Landsmenn allir veita Seyðfirðingum stuðning: „Þetta er stórkostlegt og við erum mjög þakklát“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 19. desember 2020 19:03 Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, og Berglind Sveinsdóttir, formaður Múlasýsludeildar Rauða krossins. Stöð 2 Íbúar á Seyðisfirði hafa ekki fengið að snúa aftur til síns heima í dag. Neyðarstig er enn í gildi og óvíst hvenær hægt verður að hleypa fólki heim til að sækja eigur sínar. Varðstjóri á Seyðisfirði segist hlakka til að árið klárist. Náttúruvársérfræðingar frá Veðurstofunni og aðrir viðbragðsaðilar komu saman á Seyðisfirði í birtingu til að meta aðstæður. Neyðarstig er áfram í gildi og var því ekki unnt að fara inn á hamfarasvæðið en dróni frá sérsveitinni var meðal annars nýttur í að taka þrívíddarmyndir. Þá var fjölmiðlafólki leyft fara í á svæðið í fylgd lögreglu. Ein skriða féll í nótt. „Hún náði nú ekki langt niður en gefur okkur vísbendingar um það að jarðvegur er ennþá að skríða fram,“ segir Jens Hilmarsson, varðstjóri á Seyðisfirði og vettvangsstjóri á svæðinu. Næstu skref séu óljós. „Ég verð allavega mjög feginn þegar þetta ár klárast og 2021 gengur í garð,“ segir Jens. Sprungur milli Búðarár og Nautaklaufar á Seyðisfirði voru skoðaðar í dag með flygildum. Veðurstofa Íslands fer yfir...Posted by Lögreglan á Austurlandi on Saturday, December 19, 2020 Sprungur á milli Búðarár og Nautaklaufar á Seyðisfirði, þar sem lítil aurskriða féll snemma í morgun, voru skoðaðar í dag með drónum. Veðurstofan mun fara yfir gögnin í kvöld og fyrramálið en vatnsþrýstingur hefur farið minnkandi í jarðvegi. Erfitt fyrir fólk að takast á við hamfarirnar rétt fyrir jól Enn liggur ekki fyrir hvenær íbúar á Seyðisfirði fá að fara aftur heim. Allir 540 sem þurftu að yfirgefa heimili sín í gær fengu húsaskjól og þurftu því ekki að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Egilsstaðaskóla. Hótel, sem höfðu þurft að loka, opnuðu dyr sínar fyrir fólki og íbúar á Egilsstöðum opnuðu heimili sín. Óvissa ríkir þó meðal fólks nú í aðdraganda jóla. „Tíminn er að mörgu leyti erfiður. Bæði er þetta dimmasti tími ársins og svo rignir svo ofboðslega mikið að það birtir aldrei einhvern vegin. Svo trúir því eiginlega enginn að jólin séu bara eftir fimm daga,“ segir Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði. Erfitt að vita af fólkinu líða illa Fólk hefur fengið áfallahjálp og getað leitað á náðir kirkjunnar á Egilsstöðum, en sjálf þurfti Sigríður að yfirgefa sitt heimili á Seyðisfirði. „Svo vaknaði ég í morgun og átti að fara að skíra og þá var fyrsta hugsunin að ég var ekki með neitt með mér nema gúmmístígvél. Ég ætlaði ekki að standa og skíra barn í gúmmístígvélum,“ segir Sigríður. Hún segir fólk hafa jákvæðni að leiðarljósi en að hamfararnir leggist þungt á sálarlíf fólks. „Það er auðvitað mjög erfitt að vita af fólkinu okkar líða illa,“ segir hún. Hljóðið í fólki upp og ofan Enginn hefur þurft að gista í fjöldahjálparstöðinni en í Egilsstaðarskóla getur fólk leitað, fengið mat, drykk og leitað í almennan hlýhug hjá hvort öðru. Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að líðan fólks hafi verið upp og ofan. Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði.Vísir „Hljóðið í fólki hefur verið upp og ofan. Það er auðvitað alveg gríðarleg óvissa í gangi og fólk hefur ekki getað farið heim til sín í dag þannig að menn vita ekki ástandið og svoleiðis,“ segir Margrét. „Við höfum haft hérna viðbragðsteymi bæði héðan af Austurlandi og einnig aðstoð að norðan sem hafa verið með sálrænan stuðning og áfallahjálp og einnig prestana þannig að fólk hefur getað fengið viðtal og það er alltaf í boði,“ segir Margrét. Berglind Sveinsdóttir, formaður Múlasýsludeildar Rauða krossins segir að fólk hafi þurft að leita til hjálparsamtakanna vegna skorts á fatnaði og öðru, en margir höfðu ekki tækifæri til að snúa heim til sín og sækja þangað nauðsynjavörur áður en það þurfti að yfirgefa Seyðisfjörð. „Við höfum aðstoðað fólk með því að fara í fatabúð Rauða krossins. Fólk hefur líka fengið að fara í búðirnar hérna og Rauði krossinn fengið reikning fyrir því. Þannig að það hefur verið á margan hátt sem við höfum verið að aðstoða þau,“ segir Berglind. „Við erum að gera allt sem við mögulega getum. Bæði við og þau erum stórkostlega þakklát. Það eru allir að veita okkur stuðning, þetta er allra handa. Það er verið að senda okkur mat og fólk að sunnan að bjóða gistingu ef einhver vill koma suður um jólin. Þetta er stórkostlegt og við erum mjög þakklát.“ Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir „Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. 19. desember 2020 18:08 Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40 „Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Náttúruvársérfræðingar frá Veðurstofunni og aðrir viðbragðsaðilar komu saman á Seyðisfirði í birtingu til að meta aðstæður. Neyðarstig er áfram í gildi og var því ekki unnt að fara inn á hamfarasvæðið en dróni frá sérsveitinni var meðal annars nýttur í að taka þrívíddarmyndir. Þá var fjölmiðlafólki leyft fara í á svæðið í fylgd lögreglu. Ein skriða féll í nótt. „Hún náði nú ekki langt niður en gefur okkur vísbendingar um það að jarðvegur er ennþá að skríða fram,“ segir Jens Hilmarsson, varðstjóri á Seyðisfirði og vettvangsstjóri á svæðinu. Næstu skref séu óljós. „Ég verð allavega mjög feginn þegar þetta ár klárast og 2021 gengur í garð,“ segir Jens. Sprungur milli Búðarár og Nautaklaufar á Seyðisfirði voru skoðaðar í dag með flygildum. Veðurstofa Íslands fer yfir...Posted by Lögreglan á Austurlandi on Saturday, December 19, 2020 Sprungur á milli Búðarár og Nautaklaufar á Seyðisfirði, þar sem lítil aurskriða féll snemma í morgun, voru skoðaðar í dag með drónum. Veðurstofan mun fara yfir gögnin í kvöld og fyrramálið en vatnsþrýstingur hefur farið minnkandi í jarðvegi. Erfitt fyrir fólk að takast á við hamfarirnar rétt fyrir jól Enn liggur ekki fyrir hvenær íbúar á Seyðisfirði fá að fara aftur heim. Allir 540 sem þurftu að yfirgefa heimili sín í gær fengu húsaskjól og þurftu því ekki að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Egilsstaðaskóla. Hótel, sem höfðu þurft að loka, opnuðu dyr sínar fyrir fólki og íbúar á Egilsstöðum opnuðu heimili sín. Óvissa ríkir þó meðal fólks nú í aðdraganda jóla. „Tíminn er að mörgu leyti erfiður. Bæði er þetta dimmasti tími ársins og svo rignir svo ofboðslega mikið að það birtir aldrei einhvern vegin. Svo trúir því eiginlega enginn að jólin séu bara eftir fimm daga,“ segir Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði. Erfitt að vita af fólkinu líða illa Fólk hefur fengið áfallahjálp og getað leitað á náðir kirkjunnar á Egilsstöðum, en sjálf þurfti Sigríður að yfirgefa sitt heimili á Seyðisfirði. „Svo vaknaði ég í morgun og átti að fara að skíra og þá var fyrsta hugsunin að ég var ekki með neitt með mér nema gúmmístígvél. Ég ætlaði ekki að standa og skíra barn í gúmmístígvélum,“ segir Sigríður. Hún segir fólk hafa jákvæðni að leiðarljósi en að hamfararnir leggist þungt á sálarlíf fólks. „Það er auðvitað mjög erfitt að vita af fólkinu okkar líða illa,“ segir hún. Hljóðið í fólki upp og ofan Enginn hefur þurft að gista í fjöldahjálparstöðinni en í Egilsstaðarskóla getur fólk leitað, fengið mat, drykk og leitað í almennan hlýhug hjá hvort öðru. Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að líðan fólks hafi verið upp og ofan. Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði.Vísir „Hljóðið í fólki hefur verið upp og ofan. Það er auðvitað alveg gríðarleg óvissa í gangi og fólk hefur ekki getað farið heim til sín í dag þannig að menn vita ekki ástandið og svoleiðis,“ segir Margrét. „Við höfum haft hérna viðbragðsteymi bæði héðan af Austurlandi og einnig aðstoð að norðan sem hafa verið með sálrænan stuðning og áfallahjálp og einnig prestana þannig að fólk hefur getað fengið viðtal og það er alltaf í boði,“ segir Margrét. Berglind Sveinsdóttir, formaður Múlasýsludeildar Rauða krossins segir að fólk hafi þurft að leita til hjálparsamtakanna vegna skorts á fatnaði og öðru, en margir höfðu ekki tækifæri til að snúa heim til sín og sækja þangað nauðsynjavörur áður en það þurfti að yfirgefa Seyðisfjörð. „Við höfum aðstoðað fólk með því að fara í fatabúð Rauða krossins. Fólk hefur líka fengið að fara í búðirnar hérna og Rauði krossinn fengið reikning fyrir því. Þannig að það hefur verið á margan hátt sem við höfum verið að aðstoða þau,“ segir Berglind. „Við erum að gera allt sem við mögulega getum. Bæði við og þau erum stórkostlega þakklát. Það eru allir að veita okkur stuðning, þetta er allra handa. Það er verið að senda okkur mat og fólk að sunnan að bjóða gistingu ef einhver vill koma suður um jólin. Þetta er stórkostlegt og við erum mjög þakklát.“
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir „Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. 19. desember 2020 18:08 Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40 „Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
„Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. 19. desember 2020 18:08
Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40
„Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent