Helgustaðavegur lokaður vegna aurskriðu Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2020 11:17 Helgustaðavegur út með Eskifirði milli Engjabakka og Högnastaða. Fjarðabyggð Aurskriða féll á Helgustaðaveg, út með Eskifirði milli Engjabakka og Högnastaða, í nótt og er vegurinn því lokaður. Þetta kemur fram á vef Fjarðabyggðar, en á vef Vegagerðarinnar má sjá að veginum hafi verið lokað „vegna náttúruhamfara“. Hættustig vegna skriðuhættu er áfram í gildi á Seyðisfirði og rýmingarsvæði hefur verið stækkað. Óvissustig er í gildi á Austurlandi. Frá þessu segir í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. „Mikil úrkoma var á Seyðisfirði í gærkvöldi og í nótt og rýmingar því enn í gildi. Í gærkvöldi voru svæði stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar. Í nótt féllu tvær skriður úr Nautaklauf þar sem stærsta skriðan á þriðjudag féll. Fyrri skriðan féll upp úr kl. 1 og önnur stærri skriða féll um tveimur tímum seinna. Sú skriða tók með sér mannlaust timburhús og flutti um 50 m. Það hús var innan svæðis sem hafði verið rýmt. Í kjölfarið var staðan endurmetin og nokkur hús til viðbótar rýmd. Rýmingar á Seyðisfirði verða áfram í gildi að minnsta kosti þar til á morgun. Gerð hefur verið áætlun um frekari rýmingar og útvíkkun á hættusvæði ef aðstæður versna. Þá féll skriða á Eskifirði, utan þéttbýlis, [Helgustaðavegur] en ekki er talin ástæða til frekari viðbragða þar að sinni. Áfram er vel er fylgst með aðstæðum. Ekki er heimilt að fara inn á rýmingarsvæðið á Seyðisfirði eins og sakir standa, en staðan verður endurmetin eftir birtingu. Appelsínugul úrkomuviðvörun Veðurstofu Íslands fyrir Austurland hefur verið framlengd til klukkan 20:00 í kvöld og þá tekur við gul viðvörun til klukkan 09:00 á laugardagsmorgun,“ segir í tilkynningunni. Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi: Hættustig vegna skriðuhættu...Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Friday, 18 December 2020 Fjarðabyggð Samgöngur Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Fjarðabyggðar, en á vef Vegagerðarinnar má sjá að veginum hafi verið lokað „vegna náttúruhamfara“. Hættustig vegna skriðuhættu er áfram í gildi á Seyðisfirði og rýmingarsvæði hefur verið stækkað. Óvissustig er í gildi á Austurlandi. Frá þessu segir í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. „Mikil úrkoma var á Seyðisfirði í gærkvöldi og í nótt og rýmingar því enn í gildi. Í gærkvöldi voru svæði stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar. Í nótt féllu tvær skriður úr Nautaklauf þar sem stærsta skriðan á þriðjudag féll. Fyrri skriðan féll upp úr kl. 1 og önnur stærri skriða féll um tveimur tímum seinna. Sú skriða tók með sér mannlaust timburhús og flutti um 50 m. Það hús var innan svæðis sem hafði verið rýmt. Í kjölfarið var staðan endurmetin og nokkur hús til viðbótar rýmd. Rýmingar á Seyðisfirði verða áfram í gildi að minnsta kosti þar til á morgun. Gerð hefur verið áætlun um frekari rýmingar og útvíkkun á hættusvæði ef aðstæður versna. Þá féll skriða á Eskifirði, utan þéttbýlis, [Helgustaðavegur] en ekki er talin ástæða til frekari viðbragða þar að sinni. Áfram er vel er fylgst með aðstæðum. Ekki er heimilt að fara inn á rýmingarsvæðið á Seyðisfirði eins og sakir standa, en staðan verður endurmetin eftir birtingu. Appelsínugul úrkomuviðvörun Veðurstofu Íslands fyrir Austurland hefur verið framlengd til klukkan 20:00 í kvöld og þá tekur við gul viðvörun til klukkan 09:00 á laugardagsmorgun,“ segir í tilkynningunni. Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi: Hættustig vegna skriðuhættu...Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Friday, 18 December 2020
Fjarðabyggð Samgöngur Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira