Nýsmituð tengjast vinahópum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2020 14:20 Alma Möller, landlæknir. Vísir/vilhelm Þau sem hafa verið að greinast með kórónuveiruna síðustu daga tengjast vinahópum, að sögn landlæknis. Vísbendingar eru um að faraldurinn sé á uppleið. Vel má vera að þegar búið er að bólusetja mestu áhættuhópa verði hægt að slaka á sóttvarnaaðgerðum. Sjö greindust innanlands með kórónuveiruna í gær, fimm voru í sóttkví. Alma Möller landlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að vísbendingar væru um að faraldurinn sé í vexti. Allir verði að halda áfram að passa upp á persónulegar sóttvarnir og halda sig sem mest heima. „Þeir sem eru að greinast tengjast vinahópum og það hefur gengið vel að rekja flest smit. Það er spurning hvort faraldurinn er á uppleið og rétt að minna á að það þarf lítið til að afturkippur komi í faraldurinn en tölur næstu daga munu taka af vafa um það,“ sagði Alma. Hún benti á að hlutfall jákvæðra sýna hefði verið 0,4 prósent fyrir nokkrum dögum en verið 0,9 prósent í gær. Innt eftir því hvort raunhæft væri að halda íþyngjandi sóttvarnaaðgerðum áfram næstu mánuði, í ljósi þess að talsvert er enn í land varðandi bólusetningu, sagði Alma að enn væri mikil óvissa í þeim efnum. „En auðvitað verður reynt að létta hömlum í takti við framþróun bólusetninga. Og það er ekki tímabært að segja það á þessari stundu en það má vel vera að þegar búið er að bólusetja þá sem eru í stærstu áhættuhópunum, aldraða og þá sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma, að þá verði eitthvað hægt að slaka á. En nákvæmlega í hvernig skrefum eða tímasetningu þess er ekki tímabært að ræða en það hefur auðvitað verið leiðarljós allan faraldurinn að hafa ekki meira íþyngjandi aðgerðir en þörf er á,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var kominn á sinn stað á upplýsingafund Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis í morgun. Víðir hafði staðið vaktina í langflestum fundum ársins þar til hann greindist með Covid-19 í nóvember. Fundurinn í dag var sá 148. í röðinni. 21. desember 2020 13:32 Telja hagsmunum Íslands betur borgið með 445 milljónunum í ESB Íslensk stjórnvöld telja sig hafa tryggt bóluefni fyrir alla þjóðina og sjá fyrir sér að hægt verði að bólusetja meginhluta þjóðarinnar á næstu mánuðum. Þá telja stjórnvöld að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið í samstarfi við hið fjölmenna Evrópusamband. Einnig hefði verið nær ómögulegt að sjá það fyrir í vor að Pfizer ætti eftir að taka forystuna í bóluefnakapphlaupinu. 21. desember 2020 13:32 Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. 21. desember 2020 10:53 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Sjá meira
Sjö greindust innanlands með kórónuveiruna í gær, fimm voru í sóttkví. Alma Möller landlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að vísbendingar væru um að faraldurinn sé í vexti. Allir verði að halda áfram að passa upp á persónulegar sóttvarnir og halda sig sem mest heima. „Þeir sem eru að greinast tengjast vinahópum og það hefur gengið vel að rekja flest smit. Það er spurning hvort faraldurinn er á uppleið og rétt að minna á að það þarf lítið til að afturkippur komi í faraldurinn en tölur næstu daga munu taka af vafa um það,“ sagði Alma. Hún benti á að hlutfall jákvæðra sýna hefði verið 0,4 prósent fyrir nokkrum dögum en verið 0,9 prósent í gær. Innt eftir því hvort raunhæft væri að halda íþyngjandi sóttvarnaaðgerðum áfram næstu mánuði, í ljósi þess að talsvert er enn í land varðandi bólusetningu, sagði Alma að enn væri mikil óvissa í þeim efnum. „En auðvitað verður reynt að létta hömlum í takti við framþróun bólusetninga. Og það er ekki tímabært að segja það á þessari stundu en það má vel vera að þegar búið er að bólusetja þá sem eru í stærstu áhættuhópunum, aldraða og þá sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma, að þá verði eitthvað hægt að slaka á. En nákvæmlega í hvernig skrefum eða tímasetningu þess er ekki tímabært að ræða en það hefur auðvitað verið leiðarljós allan faraldurinn að hafa ekki meira íþyngjandi aðgerðir en þörf er á,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var kominn á sinn stað á upplýsingafund Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis í morgun. Víðir hafði staðið vaktina í langflestum fundum ársins þar til hann greindist með Covid-19 í nóvember. Fundurinn í dag var sá 148. í röðinni. 21. desember 2020 13:32 Telja hagsmunum Íslands betur borgið með 445 milljónunum í ESB Íslensk stjórnvöld telja sig hafa tryggt bóluefni fyrir alla þjóðina og sjá fyrir sér að hægt verði að bólusetja meginhluta þjóðarinnar á næstu mánuðum. Þá telja stjórnvöld að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið í samstarfi við hið fjölmenna Evrópusamband. Einnig hefði verið nær ómögulegt að sjá það fyrir í vor að Pfizer ætti eftir að taka forystuna í bóluefnakapphlaupinu. 21. desember 2020 13:32 Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. 21. desember 2020 10:53 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Sjá meira
„Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var kominn á sinn stað á upplýsingafund Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis í morgun. Víðir hafði staðið vaktina í langflestum fundum ársins þar til hann greindist með Covid-19 í nóvember. Fundurinn í dag var sá 148. í röðinni. 21. desember 2020 13:32
Telja hagsmunum Íslands betur borgið með 445 milljónunum í ESB Íslensk stjórnvöld telja sig hafa tryggt bóluefni fyrir alla þjóðina og sjá fyrir sér að hægt verði að bólusetja meginhluta þjóðarinnar á næstu mánuðum. Þá telja stjórnvöld að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið í samstarfi við hið fjölmenna Evrópusamband. Einnig hefði verið nær ómögulegt að sjá það fyrir í vor að Pfizer ætti eftir að taka forystuna í bóluefnakapphlaupinu. 21. desember 2020 13:32
Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. 21. desember 2020 10:53