Fá að bjóða upp á útiæfingar eftir allt saman Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. desember 2020 17:51 Stöðinni var gert að loka um helgina þar sem lögregla mat það svo að útiæfingar væru óheimilar. CrossFit-stöðvum er heimilt að verða með útiæfingar fyrir iðkendur sína samkvæmt núgildandi samkomutakmörkunum. Yfirþjálfari hjá CrossFit Kötlu hefur fengið þetta staðfest, en lögregla gerði stöðinni að loka um helgina og sagði útiæfingar óheimilar. „Ég heyrði bara í lögreglunni, sem staðfesti að það hefði komið tölvupóstur um að þetta væri heimilt,“ segir Brynjar Helgi Ingólfsson, yfirþjálfari hjá CrossFit Kötlu. Hann hafi í kjölfarið fengið staðfestingu frá heilbrigðisráðuneytinu um að útiæfingar væru heimilar, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Stöðvar mega bjóða upp á útiæfingar svo lengi sem fjöldatakmarkanir upp á tíu manns eru virtar og tveir metrar eru á milli fólks, líkt og samkomubann vítt og breitt um landið gerir ráð fyrir. Þá er sett það viðbótarskilyrði að engir aðrir en þjálfarar sæki búnað inn í stöðvarnar og komi með út. Brynjar segir að aðstæður til útiæfinga séu með góðu móti hjá stöðinni. Brynjar Helgi kveðst ánægður að geta hafið æfingar að nýju.Facebook „Við erum bæði á bílaplaninu fyrir ofan hús og svo ef það er rigning erum við með bílastæði undir þaki, þannig að við getum verið í skjóli þar,“ segir Brynjar. Hann bætir því við að útiæfingar hjá stöðinni hefjist aftur á morgun, eftir að henni var lokað á laugardag. Eins segist hann skilja að lögreglan hafi getað túlkað reglurnar á þann hátt að útiæfingar væru óheimilar. „Það er allavega búið að úrskurða um þetta, þannig það er engin spurning um þetta núna,“ segir Brynjar og kveðst ánægður að geta hafið útiæfingar að nýju. CrossFit Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
„Ég heyrði bara í lögreglunni, sem staðfesti að það hefði komið tölvupóstur um að þetta væri heimilt,“ segir Brynjar Helgi Ingólfsson, yfirþjálfari hjá CrossFit Kötlu. Hann hafi í kjölfarið fengið staðfestingu frá heilbrigðisráðuneytinu um að útiæfingar væru heimilar, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Stöðvar mega bjóða upp á útiæfingar svo lengi sem fjöldatakmarkanir upp á tíu manns eru virtar og tveir metrar eru á milli fólks, líkt og samkomubann vítt og breitt um landið gerir ráð fyrir. Þá er sett það viðbótarskilyrði að engir aðrir en þjálfarar sæki búnað inn í stöðvarnar og komi með út. Brynjar segir að aðstæður til útiæfinga séu með góðu móti hjá stöðinni. Brynjar Helgi kveðst ánægður að geta hafið æfingar að nýju.Facebook „Við erum bæði á bílaplaninu fyrir ofan hús og svo ef það er rigning erum við með bílastæði undir þaki, þannig að við getum verið í skjóli þar,“ segir Brynjar. Hann bætir því við að útiæfingar hjá stöðinni hefjist aftur á morgun, eftir að henni var lokað á laugardag. Eins segist hann skilja að lögreglan hafi getað túlkað reglurnar á þann hátt að útiæfingar væru óheimilar. „Það er allavega búið að úrskurða um þetta, þannig það er engin spurning um þetta núna,“ segir Brynjar og kveðst ánægður að geta hafið útiæfingar að nýju.
CrossFit Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21