert á það sem netöryggisstofnun Bandaríkjanna hefur sagt.
Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Netöryggi Tengdar fréttir Segir Biden ætla að refsa Rússum fyrir tölvuárásina umfangsmiklu Þegar Joe Biden verður forseti Bandaríkjanna í næsta mánuði, mun hann refsa yfirvöldum Rússlands vegna gífurlega umfangsmikillar tölvuárásar sem Rússar eru taldir bera ábyrgð á. Ron Klain, starfsmannastjóri Bidens, segir að þeim sem beri ábyrgð á árásinni verði refsað. 21. desember 2020 09:36 Lýst sem verstu tölvuárás í sögu Bandaríkjanna Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sífellt meiri áhyggjur af tölvuárás sem virðist hafa staðið yfir gegn bandarískum stofnunum í marga mánuði, án þess að einhver hafi orðið þess var. Netöryggisstofnun Bandaríkjanna sagði í kvöld að árásin væri alvarleg ógn gagnvart hinu opinbera og fyrirtækjum. 17. desember 2020 22:14 Beina sjónum sínum að Rússum eftir umfangsmikla tölvuárás Bandarísk yfirvöld segja umfangsmikla tölvuárás nú standa yfir á þarlendar opinberar stofnanir. Er sjónum nú beint að rússneskum tölvuþrjótum og eiga þeir að hafa fylgst með tölvupóstsamskiptum meðal annars innan bandaríska fjármála- og viðskiptaráðuneytisins. 17. desember 2020 09:19 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Segir Biden ætla að refsa Rússum fyrir tölvuárásina umfangsmiklu Þegar Joe Biden verður forseti Bandaríkjanna í næsta mánuði, mun hann refsa yfirvöldum Rússlands vegna gífurlega umfangsmikillar tölvuárásar sem Rússar eru taldir bera ábyrgð á. Ron Klain, starfsmannastjóri Bidens, segir að þeim sem beri ábyrgð á árásinni verði refsað. 21. desember 2020 09:36
Lýst sem verstu tölvuárás í sögu Bandaríkjanna Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sífellt meiri áhyggjur af tölvuárás sem virðist hafa staðið yfir gegn bandarískum stofnunum í marga mánuði, án þess að einhver hafi orðið þess var. Netöryggisstofnun Bandaríkjanna sagði í kvöld að árásin væri alvarleg ógn gagnvart hinu opinbera og fyrirtækjum. 17. desember 2020 22:14
Beina sjónum sínum að Rússum eftir umfangsmikla tölvuárás Bandarísk yfirvöld segja umfangsmikla tölvuárás nú standa yfir á þarlendar opinberar stofnanir. Er sjónum nú beint að rússneskum tölvuþrjótum og eiga þeir að hafa fylgst með tölvupóstsamskiptum meðal annars innan bandaríska fjármála- og viðskiptaráðuneytisins. 17. desember 2020 09:19