Minnst tíu hús skemmdust þegar stór skriða féll Ritstjórn skrifar 18. desember 2020 15:08 Lögregla stendur vaktina á svæðinu en eins og sjá má er húsið gjörónýtt. Vísir/Egill Aurskriða féll á hús á Seyðisfirði um klukkan þrjú. Hún er mögulega sú stærsta sem fallið hefur á svæðinu á síðustu dögum. Ekki er vitað um nein slys á fólki að svo stöddu. Almannavarnarstig á Seyðisfirði hefur verið hækkað úr hættustigi í neyðarstig. Stefnt er að því að rýma bæinn. Nýjustu fréttir frá Seyðisfirði má nálgast í vaktinni neðst í fréttinni. Fólk sást hlaupa út úr húsum og undan skriðunni sem féll úr Botnabrú, milli Brúarár og Stöðvarlækjar. Gríðarlegur viðbúnaður er á svæðinu og fólki er mjög brugðið. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum skemmdust að minnsta kosti tíu hús þegar skriðan féll. Myndband af skriðunni falla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þetta er annað húsið sem verður aurskirðum að bráð á Seyðisfirði. Stórt hús færðist um fimmtíu metra úr stað í nótt þegar önnur af tveimur skriðum næturnnar féllu úr Nautaklauf. Það hús var mannlaust. Hér fyrir neðan sjást skriðurnar sem féllu í nótt og í dag sjást. Sú stóra síðdegis sést rauðmerkt fara yfir Hafnarveg. Grafík/HÞ Helstu fréttir frá Seyðisfirði nú síðdegis og í kvöld má nálgast í vaktinni hér fyrir neðan.
Nýjustu fréttir frá Seyðisfirði má nálgast í vaktinni neðst í fréttinni. Fólk sást hlaupa út úr húsum og undan skriðunni sem féll úr Botnabrú, milli Brúarár og Stöðvarlækjar. Gríðarlegur viðbúnaður er á svæðinu og fólki er mjög brugðið. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum skemmdust að minnsta kosti tíu hús þegar skriðan féll. Myndband af skriðunni falla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þetta er annað húsið sem verður aurskirðum að bráð á Seyðisfirði. Stórt hús færðist um fimmtíu metra úr stað í nótt þegar önnur af tveimur skriðum næturnnar féllu úr Nautaklauf. Það hús var mannlaust. Hér fyrir neðan sjást skriðurnar sem féllu í nótt og í dag sjást. Sú stóra síðdegis sést rauðmerkt fara yfir Hafnarveg. Grafík/HÞ Helstu fréttir frá Seyðisfirði nú síðdegis og í kvöld má nálgast í vaktinni hér fyrir neðan.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Kom til landsins til að bjarga eigum sínum en húsið fór degi seinna Cordoula Fchrand, eigandi einbýlishússins Breiðabliks við Austurveg á Seyðisfirði, segist ekki bjartsýn á að eitthvað sé eftir af eignum hennar í húsinu. Stór aurskriða úr Nautaklauf tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra 18. desember 2020 13:20 Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir. 17. desember 2020 16:08 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Kom til landsins til að bjarga eigum sínum en húsið fór degi seinna Cordoula Fchrand, eigandi einbýlishússins Breiðabliks við Austurveg á Seyðisfirði, segist ekki bjartsýn á að eitthvað sé eftir af eignum hennar í húsinu. Stór aurskriða úr Nautaklauf tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra 18. desember 2020 13:20
Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir. 17. desember 2020 16:08