Ummæli ársins 2020: Þetta Covid sem enginn þekkti, hlýðnir Akureyringar og sauðfjárbúskapur sem lífsstíll Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2020 09:01 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og rapparinn Emmsjé Gauti eiga nokkur af ummælum ársins að mati Vísis. Vísir Líkt og undanfarin ár rifjar Vísir upp eftirminnileg ummæli sem fallið hafa á árinu sem er að líða. Í flestum þeirra endurspeglast nokkur af stærri fréttamálum ársins. Eins og ef til vill við var að búast er kórónuveirufaraldurinn nokkuð fyrirferðarmikill og ummæli sem tengjast honum með einum eða öðrum hætti. Þá má geta þess að samantektin er ekki tæmandi. „Ég hlýði Víði“ Við byrjum þessa yfirferð okkar á setningu sem er kannski meira eins og frasi eða slagorð frekar en ummæli. Frasinn féll ekki við neitt sérstakt tilefni heldur tók flugið á samfélagsmiðlum þegar Birgir Ómarsson bjó til sérstakt snið fyrir forsíðumyndir á Facebook með þessum orðum. Nefndur Víðir er auðvitað Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sem verið hefur í framvarðasveitinni í baráttunni gegn kórónuveirunni. Í lok mars, þegar mánuður var síðan fyrsta staðfesta tilfellið kom upp hér á landi, hafði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, minnt landann á að baráttan væri ekki búin. Ragnar Freyr Ingvarsson yfirlæknir Covid-19 deildar LSH fékk fyrsta „Ég hlýði Víði“-bolinn afhentan.Aðsend Sagði hún að málið snerist um að hlýða Víði. Hann hafði þá fengið mikið lof fyrir framgöngu sína og ekki hvað síst fyrir skilaboð sín til þjóðarinnar í lok hvers upplýsingafundar þar sem hann brýndi sóttvarnareglurnar fyrir almenningi og mikilvægi þess að fara eftir þeim. Fjölmargir settu síðan snið fyrrnefnds Birgis á Facebook-forsíðumyndina auk þess sem framleiddir voru stuttermabolir með áletruninni „Ég hlýði Víði“. Bolirnir byggðu á hönnun Birgis og rann ágóðinn af sölu þeirra til Vonar, styrktarfélags gjörgæslu Landspítalans. „Af og til verður hún ofboðslega hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“ Annar maður sem einnig hefur verið í framvarðasveitinni í baráttunni gegn Covid-19 er Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirtæki hans hóf að skima fyrir veirunni og raðgreina hana í mars og er ekki ofsögum sagt að sú vinna hafi haft mikla þýðingu fyrir það hvernig gengið hefur að eiga við faraldurinn hér á landi. Samstarf ÍE og yfirvalda hefur þó ekki gengið alveg snuðrulaust fyrir sig og hefur Kári ekki hikað við að gagnrýna stjórnvöld þegar honum hefur sýnst sem svo að gera megi betur. Ummælin hér fyrir framan lét Kári falla í Kastljósviðtali í lok maí. Sú sem hann ræddi um var Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Í viðtalinu sagði Kári að ÍE myndi ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli ef sú skimun yrði unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. Sagði hann samskipti ÍE við ráðuneytið á þann veg að fyrirtækið treysti sér ekki til þess. Kári vísaði meðal annars til þess að á síðasta upplýsingafundi landlæknis og almannavarna hefði heilbrigðisráðherra þakkað öllum sem komið hefðu að viðbrögðum við faraldrinum nema ÍE. „Þetta móðgaði fólkið niðri í Vatnsmýri að því marki að fólkið niðri í Vatnsmýri sagði ,Jæja, ef það stendur til að fara að skima einhvers staðar þá verða það aðrir heldur en við,“ sagði Kári og kvaðst ekki vita um ástæðu þess að hann og annað starfsfólk fyrirtækisins fékk ekki þakkir fyrir starf sitt. „Svandís er feykilega góður heilbrigðismálaráðherra. Ég held að hún sé besti heilbrigðismálaráðherra sem við höfum haft í langan tíma. Hún er dugleg, hún er góður baráttumaður fyrir sínum málaflokki, en af og til verður hún ofboðslega hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa sem ætlar ekki að láta neinn segja sér nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Kári. Allt fór vel að lokum þar sem ÍE kom að skimun á landamærunum þegar hún hófst í júní síðastliðnum. „Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“ Þetta skrifaði rapparinn Emmsjé Gauti á Twitter í lok júlí á meðan á blaðamannafundi stóð þar sem verið var að kynna hertar aðgerðir vegna útbreiðslu faraldursins. Rey Cup er fótboltamót sem haldið er á hverju sumri í Laugardalnum og var árið í ár engin undantekning en einstaklingur sem var á mótinu greindist með kórónuveiruna. Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020 Yfir þúsund manns „lækuðu“ færslu Gauta á Twitter en ekki voru þó allir sáttir með ummælin. Rapparinn ræddi málið í Reykjavík síðdegis og sagði erfitt að hlæja ekki að því. Færslan hefði verið sett fram í gríni og viðbrögðin ofsafengnari en hann átti von á. Hann sagðist hafa ákveðið að biðjast afsökunar en afsökunarbeiðnin var þó kaldhæðnisleg í ljósi þess að Gauta þótti fyrri færslan ekki svo alvarleg. Lýsti hann því yfir að hann bæði alla krakkaskíta landsins afsökunar. Síðan hafa fleiri Twitter-notendur nýtt sér orðalag Gauta til að tjá sig um stöðuna í faraldrinum eins og sjá má dæmi um hér fyrir neðan. Eins gott að það hafi verið gaman á hiphop tónleikunum á Laugavegi litlu skítarnir ykkar.