Ísak Bergmann um Norrköping, félagaskipti og peningana: „Ekkert draumalið en ég held með Man. United“ Anton Ingi Leifsson skrifar 18. desember 2020 19:01 Ísak Bergmann er sautján ára Skagamaður sem hefur skapað sér nafn í Evrópufótboltanum. Heimasíða Norrköping Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er eitt heitasta unga nafnið í Evrópufótboltanum í dag. Fjölmiðlar ytra segja Juventus, Liverpool og fleiri stórlið fylgjast með kappanum sem er einungis sautján ára gamall. Ísak Bergmann settist niður með Guðjóni Guðmundssyni, Gaupa, í dag og ræddi við hann um Norrköping, sænska boltann, pabba sinn og margt, margt fleira. Þeir byrjuðu á því að ræða hvernig það hafi verið að flytja fimmtán ára til Norrköping frá Akranesi. „Það var mjög krefjandi en það hjálpaði til að ég flutti með Oliver [Stefánssyni] út og fjölskyldan hans flutti með. Að þau fluttu með var frábært fyrir mig, að geta aðlagast og komist inn í þetta með þeim þarna úti,“ sagði Ísak. Oliver, annar Skagamaður, gekk í raðir Norrköping á sama tíma. Þeir fóru beint í að æfa með aðalliði félagsins. „Að æfa með fimmtán ára með aðalliði er alveg geggjað. Að fá að æfa á hverjum degi í þessu umhverfi gerði mig betri á hverjum degi. Ég fann það. Ég varð betri með hverjum degi og það var frábært.“ Ísak hefur verið lykilmaður Norrköping á leiktíðinni og endaði sem einn stoðsendingahæsti leikmaður tímabilsins auk þess að vera tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn. Greip tækifærið þegar hann fékk það „Þetta gerðist mjög fljótt. Ég vann mig inn í byrjunarliðið sem var markmiðið fyrir tímabilið og það tókst. Í fjórðu umferðinni meiddist einn, ég fór á kantinn og lagði upp tvö mörk. Það gekk mjög vel þegar ég fékk tækifærið. Ég var mjög þakklátur fyrir að fá tækifærið.“ „Þetta er vinna á hverjum einasta degi. Maður vaknar og hugsar hvernig maður verður betri. Ég fókusera á það; að verða betri íþróttamaður, fótboltamaður og manneskja. Það geri ég á hverjum degi.“ Hann upplifði drauminn; að spila A-landsleik í síðasta mánuði er hann kom inn á í tapi Íslands á Wembley. Hann segir það draumi líkast. „Það hefur verið draumur að spila fyrir A-landsliðið. Að fá það tækifæri á Wembley var ekki síðra. Þó að leikurinn hafi ekki farið vel þá er það draumur að spila fyrir landið mitt, Ísland.“ Ísak Bergmann, eins og áður segir, hefur verið mikið orðaður við mörg lið í Evrópuboltanum og mörg þeirra eru ansi stór. Hann pælir lítið í því hvað fjölmiðlar segja; hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Spáir lítið í fjölmiðlum „Hvað varðar fjölmiðla þá reyni ég að spá lítið í þeim. Það er gaman að sjá þegar það er eitthvað gott skrifað en ég reyni að fókusera sem minnst á það - því þegar það fer að ganga illa þá er ekki gott að spá í þeim. Maður þarf að halda jafnvægi; að spá ekki í þá, hvorki þegar það gengur vel né illa.“ „Það hefur verið draumur að vera atvinnumaður í fótbolta. Ég er búinn að vera í tvö ár úti og þetta hefur verið skemmtilegt. Vonandi verður það þannig áfram. Það er fyrst og fremst skemmtilegt að það sé verið að tala um mann en það sem ég fókusera á er að hugsa um það sem ég get stjórnað. Að æfa vel og vera með fjölskyldunni. Svo fer ég til Norrköping 6. janúar.“ Enska blaðið Daily Mirror, og Daily Mail tekur undir það, að Norrköping vilji í heildina fá yfir 10 milljónir punda fyrir Ísak, jafnvirði 1,8 milljarða króna. Ísak Bergmann veltir sér ekkert upp úr þessum peningum. „Nei, alls ekki. Ég spái eiginlega ekkert í því,“ en hann segir að það séu nokkur lykilatriði sem verða að vera hjá hans næsta liði - þó að hann sé lítið að spá í því sem gerist. Pabbi hjálpar til „Að þjálfarinn trúi á mann, gott umhverfi í kringum liðið en ég er fyrst og fremst núna að æfa vel hérna heima. Svo kemur hitt. Maður veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég fókusera á það sem ég get stjórnað sjálfur og maður á ekki að vera spá í þeim hlutum sem maður getur ekki stjórnað sjálfur. Þá missir maður hausinn og það er ekki gott.“ Hann var svo spurður út í það hvort að hann ætti eitthvað draumalið. Hann kom einnig inn á föður sinn Jóhannes Karl Guðjónsson en Jóhannes Karl spilaði lengi í atvinnumennsku, til að mynda með Burnley og Leicester. „Ég á ekkert draumalið en ég held með Man. United. Ég bjó þar þegar pabbi var að spila með Burnley og Leicester. Það var gaman að sjá hann spila á þessum stóru völlum og gaf mér drifkraft til að ná mínum markmiðum.“ „Hann hefur verið mín helsta fyrirmynd frá því að ég var lítil. Að sjá hann spila á þessum stóru völlum á Englandi gaf manni meiri kraft að ná í þessi markmið sem hann náði. Hann hefur hjálpað mér í gegnum allt,“ en allt viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn -Ísak Bergmann í viðtali Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Ísak Bergmann settist niður með Guðjóni Guðmundssyni, Gaupa, í dag og ræddi við hann um Norrköping, sænska boltann, pabba sinn og margt, margt fleira. Þeir byrjuðu á því að ræða hvernig það hafi verið að flytja fimmtán ára til Norrköping frá Akranesi. „Það var mjög krefjandi en það hjálpaði til að ég flutti með Oliver [Stefánssyni] út og fjölskyldan hans flutti með. Að þau fluttu með var frábært fyrir mig, að geta aðlagast og komist inn í þetta með þeim þarna úti,“ sagði Ísak. Oliver, annar Skagamaður, gekk í raðir Norrköping á sama tíma. Þeir fóru beint í að æfa með aðalliði félagsins. „Að æfa með fimmtán ára með aðalliði er alveg geggjað. Að fá að æfa á hverjum degi í þessu umhverfi gerði mig betri á hverjum degi. Ég fann það. Ég varð betri með hverjum degi og það var frábært.“ Ísak hefur verið lykilmaður Norrköping á leiktíðinni og endaði sem einn stoðsendingahæsti leikmaður tímabilsins auk þess að vera tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn. Greip tækifærið þegar hann fékk það „Þetta gerðist mjög fljótt. Ég vann mig inn í byrjunarliðið sem var markmiðið fyrir tímabilið og það tókst. Í fjórðu umferðinni meiddist einn, ég fór á kantinn og lagði upp tvö mörk. Það gekk mjög vel þegar ég fékk tækifærið. Ég var mjög þakklátur fyrir að fá tækifærið.“ „Þetta er vinna á hverjum einasta degi. Maður vaknar og hugsar hvernig maður verður betri. Ég fókusera á það; að verða betri íþróttamaður, fótboltamaður og manneskja. Það geri ég á hverjum degi.“ Hann upplifði drauminn; að spila A-landsleik í síðasta mánuði er hann kom inn á í tapi Íslands á Wembley. Hann segir það draumi líkast. „Það hefur verið draumur að spila fyrir A-landsliðið. Að fá það tækifæri á Wembley var ekki síðra. Þó að leikurinn hafi ekki farið vel þá er það draumur að spila fyrir landið mitt, Ísland.“ Ísak Bergmann, eins og áður segir, hefur verið mikið orðaður við mörg lið í Evrópuboltanum og mörg þeirra eru ansi stór. Hann pælir lítið í því hvað fjölmiðlar segja; hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Spáir lítið í fjölmiðlum „Hvað varðar fjölmiðla þá reyni ég að spá lítið í þeim. Það er gaman að sjá þegar það er eitthvað gott skrifað en ég reyni að fókusera sem minnst á það - því þegar það fer að ganga illa þá er ekki gott að spá í þeim. Maður þarf að halda jafnvægi; að spá ekki í þá, hvorki þegar það gengur vel né illa.“ „Það hefur verið draumur að vera atvinnumaður í fótbolta. Ég er búinn að vera í tvö ár úti og þetta hefur verið skemmtilegt. Vonandi verður það þannig áfram. Það er fyrst og fremst skemmtilegt að það sé verið að tala um mann en það sem ég fókusera á er að hugsa um það sem ég get stjórnað. Að æfa vel og vera með fjölskyldunni. Svo fer ég til Norrköping 6. janúar.“ Enska blaðið Daily Mirror, og Daily Mail tekur undir það, að Norrköping vilji í heildina fá yfir 10 milljónir punda fyrir Ísak, jafnvirði 1,8 milljarða króna. Ísak Bergmann veltir sér ekkert upp úr þessum peningum. „Nei, alls ekki. Ég spái eiginlega ekkert í því,“ en hann segir að það séu nokkur lykilatriði sem verða að vera hjá hans næsta liði - þó að hann sé lítið að spá í því sem gerist. Pabbi hjálpar til „Að þjálfarinn trúi á mann, gott umhverfi í kringum liðið en ég er fyrst og fremst núna að æfa vel hérna heima. Svo kemur hitt. Maður veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég fókusera á það sem ég get stjórnað sjálfur og maður á ekki að vera spá í þeim hlutum sem maður getur ekki stjórnað sjálfur. Þá missir maður hausinn og það er ekki gott.“ Hann var svo spurður út í það hvort að hann ætti eitthvað draumalið. Hann kom einnig inn á föður sinn Jóhannes Karl Guðjónsson en Jóhannes Karl spilaði lengi í atvinnumennsku, til að mynda með Burnley og Leicester. „Ég á ekkert draumalið en ég held með Man. United. Ég bjó þar þegar pabbi var að spila með Burnley og Leicester. Það var gaman að sjá hann spila á þessum stóru völlum og gaf mér drifkraft til að ná mínum markmiðum.“ „Hann hefur verið mín helsta fyrirmynd frá því að ég var lítil. Að sjá hann spila á þessum stóru völlum á Englandi gaf manni meiri kraft að ná í þessi markmið sem hann náði. Hann hefur hjálpað mér í gegnum allt,“ en allt viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn -Ísak Bergmann í viðtali
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira