Mikið byggt á Hellu – unga fólkið flytur heim Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. desember 2020 14:08 Það er allt að gerast á Hellu, sem er í Rangárþingi ytra þegar kemur að nýju húsnæði í nýju hverfi í þorpinu en nú er verið að byggja þar þrjátíu nýjar íbúðir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil uppbygging á sér nú stað á Hellu en þar hefur nýtt fólk flutt inn í þrjátíu nýjar íbúðir og nú er hafnar bygging á þrjátíu nýjum íbúðum til viðbótar. Hella tilheyrir Rangárþingi ytra í Rangárvallasýslu. Mikil uppbygging á sér stað á Hellu þegar kemur að byggingu íbúðarhúsa í nýjum hverfum og er stöðugt verið að úthluta nýjum lóðum á Öldusvæðinu svokallaða, sem er rétt fyrir neðan flugvöllinn á Hellu. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri er að sjálfsögðu kampakátur með alla þessa uppbyggingu. „Fólk er bara að flytja heim á ný eftir að vera búið að mennta sig og stofna fjölskyldu, það er bara að koma heim aftur og ætlar að eiga hér heima, ég held að það sé stærsta ástæðan og svo er náttúrulega alltaf einhver tilflutningur á fólki,“ segir Ágúst. „Við komumst að því þegar við gerðum húsnæðisáætlun hérna 2017-2018 fyrir sveitarfélagið að við bjuggum eiginlega öll í einbýlishúsum. Þá vantaði alveg inn í þetta hjá okkur minni íbúðir og ódýrari íbúðir,“ bætir Ágúst við. Ágúst hrósar verktökum hvað þeir hafi verið duglegir að byggja á Hellu og útsjónarsamir með stærð og frágang íbúða. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, sem er mjög ánægður með alla þá uppbyggingu sem á sér staða á Hellu hvað varðar nýju íbúðirnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það er í rauninni að verða búið að byggja þrjátíu íbúðir núna, sem var bara flutt inn í um leið og þær voru tilbúnar, þær seldust allar og núna er búið að útdeila öðrum þrjátíu, þannig að það eru þrjátíu að fara af stað aftur, þannig að þetta er þó nokkuð mikið í ekki stærra sveitarfélagi“. Þetta hljóta að vera frábærar fréttir* „Já, þetta eru yndislegar fréttir, það er bara þannig, fólk hefur trú á því að búa hérna enda er frábært að vera hérna eins og allir vita,“ segir Ágúst. Rangárþing ytra Húsnæðismál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Hella tilheyrir Rangárþingi ytra í Rangárvallasýslu. Mikil uppbygging á sér stað á Hellu þegar kemur að byggingu íbúðarhúsa í nýjum hverfum og er stöðugt verið að úthluta nýjum lóðum á Öldusvæðinu svokallaða, sem er rétt fyrir neðan flugvöllinn á Hellu. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri er að sjálfsögðu kampakátur með alla þessa uppbyggingu. „Fólk er bara að flytja heim á ný eftir að vera búið að mennta sig og stofna fjölskyldu, það er bara að koma heim aftur og ætlar að eiga hér heima, ég held að það sé stærsta ástæðan og svo er náttúrulega alltaf einhver tilflutningur á fólki,“ segir Ágúst. „Við komumst að því þegar við gerðum húsnæðisáætlun hérna 2017-2018 fyrir sveitarfélagið að við bjuggum eiginlega öll í einbýlishúsum. Þá vantaði alveg inn í þetta hjá okkur minni íbúðir og ódýrari íbúðir,“ bætir Ágúst við. Ágúst hrósar verktökum hvað þeir hafi verið duglegir að byggja á Hellu og útsjónarsamir með stærð og frágang íbúða. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, sem er mjög ánægður með alla þá uppbyggingu sem á sér staða á Hellu hvað varðar nýju íbúðirnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það er í rauninni að verða búið að byggja þrjátíu íbúðir núna, sem var bara flutt inn í um leið og þær voru tilbúnar, þær seldust allar og núna er búið að útdeila öðrum þrjátíu, þannig að það eru þrjátíu að fara af stað aftur, þannig að þetta er þó nokkuð mikið í ekki stærra sveitarfélagi“. Þetta hljóta að vera frábærar fréttir* „Já, þetta eru yndislegar fréttir, það er bara þannig, fólk hefur trú á því að búa hérna enda er frábært að vera hérna eins og allir vita,“ segir Ágúst.
Rangárþing ytra Húsnæðismál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira