Fær sér stundum Coco Puffs í desert eftir Cheeriosið Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. desember 2020 10:00 Hildur Árnadóttir. Vísir/Vilhelm Hildur Árnadóttir stjórnarmaður og ráðgjafi fær sér stundum Coco Puffs í desert eftir Cheeriosið á morgnana. Hún segir aðventuna frekar rólega í ár vegna Covid en í vinnunni tókst í vikunni að undirrita samkomulag um sameiningu félaga þannig að úr verður eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Markmið sameiningarinnar er að vera tilbúin þegar öflug viðspyrna hefst og ferðamenn fara að flykkjast til landsins á ný. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Virka daga vakna ég oftast um klukkan 7:20, þá er maðurinn minn mjög oft búið að snúsa klukkuna einu sinni til tvisvar.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Ég vildi óska þess að ég gæti sagt að flesta morgna byrjaði ég á því að hugleiða og fara svo í ræktina en mér finnst best að byrja á því að fá mér vatnsglas, cheerios með banana og fjörmjólk, fæ mér stundum pínu Coco Puffs í desert og svo espressó. Á meðan fer ég yfir eiginlega alla fjölmiðla dagsins, bæði blöð, vefi og útvarp.“ Ertu mikið jólabarn? „Eiginmaðurinn segir að ég sé mikið jólabarn en ég held að það séu allir svona innstilltir. Þetta birtist helst í því að ég hef í gegnum tíðina safnað ýmsu jólaskrauti og skreyti húsið, núna er ég aðeins að reyna að minnka skrautið enda komin í minna húsnæði. Við höfum í mörg ár, nema núna, verið með aðventuboð fyrir fjölskyldu eiginmannsins aðra helgi í aðventu og þá er ég búin að skreyta allt nema jólatréð. Svo bökum við flatkökur í aðstöðu sem við höfum í Vík, mamma sér til þess að fjölskyldan steikir laufabrauð, svo er oft eitthvað föndur eða konfekt, rauðkál og biscotti sem ég nota til gjafa. Jólin sjálf eru frekar róleg með góðum mat, bóklestri, gönguferðum auk þess sem okkur finnst gaman að púsla.“ Hildur er mikið í verkefnum þessa dagana til að undirbúa næsta ár. Hún situr í nokkrum stjórnum félaga og er auk þess formaður Jafnvægisvogar FKA. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er er í ýmsum aðskildum verkefnum, til dæmis er ég formaður Jafnvægisvogar FKA, við vorum með flotta ráðstefnu og viðurkenningarhátíð í nóvember og nú erum við að skoða hvernig við höldum áfram að vekja athygli á þeim málum. Þessa dagana eru það þó helst verkefni á sviði stjórnarsetu en ég er stjórnarformaður hjá Íslandsstofu og Eldey auk setu í stjórn Sjóvá og desember mótast af því að ljúka áætlanagerð og undirbúning af ýmsu tagi fyrir næsta ár. Í ferðaþjónustunni höfum við staðið í ströngu undanfarna mánuði enda hefur heimsfaraldur kórónaveiru skapað ýmsar áskoranir en að sama skapi tækifæri til hagræðingar og endurskipulagningar. Í þessari viku náðum við þeim merka áfanga að undirrita samkomulag um sameiningu félaga í eignasafni Eldeyjar og Kynnisferða. Með þeirri sameiningu verður til eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins þar sem markmiðið er að vera betur í stakk búin fyrir öfluga viðspyrnu þegar ferðalög hefjast af fullum þunga.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég hef löngum sagt að ég sé mikil listakona og þá á ég ekki við að ség sé handlagin eða listfeng. Ég lærði upphaflega endurskoðun og þar lærir maður að skipuleggja sig fram í tímann. Ég er búin að læra að með því að brjóta verkefni niður í smærri þætti þá gengur betur að ljúka þeim enda er svo gott að haka út af listanum.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er eiginlega meiri kvöldmanneskja en morgun, er oft að lesa einhver skjöl á kvöldin en oftast er farið í rúmið rétt fyrir miðnætti. Mér finnst reyndar ósköp notalegt að dreifa huganum með því að horfa á einhvern sjónvarpsþátt þannig að líklega fer ég ekki að sofa fyrr en upp úr miðnætti.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Kók og súkkulaði í morgunmat í 45 ár samfleytt Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Kemi, segist líklegri til að auka við hreyfingu en að fara að borða hollar. Hann hefur fengið sér kók og súkkulaði í morgunmat í 45 ár og segist alveg mæla með því. Hermann skipuleggur vinnuna svolítið út frá árstíðum en þetta árið hefur verið mikið að gera vegna Covid. 12. desember 2020 10:01 Covid tíminn yndislegur þrátt fyrir erfiðleika Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 5. desember 2020 10:00 „Alltaf kem ég heim eins og nýhreinsaður hundur á sál og líkama“ Helgi Jóhannsson klæðist alltof stórum joggingbuxum þegar hann fer út að ganga með hundana á morgnana. Þessar buxur segir hann vera slysakaup á netinu. Helgi er gestur kaffispjallsins að þessu sinni. 28. nóvember 2020 10:00 Er stundum morgunfúl en dreymir um að vakna eldhress Rósa Guðný Þórsdóttir leikkona og leikstjóri er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún viðurkennir að vera stundum morgunfúl en dreymir um að vakna eldhress á morgnana og dansa fram í eldhús. 21. nóvember 2020 10:00 „Allt of mikill tími í þinginu sem fer í ekki neitt“ Þorsteinn Víglundsson segir þrjá espresso þurfa alla morgna til að rífa sig í gang. Honum leiðist tímasóun og segir hana of mikla á þingi. Að sitja á þingi sé þó mikill heiður. Í forstjórastarfinu í dag eru það hins vegar umhverfismálin sem eru hvað brýnust. 14. nóvember 2020 10:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Virka daga vakna ég oftast um klukkan 7:20, þá er maðurinn minn mjög oft búið að snúsa klukkuna einu sinni til tvisvar.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Ég vildi óska þess að ég gæti sagt að flesta morgna byrjaði ég á því að hugleiða og fara svo í ræktina en mér finnst best að byrja á því að fá mér vatnsglas, cheerios með banana og fjörmjólk, fæ mér stundum pínu Coco Puffs í desert og svo espressó. Á meðan fer ég yfir eiginlega alla fjölmiðla dagsins, bæði blöð, vefi og útvarp.“ Ertu mikið jólabarn? „Eiginmaðurinn segir að ég sé mikið jólabarn en ég held að það séu allir svona innstilltir. Þetta birtist helst í því að ég hef í gegnum tíðina safnað ýmsu jólaskrauti og skreyti húsið, núna er ég aðeins að reyna að minnka skrautið enda komin í minna húsnæði. Við höfum í mörg ár, nema núna, verið með aðventuboð fyrir fjölskyldu eiginmannsins aðra helgi í aðventu og þá er ég búin að skreyta allt nema jólatréð. Svo bökum við flatkökur í aðstöðu sem við höfum í Vík, mamma sér til þess að fjölskyldan steikir laufabrauð, svo er oft eitthvað föndur eða konfekt, rauðkál og biscotti sem ég nota til gjafa. Jólin sjálf eru frekar róleg með góðum mat, bóklestri, gönguferðum auk þess sem okkur finnst gaman að púsla.“ Hildur er mikið í verkefnum þessa dagana til að undirbúa næsta ár. Hún situr í nokkrum stjórnum félaga og er auk þess formaður Jafnvægisvogar FKA. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er er í ýmsum aðskildum verkefnum, til dæmis er ég formaður Jafnvægisvogar FKA, við vorum með flotta ráðstefnu og viðurkenningarhátíð í nóvember og nú erum við að skoða hvernig við höldum áfram að vekja athygli á þeim málum. Þessa dagana eru það þó helst verkefni á sviði stjórnarsetu en ég er stjórnarformaður hjá Íslandsstofu og Eldey auk setu í stjórn Sjóvá og desember mótast af því að ljúka áætlanagerð og undirbúning af ýmsu tagi fyrir næsta ár. Í ferðaþjónustunni höfum við staðið í ströngu undanfarna mánuði enda hefur heimsfaraldur kórónaveiru skapað ýmsar áskoranir en að sama skapi tækifæri til hagræðingar og endurskipulagningar. Í þessari viku náðum við þeim merka áfanga að undirrita samkomulag um sameiningu félaga í eignasafni Eldeyjar og Kynnisferða. Með þeirri sameiningu verður til eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins þar sem markmiðið er að vera betur í stakk búin fyrir öfluga viðspyrnu þegar ferðalög hefjast af fullum þunga.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég hef löngum sagt að ég sé mikil listakona og þá á ég ekki við að ség sé handlagin eða listfeng. Ég lærði upphaflega endurskoðun og þar lærir maður að skipuleggja sig fram í tímann. Ég er búin að læra að með því að brjóta verkefni niður í smærri þætti þá gengur betur að ljúka þeim enda er svo gott að haka út af listanum.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er eiginlega meiri kvöldmanneskja en morgun, er oft að lesa einhver skjöl á kvöldin en oftast er farið í rúmið rétt fyrir miðnætti. Mér finnst reyndar ósköp notalegt að dreifa huganum með því að horfa á einhvern sjónvarpsþátt þannig að líklega fer ég ekki að sofa fyrr en upp úr miðnætti.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Kók og súkkulaði í morgunmat í 45 ár samfleytt Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Kemi, segist líklegri til að auka við hreyfingu en að fara að borða hollar. Hann hefur fengið sér kók og súkkulaði í morgunmat í 45 ár og segist alveg mæla með því. Hermann skipuleggur vinnuna svolítið út frá árstíðum en þetta árið hefur verið mikið að gera vegna Covid. 12. desember 2020 10:01 Covid tíminn yndislegur þrátt fyrir erfiðleika Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 5. desember 2020 10:00 „Alltaf kem ég heim eins og nýhreinsaður hundur á sál og líkama“ Helgi Jóhannsson klæðist alltof stórum joggingbuxum þegar hann fer út að ganga með hundana á morgnana. Þessar buxur segir hann vera slysakaup á netinu. Helgi er gestur kaffispjallsins að þessu sinni. 28. nóvember 2020 10:00 Er stundum morgunfúl en dreymir um að vakna eldhress Rósa Guðný Þórsdóttir leikkona og leikstjóri er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún viðurkennir að vera stundum morgunfúl en dreymir um að vakna eldhress á morgnana og dansa fram í eldhús. 21. nóvember 2020 10:00 „Allt of mikill tími í þinginu sem fer í ekki neitt“ Þorsteinn Víglundsson segir þrjá espresso þurfa alla morgna til að rífa sig í gang. Honum leiðist tímasóun og segir hana of mikla á þingi. Að sitja á þingi sé þó mikill heiður. Í forstjórastarfinu í dag eru það hins vegar umhverfismálin sem eru hvað brýnust. 14. nóvember 2020 10:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
Kók og súkkulaði í morgunmat í 45 ár samfleytt Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Kemi, segist líklegri til að auka við hreyfingu en að fara að borða hollar. Hann hefur fengið sér kók og súkkulaði í morgunmat í 45 ár og segist alveg mæla með því. Hermann skipuleggur vinnuna svolítið út frá árstíðum en þetta árið hefur verið mikið að gera vegna Covid. 12. desember 2020 10:01
Covid tíminn yndislegur þrátt fyrir erfiðleika Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 5. desember 2020 10:00
„Alltaf kem ég heim eins og nýhreinsaður hundur á sál og líkama“ Helgi Jóhannsson klæðist alltof stórum joggingbuxum þegar hann fer út að ganga með hundana á morgnana. Þessar buxur segir hann vera slysakaup á netinu. Helgi er gestur kaffispjallsins að þessu sinni. 28. nóvember 2020 10:00
Er stundum morgunfúl en dreymir um að vakna eldhress Rósa Guðný Þórsdóttir leikkona og leikstjóri er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún viðurkennir að vera stundum morgunfúl en dreymir um að vakna eldhress á morgnana og dansa fram í eldhús. 21. nóvember 2020 10:00
„Allt of mikill tími í þinginu sem fer í ekki neitt“ Þorsteinn Víglundsson segir þrjá espresso þurfa alla morgna til að rífa sig í gang. Honum leiðist tímasóun og segir hana of mikla á þingi. Að sitja á þingi sé þó mikill heiður. Í forstjórastarfinu í dag eru það hins vegar umhverfismálin sem eru hvað brýnust. 14. nóvember 2020 10:00