Innlent

Ráðherrar heim­sækja Seyðis­fjörð á þriðju­dag

Sylvía Hall og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Katrín stefnir að því að fara á Seyðisfjörð á þriðjudag ásamt öðrum ráðherrum.
Katrín stefnir að því að fara á Seyðisfjörð á þriðjudag ásamt öðrum ráðherrum. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnir að því að fara til Seyðisfjarðar ásamt öðrum ráðherrum á þriðjudag til að meta aðstæður. Áður þurfa ráðherrar og fylgdarlið að fara í skimun fyrir kórónuveirunni.

Þetta staðfestir Bergþóra Benediktsdóttir aðstoðarkona forsætisráðherra í samtali við fréttastofu.

Mikil eyðilegging er á Seyðisfirði eftir aurskriðurnar sem féllu fyrir helgi og var bærinn rýmdur. Viðbragðsaðilar og björgunarfólk var skimað fyrir kórónuveirunni í morgun auk fjölmiðlamanna sem voru fyrir austan, svo smit berist ekki inn í samfélagið

Engin virk smit eru á Austurlandi sem stendur. 

Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofu Íslands og samstarfsaðilar hafa metið hættu á frekari skriðuföllum á Seyðisfirði og verður íbúum á nokkrum svæðum bæjarins leyft að snúa aftur heim í dag. Enn er þó hætta á skriðuföllum á ákveðnum svæðum og verða þau áfram rýmd.

Íbúar hafa kallað eftir aðkomu ríkisstjórnarinnar að því að byggja samfélagið upp að nýju og sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í síðustu viku að fullur vilji væri til þess.


Tengdar fréttir

„Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“

Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi.

Rýmingu af­létt að hluta á Seyðis­firði og bærinn kominn á hættu­stig

Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofu Íslands og samstarfsaðilar hafa metið hættu á frekari skriðuföllum á Seyðisfirði. Þeir íbúar sem búa utan áhættusvæða mega snúa aftur til Seyðisfjarðar í dag. Viðbúnaðarstig á Seyðisfirði hefur verið af neyðarstigi niður á hættustig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×