— Arnór Bogason, í alvöru! (@arnorb) December 13, 2020 jæja ég verð þá bara eitt inni hjá mér og hitti engan í þrjú ár í viðbót, ekki málið, eins gott að það hafi verið gaman í bústað litlu skítarnir ykkarhttps://t.co/C3bIfAqI5h— Reyn Alpha (@haframjolk) December 20, 2020 „Akureyringar fylgja reglum“ „Það er ástæða fyrir því að hér er lítið um smit. Fólk fer mjög varlega. Akureyringar fylgja reglum. Og það er ástæða fyrir því að faraldurinn hefur ekki leikið okkur verr en hann hefur gert hingað til.“ Þetta sagði Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, í kvöldfréttum RÚV þann 6. október en þann dag höfðu yfirvöld tilkynnt um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem faraldurinn var í mikilli uppsveiflu. Samhliða var landsmönnum öllum ráðlagt frá því að ferðast til og frá höfuðborginni. Í kvöldfréttum RÚV sagðist Ásthildur ekki óttast að höfuðborgarbúar myndu flykkjast út á land þegar aðgerðir yrðu hertar. Fá staðfest smit voru á þessum tíma á Akureyri og sagði Ásthildur eina ástæðuna vera þá að Akureyringar fylgdu reglum. Þau ummæli vöktu undrun og furðu og sögðu sumir þau merki um yfirlæti. „Akureyringar eru sko bestir...í að verða ekki lasnir. Langbestir,“ skrifaði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, til að mynda á Twitter-reikning sinn. Síðar sama kvöld birti Ásthildur Facebook-færslu þar sem hún sagði að sér þætti leitt að hafa stuðað fólk með ummælum sínum. Hún hefði alls ekki verið að halda því fram að íbúar annarra landshluta fylgdu síður reglum en Akureyringar, þótt trú hennar á þeim síðarnefndu væri óbilandi. Togarinn Júlíus Geirmundsson kom til hafnar á Ísafirði í október.Vísir/Hafþór „Það þekkti enginn þetta Covid“ Þessi ummæli lét Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, falla í viðtali við fréttastofu þann 25. október þegar mál togarans Júlíusar Geirmundssonar og skipverja þar stóð sem hæst. 22 af 25 skipverjum Júllans, eins og skipið er gjarnan kallað, smituðust af kórónuveirunni í þriggja vikna túr togarans í október. Á öðrum degi túrsins var ljóst að einn hásetanna var með kveflík einkenni og um tveimur vikum síðar voru fleiri orðnir veikir um borð. Þá var farið í að skipuleggja sýnatökur í landi og ákveðið að snúa til hafnar. Skipið kom til hafnar 20. október. Daginn eftir ræddi fréttastofa við Einar Val sem vildi ekki svara því hvers vegna togaranum var ekki snúið til hafnar um leið og bera fór á veikindum skipverja nokkrum vikum fyrr. Um kvöldið sendi Hraðfrystihúsið svo frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að kalla hefði átt togarann til hafnar fyrr og senda alla áhöfn skipsins í skimun fyrir kórónuveirunni. „Þetta er nýtt. Það þekkti enginn þetta Covid. Við vissum ekki hvað það var. Og þetta er eins og ég segi, fyrsta Covidið sem kemur í fyrirtækið hjá okkur. Við höfum blessunarlega verið laus við þetta og ekki þekkt þetta. Þannig að þetta er okkur öllum mikið áfall og hugur okkar er hjá þeim sem hafa veikst,“ sagði Einar Valur. „Jæja, þá erum við búin að koma á helv Kópasker“ Svo hljóðaði orðsending sem leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir setti á Instagram-síðu sína í sumar en þessi orð hennar og önnur til þar sem hún ráðlagði fólki frá því að fara til Kópaskers og Raufarhafnar fóru ekki vel í íbúa á Melrakkasléttu. Þórdís var á ferð um landið með leikhópnum Lottu og tók ummælin umdeildu út auk þess sem leikhópurinn baðst auðmjúkt afsökunar. „Sá leiði atburður átti sér stað að svartur og illskiljanlegur „húmor“ hjá litlu Lottunni okkar henni Dísu, sem hún birti á sínum persónulega reikningi, fór í dreifingu. Þar skrifaði hún inná myndir af sér skælbrosandi og skreyttar broskörlum: „Jæja, þá erum við búin að koma á helv Kópasker“ og „Keyrðum á Kópasker og Raufarhöfn bara til að geta tékka það af listanum, mæli alls ekki með að koma hingað, bara alls alls ekki gera það“. Slík ummæli eru alls ekki viðeigandi hvernig sem þau eru meint og ekki í anda Lottu, enda ekki frá hópnum komin. Sem betur fer sagði Dísa líka fallega og sanna hluti úr ferðalaginu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu frá hópnum. FYRIRGEFIÐ ELSKU VINIR OKKAR Á RAUFARHÖFN, KÓPASKERI OG ALLIR HINIR. Leikhópurinn Lotta vill taka sérstaklega fram að...Posted by Leikhópurinn Lotta on Sunday, July 19, 2020 Nokkrum dögum síðar var svo greint frá því að Þórdísi hefðu borist hótanir um ofbeldi og nauðgun í kjölfar ummælanna. Hún sagðist ætla að kæra hótanirnar til lögreglu. „Við Willum þekkjum alveg hver stjórnar. Og það er ekki Katrín“ Þetta sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í byrjun október. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var meðal annars til umræðu og var Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, einnig til viðtals í þættinum. Í umræðunum var Ágúst Ólafur að benda á að Samfylkingin hefði kallað eftir því að ríkisstjórnin ætti að leita metnaðarfyllri leiða til að skapa störf. Það ætti bæði við í opinbera geiranum og á einkamarkaði þar sem þörfin væri fyrir hendi. Ágúst Ólafur sagði svo að „allar ríkisstjórnir í heimi [séu] að fara þessa leið, nema ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Hann telur…“ Þá greip Kristján Kristjánsson, þáttastjórnandi, inn í: „Við köllum þetta nú venjulega ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Hún er forsætisráðherra.“ Ágúst Ólafur sagði þá: „Við Willum þekkjum alveg hver stjórnar. Og það er ekki Katrín.“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, vakti athygli á þessum ummælum þingmannsins á Twitter og deildi Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, því tísti með þessum orðum: „Botnlaus kvenfyrirlitning. Og ekki í fyrsta sinn.“ Síðar sama dag og Vísir greindi frá tísti ráðherra baðst Ágúst Ólafur afsökunar á orðum sínum. „Ég ætlaði mér ekki að gagnrýna eða draga í efa forystuhæfileika Katrínar sem ég ber mikla virðingu fyrir heldur var ætlunin að gagnrýna pólitík Sjálfstæðisflokksins, sem mér finnst ráða of miklu í áherslum þessarar ríkisstjórnar, sérstaklega í fjárlögum og fjármálaáætlun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með málaflokkinn,“ sagði Ágúst Ólafur meðal annars í Facebook-færslu sinni um málið. E g vil biðjast afso kunar a orðum mi num i Sprengisandi a Bylgjunni i gær. E g komst illa að orði og þykir leitt að...Posted by Ágúst Ólafur Ágústsson on Monday, October 5, 2020 „Mjólk er fyrir kálfa, ekki börn“ Þetta sagði Þórunn Pétursdóttir, bæjarfulltrúi hjá „Okkar Hveragerði“, í samtali við fréttastofu síðasta vetur en hún hafði þá setið hjá þegar bæjarstjórn samþykkti næringarstefnu fyrir grunn- og leikskóla bæjarins. Sagði Þórunn kalk úr mjólk ekki besta kalkgjafann sem völ væri á en í næringarstefnunni er börnum í Hveragerði ráðlagt að drekka tvö glös af mjólk á dag til að tryggja kalkinntöku. „Ég get bara ekki skrifað upp á það að við eigum að ráðleggja mjólkurdrykkjum til að tryggja kalkinntöku. Það eru skiptar skoðanir á hollustu mjólkur yfir höfuð og það eru svo margar aðrar leiðir til að tryggja kalkinntöku, til dæmis með grænu grænmeti, Sesamfræjum, baunum og möndlum. Ég tel að við ættum frekar að horfa til þess að skólafæði sé samsett þannig að það uppfylli næringarþarfir barnanna, en ekki að draga fram mjólkina umfram eitthvað annað“, sagði Þórunn og bætti við: „Ég held að mjólk sé best fyrir kálfa eins og hún er búin til upphaflega af kúnni, það er bara þannig.“ Sjálf drakk hún mikið af mjólk sem barn en drekkur ekki mjólk í dag. „Á einhver örlítill grenjandi minnihluti að hafa neitunarvald um að þjóðin megi stofna þennan þjóðgarð sinn?“ Eitt umdeildasta þingmál vetrarins er stofnun Hálendisþjóðgarðs en Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, hefur lagt fram frumvarp þess efnis. Í umræðum á Alþingi um málið í vetur kvaddi Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, sér hljóðs og flutti ræðu þar sem hann færði rök fyrir stuðningi sínum við frumvarpið. Í ræðunni talaði Steingrímur um „örlítinn grenjandi minnihluta“ og vöktu þau ummæli talsverða eftirtekt. Fólk tók til að mynda upp á því að merka forsíðumyndir sínar á Facebook með borða sem á stóð „Ég er örlítill grenjandi minnihluti“ og greinar voru ritaðar vegna ummælanna, meðal annars af Guðna Ágústssyni, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og formanns Framsóknarflokksins. Sjálfur ritaði Steingrímur grein í Morgunblaðið undir yfirskriftinni „Grenjandi minnihluti = mikill minnihluti“ þar sem hann útskýrði hvað hann hefði átt við: „Örlítið um málnotkun. Samkvæmt mínu norðlenska tungutaki eða málvitund þýðir orðið grenjandi minnihluti = mikill minnihluti. Samanber einnig grenjandi stórhríð eða grenjandi rigning, sem sagt mikið af hvoru tveggja. Hefur ekkert með grát að gera og vonandi hefur Guðni ekki misskilið það.“ Ummæli landbúnaðarráðherra um að bændur segðu sauðfjárbúskap vera meira lífsstíl en spurningu um afkomu fóru öfugt ofan í marga.Vísir/Vilhelm „Þeir segja að þetta er meira lífsstíll heldur en spurning um afkomu“ Þetta sagði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi í haust þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði hann hvernig hann ætlaði að bæta kjör bænda og stuðla að betra verði. Svaraði ráðherrann því til að margir bændur segðu starfið lífsstíl. „Ég held að það sé engin goðgá að ætla það menn kjósi af mörgum ástæðum að stunda sauðfjárbúskap. Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtöl við þau, þar sem þeir segja að þetta er meira lífsstíll heldur en spurning um afkomu,“ sagði Kristján Þór. Landssamband ungra Framsóknarmanna hafði deginum áður lýst yfir vantrausti á ráðherra, og eftir orð ráðherra fór gagnrýni að berast úr öðrum áttum. Landssamband sauðfjárbænda gagnrýndi ummæli Kristjáns Þórs, auk þess sem að Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, lýsti yfir furðu sinni á orðum Kristjáns. Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) lagði einnig í púkkið og fordæmdi orð ráðherra. Inntakið í gagnrýninni var að orð ráðherra gæfu það í skyn að afkoma sauðfjárbænda væri aukaatriði, þar sem þeir hefðu valið sér þennan lífstíl. Kristján Þór svaraði gagnrýninni í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni. Þar sagði hann að orð sín hefðu verið slitin úr samhengi og að gagnrýnendur hefðu eignað honum viðhorf sem hann kannaðist ekki við. „Það má alveg segja það þegar horft er á þau eins og þau eru borin fram af þeim sem eru mest í umræðunni þá eru þau óheppileg og koma illa út þegar þau eru slitin úr samhengi við annað sem fram fór í þessum fyrirspurnartíma. Það er raunar alveg með ólíkindum að horfa á það hversu langt fólk er tilbúið til að ganga til að slíta hugsanir og orðfæri úr samhengi við heildarmyndinda og eigna mér til dæmis í þessu tilfelli viðhorf til bænda, eins og hafa komið fram í þessari umræðu, sem eru fjarri allri sanni,“ sagði Kristján Þór í Bítinu. „Eða það sem verra væri, að rasismi og ofbeldisfull menning fái að grassera innan lögreglunnar“ Þessi orð lét Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, falla í ræðu á Alþingi í október sem hún flutti undir liðnum störf þingsins. Myndin sem sýnir merkin umdeildu á búningi lögreglukonunnar.Eggert Jóhannesson Tilefnið var ljósmynd af íslenskum lögregluþjóni við störf sem hafði birst með frétt á mbl.is fyrr sama dag. Á myndinni mátti sjá fána á búningi lögregluþjónsins en fánarnir vöktu reiði fólks á samfélagsmiðlum þar sem margir tengdu þá við rasisma. Aníta Rut Harðardóttir er lögregluþjónninn sem ber fánana á myndinni. Hún sagði í samtali við fréttastofu að fánarnir séu svokallaðir „patchar“, eða bætur sem festar eru á undirvesti lögreglumanna með frönskum rennilás. Lögreglumenn skiptist gjarnan á slíkum bótum. Það væri aðeins gert til skemmtunar. Aníta kvaðst ekki vita hvaða merkingu fánarnir hefðu og sagðist aldrei myndu bera slíka fána ef hún vissi af neikvæðri merkingu þeim tengdum. Í ræðu sinni á þingi vísaði Þórhildur í viðtalið við Anítu: „Ummæli lögreglukonunnar benda til þess að annaðhvort skorti mikilvæga fræðslu innan lögreglunnar um rasísk og ofbeldisfull merki eins og Vínlandsfánann og „Punisher“, eða refsaramerkið, nú eða það sem verra væri, að rasismi og ofbeldisfull menning fái að grassera innan lögreglunnar. Hvort tveggja er óásættanleg staða. Ég mun því óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna. Daginn eftir sagði Arnbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, að lögreglumönnum blöskraði ummæli Þórhildar Sunnu. Sagði hann þau gefa til kynna að íslenskir lögreglumenn væru kynþáttahatarar í heild sinni. Þórhildur Sunna sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hún hafnaði því alfarið að hafa gefið til kynna að íslenskir lögreglumenn væru kynþáttahatarar í heild sinni. Sagði hún Arnbjörn snúa út úr orðum hennar. Kvartað var til forsætisnefndar Alþingis vegna ummælanna en erindinu var vísað frá. Heimildir fréttastofu hermdu að sú sem hefði kvartað til nefndarinnar hefði verið lögreglukonan sem bar merkin umdeildu. Fréttir ársins 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hálendisþjóðgarður Landbúnaður Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Alþingi Tengdar fréttir Viðskipti ársins 2020: Ókyrrð hjá Icelandair, konan sem lagði Pennann og allur maturinn sem fór í ruslið Kórónuveirufaraldurinn setti bæði langt og mikið strik í reikning íslenskra fyrirtækja á árinu með tilheyrandi atvinnuleysi, lokunum, tekjufalli og öðrum áföllum. 21. desember 2020 09:01 Topp tíu viðhorfspistlar: Lán, ólán, foreldrar, Kári Stefáns, partí, opin bréf og Helgi Seljan Þegar skoðuð eru gögn um hvaða viðhorfspistlar vöktu mesta athygli að teknu tilliti til lestrartalna, kemur á daginn að þeir fjalla um allt milli himins og jarðar. 19. desember 2020 08:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Eins og ef til vill við var að búast er kórónuveirufaraldurinn nokkuð fyrirferðarmikill og ummæli sem tengjast honum með einum eða öðrum hætti. Þá má geta þess að samantektin er ekki tæmandi. „Ég hlýði Víði“ Við byrjum þessa yfirferð okkar á setningu sem er kannski meira eins og frasi eða slagorð frekar en ummæli. Frasinn féll ekki við neitt sérstakt tilefni heldur tók flugið á samfélagsmiðlum þegar Birgir Ómarsson bjó til sérstakt snið fyrir forsíðumyndir á Facebook með þessum orðum. Nefndur Víðir er auðvitað Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sem verið hefur í framvarðasveitinni í baráttunni gegn kórónuveirunni. Í lok mars, þegar mánuður var síðan fyrsta staðfesta tilfellið kom upp hér á landi, hafði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, minnt landann á að baráttan væri ekki búin. Ragnar Freyr Ingvarsson yfirlæknir Covid-19 deildar LSH fékk fyrsta „Ég hlýði Víði“-bolinn afhentan.Aðsend Sagði hún að málið snerist um að hlýða Víði. Hann hafði þá fengið mikið lof fyrir framgöngu sína og ekki hvað síst fyrir skilaboð sín til þjóðarinnar í lok hvers upplýsingafundar þar sem hann brýndi sóttvarnareglurnar fyrir almenningi og mikilvægi þess að fara eftir þeim. Fjölmargir settu síðan snið fyrrnefnds Birgis á Facebook-forsíðumyndina auk þess sem framleiddir voru stuttermabolir með áletruninni „Ég hlýði Víði“. Bolirnir byggðu á hönnun Birgis og rann ágóðinn af sölu þeirra til Vonar, styrktarfélags gjörgæslu Landspítalans. „Af og til verður hún ofboðslega hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“ Annar maður sem einnig hefur verið í framvarðasveitinni í baráttunni gegn Covid-19 er Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirtæki hans hóf að skima fyrir veirunni og raðgreina hana í mars og er ekki ofsögum sagt að sú vinna hafi haft mikla þýðingu fyrir það hvernig gengið hefur að eiga við faraldurinn hér á landi. Samstarf ÍE og yfirvalda hefur þó ekki gengið alveg snuðrulaust fyrir sig og hefur Kári ekki hikað við að gagnrýna stjórnvöld þegar honum hefur sýnst sem svo að gera megi betur. Ummælin hér fyrir framan lét Kári falla í Kastljósviðtali í lok maí. Sú sem hann ræddi um var Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Í viðtalinu sagði Kári að ÍE myndi ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli ef sú skimun yrði unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. Sagði hann samskipti ÍE við ráðuneytið á þann veg að fyrirtækið treysti sér ekki til þess. Kári vísaði meðal annars til þess að á síðasta upplýsingafundi landlæknis og almannavarna hefði heilbrigðisráðherra þakkað öllum sem komið hefðu að viðbrögðum við faraldrinum nema ÍE. „Þetta móðgaði fólkið niðri í Vatnsmýri að því marki að fólkið niðri í Vatnsmýri sagði ,Jæja, ef það stendur til að fara að skima einhvers staðar þá verða það aðrir heldur en við,“ sagði Kári og kvaðst ekki vita um ástæðu þess að hann og annað starfsfólk fyrirtækisins fékk ekki þakkir fyrir starf sitt. „Svandís er feykilega góður heilbrigðismálaráðherra. Ég held að hún sé besti heilbrigðismálaráðherra sem við höfum haft í langan tíma. Hún er dugleg, hún er góður baráttumaður fyrir sínum málaflokki, en af og til verður hún ofboðslega hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa sem ætlar ekki að láta neinn segja sér nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Kári. Allt fór vel að lokum þar sem ÍE kom að skimun á landamærunum þegar hún hófst í júní síðastliðnum. „Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“ Þetta skrifaði rapparinn Emmsjé Gauti á Twitter í lok júlí á meðan á blaðamannafundi stóð þar sem verið var að kynna hertar aðgerðir vegna útbreiðslu faraldursins. Rey Cup er fótboltamót sem haldið er á hverju sumri í Laugardalnum og var árið í ár engin undantekning en einstaklingur sem var á mótinu greindist með kórónuveiruna. Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020 Yfir þúsund manns „lækuðu“ færslu Gauta á Twitter en ekki voru þó allir sáttir með ummælin. Rapparinn ræddi málið í Reykjavík síðdegis og sagði erfitt að hlæja ekki að því. Færslan hefði verið sett fram í gríni og viðbrögðin ofsafengnari en hann átti von á. Hann sagðist hafa ákveðið að biðjast afsökunar en afsökunarbeiðnin var þó kaldhæðnisleg í ljósi þess að Gauta þótti fyrri færslan ekki svo alvarleg. Lýsti hann því yfir að hann bæði alla krakkaskíta landsins afsökunar. Síðan hafa fleiri Twitter-notendur nýtt sér orðalag Gauta til að tjá sig um stöðuna í faraldrinum eins og sjá má dæmi um hér fyrir neðan. Eins gott að það hafi verið gaman á hiphop tónleikunum á Laugavegi litlu skítarnir ykkar.— Arnór Bogason, í alvöru! (@arnorb) December 13, 2020 jæja ég verð þá bara eitt inni hjá mér og hitti engan í þrjú ár í viðbót, ekki málið, eins gott að það hafi verið gaman í bústað litlu skítarnir ykkarhttps://t.co/C3bIfAqI5h— Reyn Alpha (@haframjolk) December 20, 2020 „Akureyringar fylgja reglum“ „Það er ástæða fyrir því að hér er lítið um smit. Fólk fer mjög varlega. Akureyringar fylgja reglum. Og það er ástæða fyrir því að faraldurinn hefur ekki leikið okkur verr en hann hefur gert hingað til.“ Þetta sagði Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, í kvöldfréttum RÚV þann 6. október en þann dag höfðu yfirvöld tilkynnt um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem faraldurinn var í mikilli uppsveiflu. Samhliða var landsmönnum öllum ráðlagt frá því að ferðast til og frá höfuðborginni. Í kvöldfréttum RÚV sagðist Ásthildur ekki óttast að höfuðborgarbúar myndu flykkjast út á land þegar aðgerðir yrðu hertar. Fá staðfest smit voru á þessum tíma á Akureyri og sagði Ásthildur eina ástæðuna vera þá að Akureyringar fylgdu reglum. Þau ummæli vöktu undrun og furðu og sögðu sumir þau merki um yfirlæti. „Akureyringar eru sko bestir...í að verða ekki lasnir. Langbestir,“ skrifaði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, til að mynda á Twitter-reikning sinn. Síðar sama kvöld birti Ásthildur Facebook-færslu þar sem hún sagði að sér þætti leitt að hafa stuðað fólk með ummælum sínum. Hún hefði alls ekki verið að halda því fram að íbúar annarra landshluta fylgdu síður reglum en Akureyringar, þótt trú hennar á þeim síðarnefndu væri óbilandi. Togarinn Júlíus Geirmundsson kom til hafnar á Ísafirði í október.Vísir/Hafþór „Það þekkti enginn þetta Covid“ Þessi ummæli lét Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, falla í viðtali við fréttastofu þann 25. október þegar mál togarans Júlíusar Geirmundssonar og skipverja þar stóð sem hæst. 22 af 25 skipverjum Júllans, eins og skipið er gjarnan kallað, smituðust af kórónuveirunni í þriggja vikna túr togarans í október. Á öðrum degi túrsins var ljóst að einn hásetanna var með kveflík einkenni og um tveimur vikum síðar voru fleiri orðnir veikir um borð. Þá var farið í að skipuleggja sýnatökur í landi og ákveðið að snúa til hafnar. Skipið kom til hafnar 20. október. Daginn eftir ræddi fréttastofa við Einar Val sem vildi ekki svara því hvers vegna togaranum var ekki snúið til hafnar um leið og bera fór á veikindum skipverja nokkrum vikum fyrr. Um kvöldið sendi Hraðfrystihúsið svo frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að kalla hefði átt togarann til hafnar fyrr og senda alla áhöfn skipsins í skimun fyrir kórónuveirunni. „Þetta er nýtt. Það þekkti enginn þetta Covid. Við vissum ekki hvað það var. Og þetta er eins og ég segi, fyrsta Covidið sem kemur í fyrirtækið hjá okkur. Við höfum blessunarlega verið laus við þetta og ekki þekkt þetta. Þannig að þetta er okkur öllum mikið áfall og hugur okkar er hjá þeim sem hafa veikst,“ sagði Einar Valur. „Jæja, þá erum við búin að koma á helv Kópasker“ Svo hljóðaði orðsending sem leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir setti á Instagram-síðu sína í sumar en þessi orð hennar og önnur til þar sem hún ráðlagði fólki frá því að fara til Kópaskers og Raufarhafnar fóru ekki vel í íbúa á Melrakkasléttu. Þórdís var á ferð um landið með leikhópnum Lottu og tók ummælin umdeildu út auk þess sem leikhópurinn baðst auðmjúkt afsökunar. „Sá leiði atburður átti sér stað að svartur og illskiljanlegur „húmor“ hjá litlu Lottunni okkar henni Dísu, sem hún birti á sínum persónulega reikningi, fór í dreifingu. Þar skrifaði hún inná myndir af sér skælbrosandi og skreyttar broskörlum: „Jæja, þá erum við búin að koma á helv Kópasker“ og „Keyrðum á Kópasker og Raufarhöfn bara til að geta tékka það af listanum, mæli alls ekki með að koma hingað, bara alls alls ekki gera það“. Slík ummæli eru alls ekki viðeigandi hvernig sem þau eru meint og ekki í anda Lottu, enda ekki frá hópnum komin. Sem betur fer sagði Dísa líka fallega og sanna hluti úr ferðalaginu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu frá hópnum. FYRIRGEFIÐ ELSKU VINIR OKKAR Á RAUFARHÖFN, KÓPASKERI OG ALLIR HINIR. Leikhópurinn Lotta vill taka sérstaklega fram að...Posted by Leikhópurinn Lotta on Sunday, July 19, 2020 Nokkrum dögum síðar var svo greint frá því að Þórdísi hefðu borist hótanir um ofbeldi og nauðgun í kjölfar ummælanna. Hún sagðist ætla að kæra hótanirnar til lögreglu. „Við Willum þekkjum alveg hver stjórnar. Og það er ekki Katrín“ Þetta sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í byrjun október. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var meðal annars til umræðu og var Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, einnig til viðtals í þættinum. Í umræðunum var Ágúst Ólafur að benda á að Samfylkingin hefði kallað eftir því að ríkisstjórnin ætti að leita metnaðarfyllri leiða til að skapa störf. Það ætti bæði við í opinbera geiranum og á einkamarkaði þar sem þörfin væri fyrir hendi. Ágúst Ólafur sagði svo að „allar ríkisstjórnir í heimi [séu] að fara þessa leið, nema ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Hann telur…“ Þá greip Kristján Kristjánsson, þáttastjórnandi, inn í: „Við köllum þetta nú venjulega ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Hún er forsætisráðherra.“ Ágúst Ólafur sagði þá: „Við Willum þekkjum alveg hver stjórnar. Og það er ekki Katrín.“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, vakti athygli á þessum ummælum þingmannsins á Twitter og deildi Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, því tísti með þessum orðum: „Botnlaus kvenfyrirlitning. Og ekki í fyrsta sinn.“ Síðar sama dag og Vísir greindi frá tísti ráðherra baðst Ágúst Ólafur afsökunar á orðum sínum. „Ég ætlaði mér ekki að gagnrýna eða draga í efa forystuhæfileika Katrínar sem ég ber mikla virðingu fyrir heldur var ætlunin að gagnrýna pólitík Sjálfstæðisflokksins, sem mér finnst ráða of miklu í áherslum þessarar ríkisstjórnar, sérstaklega í fjárlögum og fjármálaáætlun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með málaflokkinn,“ sagði Ágúst Ólafur meðal annars í Facebook-færslu sinni um málið. E g vil biðjast afso kunar a orðum mi num i Sprengisandi a Bylgjunni i gær. E g komst illa að orði og þykir leitt að...Posted by Ágúst Ólafur Ágústsson on Monday, October 5, 2020 „Mjólk er fyrir kálfa, ekki börn“ Þetta sagði Þórunn Pétursdóttir, bæjarfulltrúi hjá „Okkar Hveragerði“, í samtali við fréttastofu síðasta vetur en hún hafði þá setið hjá þegar bæjarstjórn samþykkti næringarstefnu fyrir grunn- og leikskóla bæjarins. Sagði Þórunn kalk úr mjólk ekki besta kalkgjafann sem völ væri á en í næringarstefnunni er börnum í Hveragerði ráðlagt að drekka tvö glös af mjólk á dag til að tryggja kalkinntöku. „Ég get bara ekki skrifað upp á það að við eigum að ráðleggja mjólkurdrykkjum til að tryggja kalkinntöku. Það eru skiptar skoðanir á hollustu mjólkur yfir höfuð og það eru svo margar aðrar leiðir til að tryggja kalkinntöku, til dæmis með grænu grænmeti, Sesamfræjum, baunum og möndlum. Ég tel að við ættum frekar að horfa til þess að skólafæði sé samsett þannig að það uppfylli næringarþarfir barnanna, en ekki að draga fram mjólkina umfram eitthvað annað“, sagði Þórunn og bætti við: „Ég held að mjólk sé best fyrir kálfa eins og hún er búin til upphaflega af kúnni, það er bara þannig.“ Sjálf drakk hún mikið af mjólk sem barn en drekkur ekki mjólk í dag. „Á einhver örlítill grenjandi minnihluti að hafa neitunarvald um að þjóðin megi stofna þennan þjóðgarð sinn?“ Eitt umdeildasta þingmál vetrarins er stofnun Hálendisþjóðgarðs en Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, hefur lagt fram frumvarp þess efnis. Í umræðum á Alþingi um málið í vetur kvaddi Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, sér hljóðs og flutti ræðu þar sem hann færði rök fyrir stuðningi sínum við frumvarpið. Í ræðunni talaði Steingrímur um „örlítinn grenjandi minnihluta“ og vöktu þau ummæli talsverða eftirtekt. Fólk tók til að mynda upp á því að merka forsíðumyndir sínar á Facebook með borða sem á stóð „Ég er örlítill grenjandi minnihluti“ og greinar voru ritaðar vegna ummælanna, meðal annars af Guðna Ágústssyni, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og formanns Framsóknarflokksins. Sjálfur ritaði Steingrímur grein í Morgunblaðið undir yfirskriftinni „Grenjandi minnihluti = mikill minnihluti“ þar sem hann útskýrði hvað hann hefði átt við: „Örlítið um málnotkun. Samkvæmt mínu norðlenska tungutaki eða málvitund þýðir orðið grenjandi minnihluti = mikill minnihluti. Samanber einnig grenjandi stórhríð eða grenjandi rigning, sem sagt mikið af hvoru tveggja. Hefur ekkert með grát að gera og vonandi hefur Guðni ekki misskilið það.“ Ummæli landbúnaðarráðherra um að bændur segðu sauðfjárbúskap vera meira lífsstíl en spurningu um afkomu fóru öfugt ofan í marga.Vísir/Vilhelm „Þeir segja að þetta er meira lífsstíll heldur en spurning um afkomu“ Þetta sagði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi í haust þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði hann hvernig hann ætlaði að bæta kjör bænda og stuðla að betra verði. Svaraði ráðherrann því til að margir bændur segðu starfið lífsstíl. „Ég held að það sé engin goðgá að ætla það menn kjósi af mörgum ástæðum að stunda sauðfjárbúskap. Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtöl við þau, þar sem þeir segja að þetta er meira lífsstíll heldur en spurning um afkomu,“ sagði Kristján Þór. Landssamband ungra Framsóknarmanna hafði deginum áður lýst yfir vantrausti á ráðherra, og eftir orð ráðherra fór gagnrýni að berast úr öðrum áttum. Landssamband sauðfjárbænda gagnrýndi ummæli Kristjáns Þórs, auk þess sem að Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, lýsti yfir furðu sinni á orðum Kristjáns. Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) lagði einnig í púkkið og fordæmdi orð ráðherra. Inntakið í gagnrýninni var að orð ráðherra gæfu það í skyn að afkoma sauðfjárbænda væri aukaatriði, þar sem þeir hefðu valið sér þennan lífstíl. Kristján Þór svaraði gagnrýninni í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni. Þar sagði hann að orð sín hefðu verið slitin úr samhengi og að gagnrýnendur hefðu eignað honum viðhorf sem hann kannaðist ekki við. „Það má alveg segja það þegar horft er á þau eins og þau eru borin fram af þeim sem eru mest í umræðunni þá eru þau óheppileg og koma illa út þegar þau eru slitin úr samhengi við annað sem fram fór í þessum fyrirspurnartíma. Það er raunar alveg með ólíkindum að horfa á það hversu langt fólk er tilbúið til að ganga til að slíta hugsanir og orðfæri úr samhengi við heildarmyndinda og eigna mér til dæmis í þessu tilfelli viðhorf til bænda, eins og hafa komið fram í þessari umræðu, sem eru fjarri allri sanni,“ sagði Kristján Þór í Bítinu. „Eða það sem verra væri, að rasismi og ofbeldisfull menning fái að grassera innan lögreglunnar“ Þessi orð lét Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, falla í ræðu á Alþingi í október sem hún flutti undir liðnum störf þingsins. Myndin sem sýnir merkin umdeildu á búningi lögreglukonunnar.Eggert Jóhannesson Tilefnið var ljósmynd af íslenskum lögregluþjóni við störf sem hafði birst með frétt á mbl.is fyrr sama dag. Á myndinni mátti sjá fána á búningi lögregluþjónsins en fánarnir vöktu reiði fólks á samfélagsmiðlum þar sem margir tengdu þá við rasisma. Aníta Rut Harðardóttir er lögregluþjónninn sem ber fánana á myndinni. Hún sagði í samtali við fréttastofu að fánarnir séu svokallaðir „patchar“, eða bætur sem festar eru á undirvesti lögreglumanna með frönskum rennilás. Lögreglumenn skiptist gjarnan á slíkum bótum. Það væri aðeins gert til skemmtunar. Aníta kvaðst ekki vita hvaða merkingu fánarnir hefðu og sagðist aldrei myndu bera slíka fána ef hún vissi af neikvæðri merkingu þeim tengdum. Í ræðu sinni á þingi vísaði Þórhildur í viðtalið við Anítu: „Ummæli lögreglukonunnar benda til þess að annaðhvort skorti mikilvæga fræðslu innan lögreglunnar um rasísk og ofbeldisfull merki eins og Vínlandsfánann og „Punisher“, eða refsaramerkið, nú eða það sem verra væri, að rasismi og ofbeldisfull menning fái að grassera innan lögreglunnar. Hvort tveggja er óásættanleg staða. Ég mun því óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna. Daginn eftir sagði Arnbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, að lögreglumönnum blöskraði ummæli Þórhildar Sunnu. Sagði hann þau gefa til kynna að íslenskir lögreglumenn væru kynþáttahatarar í heild sinni. Þórhildur Sunna sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hún hafnaði því alfarið að hafa gefið til kynna að íslenskir lögreglumenn væru kynþáttahatarar í heild sinni. Sagði hún Arnbjörn snúa út úr orðum hennar. Kvartað var til forsætisnefndar Alþingis vegna ummælanna en erindinu var vísað frá. Heimildir fréttastofu hermdu að sú sem hefði kvartað til nefndarinnar hefði verið lögreglukonan sem bar merkin umdeildu.
Fréttir ársins 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hálendisþjóðgarður Landbúnaður Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Alþingi Tengdar fréttir Viðskipti ársins 2020: Ókyrrð hjá Icelandair, konan sem lagði Pennann og allur maturinn sem fór í ruslið Kórónuveirufaraldurinn setti bæði langt og mikið strik í reikning íslenskra fyrirtækja á árinu með tilheyrandi atvinnuleysi, lokunum, tekjufalli og öðrum áföllum. 21. desember 2020 09:01 Topp tíu viðhorfspistlar: Lán, ólán, foreldrar, Kári Stefáns, partí, opin bréf og Helgi Seljan Þegar skoðuð eru gögn um hvaða viðhorfspistlar vöktu mesta athygli að teknu tilliti til lestrartalna, kemur á daginn að þeir fjalla um allt milli himins og jarðar. 19. desember 2020 08:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Viðskipti ársins 2020: Ókyrrð hjá Icelandair, konan sem lagði Pennann og allur maturinn sem fór í ruslið Kórónuveirufaraldurinn setti bæði langt og mikið strik í reikning íslenskra fyrirtækja á árinu með tilheyrandi atvinnuleysi, lokunum, tekjufalli og öðrum áföllum. 21. desember 2020 09:01
Topp tíu viðhorfspistlar: Lán, ólán, foreldrar, Kári Stefáns, partí, opin bréf og Helgi Seljan Þegar skoðuð eru gögn um hvaða viðhorfspistlar vöktu mesta athygli að teknu tilliti til lestrartalna, kemur á daginn að þeir fjalla um allt milli himins og jarðar. 19. desember 2020 08:00