Ríkið sýknað af skaðabótakröfu vegna afleiðinga svínaflensusprautu Sylvía Hall skrifar 18. desember 2020 10:49 Bóluefnið Pandemrix var talið hafa leitt til drómasýkinnar, en sambærileg mál hafa komið upp víða erlendis. Getty/Niall Carson Íslenska ríkið var í gær sýknað af skaðabótakröfu vegna drómasýki sem stefnandi taldi sig hafa fengið í kjölfar bólusetningar með lyfinu Pandemrix gegn svínaflensunni árið 2009. Einkenni fóru að gera vart við sig í kjölfar sprautunnar og var það niðurstaða sérfræðings í taugalækningum að hann hefði fengið drómasýki og slekjuköst í kjölfar bólusetningarinnar. Stefnandi krafðist rúmlega fjórtán milljóna króna í skaðabætur af hálfu ríkisins að frádreginni þeirri upphæð sem hann hafði þegar fengið greidda frá Sjúkratryggingum Íslands en Sjúkratryggingar féllust á bótarétt hans árið 2015 vegna drómasýkinnar. Var honum greiddar hámarksbætur, eða rúmlega tíu milljónir króna, þar sem talið var að meiri líkur en minni væru á því að hann hafi orðið fyrir alvarlegum fylgikvilla. Taldi hann þó afleiðingar bólusetningarinnar vanmetnar af Sjúkratryggingum og aflaði í kjölfarið matsgerðar frá sérfræðilækni í heila- og taugasjúkdómum. Við gerð matsgerðarinnar var vísað til vottorðs annars læknis um „klár tengsl“ milli drómasýki og svínaflensubólusetningar og tók sérfræðilæknirinn undir þau sjónarmið. Íslenska ríkið véfengdi ekki niðurstöðurnar, en taldi óvíst hvort sannað væri beint orsakasamhengi milli bólusetningar og veikindanna. Var þar vísað til bréfs sóttvarnaráðs frá 2013 þar sem sagði að orsakasamband væri óstaðfest þó tölfræðileg tengsl hafi fundist í sumum löndum. Var mælst til þess af hálfu Embættis landlæknis sama ár að bóluefnið yrði ekki notað á einstaklinga yngri en 19 ára nema annað virkt bóluefni væri ekki fyrir hendi. Stefnandi byggði mál sitt á því að hann hafi einungis verið að fylgja tilmælum yfirvalda þegar hann fór í bólusetningu árið 2009. Dómurinn taldi þó ekki sannað að saknæm háttsemi hefði átt sér stað í tengslum við kaup á bóluefninu eða notkun þess. Hvatning til almennings hafi verið byggð á fyrirliggjandi þekkingu í lyfjafræði og læknavísindum á þeim tíma. 150 þúsund voru bólusett með Pandemrix hér á landi. Myndin er frá bólusetningu í Þýskalandi árið 2009. Getty/Ullstein bild Gat ekki stundað frekara nám Í málsatvikalýsingu segir að drómasýkin hafi haft neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir stefnanda. Hann hafi verið um tvítugur að aldri þegar afleiðingarnar komu fram og nýlokið stúdentsprófi á þeim tíma. Hann hafi verið óákveðinn varðandi frekara nám og hóf því störf á almennum vinnumarkaði. Þegar hann reyndi síðar að fara í frekara nám hafi hann ekki getað það sökum veikindanna. Hann sé enn í vinnu þar sem hann sé háður „skilningi vinnuveitanda“ og afleiðingarnar muni koma til með að há honum um alla framtíð. Hann geti ekki stundað frekara nám og drómasýkin muni koma til með að skerða starfsval hans og tekjuöflunarmöguleika til framtíðar. Þórólfur bar vitni fyrir dómi Á árunum 2009 og 2010 starfaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sem yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis. Bar hann vitni fyrir dómi um aðdraganda kaupa á bóluefninu og sagði heilbrigðisyfirvöld hafa farið í það verkefni að kaupa 300 þúsund skammta eftir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að um alvarlegan faraldur væri að ræða. Markmiðið var að helmingur þjóðarinnar yrði bólusettur og gekk það að mestu eftir. Um 150 þúsund landsmenn voru bólusettir og lauk bólusetningu að mestu undir lok árs 2009. Heilbrigðisyfirvöld hafi metið það sem svo að bóluefnið hefði verið mjög virkt og það hafi stöðvað faraldur, sem annars hefði getað sýkt 60 þúsund manns. Þórólfur starfaði sem yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis á þeim tíma er svínaflensufaraldurinn kom upp. Vísir/Egill Héraðsdómur taldi sannað að stefnandi hafði orðið fyrir því tjóni sem rakið var í matsgerð heila- og taugasérfræðingsins og að það hafi stafað af bólusetningunni. Þó væri óumdeilt að Lyfjastofnun Evrópu hefði veitt markaðsleyfi sem lá fyrir áður en stefnandi var bólusettur og ósannað að slegið hafi verið að öryggiskröfum af hálfu ríkisins. Ekki var talið unnt að leggja til grundvallar að bóluefnið hafi verið haldið ágalla sem gæti leitt til bótaskyldu ríkisins, enda voru aukaverkanirnar ekki þekktar á þeim tíma er bólusett var. Bóluefnið hafi þannig ekki verið kynnt með óforsvaranlegum hætti og var því ríkið sýknað af kröfum stefnanda. Dómsmál Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Stefnandi krafðist rúmlega fjórtán milljóna króna í skaðabætur af hálfu ríkisins að frádreginni þeirri upphæð sem hann hafði þegar fengið greidda frá Sjúkratryggingum Íslands en Sjúkratryggingar féllust á bótarétt hans árið 2015 vegna drómasýkinnar. Var honum greiddar hámarksbætur, eða rúmlega tíu milljónir króna, þar sem talið var að meiri líkur en minni væru á því að hann hafi orðið fyrir alvarlegum fylgikvilla. Taldi hann þó afleiðingar bólusetningarinnar vanmetnar af Sjúkratryggingum og aflaði í kjölfarið matsgerðar frá sérfræðilækni í heila- og taugasjúkdómum. Við gerð matsgerðarinnar var vísað til vottorðs annars læknis um „klár tengsl“ milli drómasýki og svínaflensubólusetningar og tók sérfræðilæknirinn undir þau sjónarmið. Íslenska ríkið véfengdi ekki niðurstöðurnar, en taldi óvíst hvort sannað væri beint orsakasamhengi milli bólusetningar og veikindanna. Var þar vísað til bréfs sóttvarnaráðs frá 2013 þar sem sagði að orsakasamband væri óstaðfest þó tölfræðileg tengsl hafi fundist í sumum löndum. Var mælst til þess af hálfu Embættis landlæknis sama ár að bóluefnið yrði ekki notað á einstaklinga yngri en 19 ára nema annað virkt bóluefni væri ekki fyrir hendi. Stefnandi byggði mál sitt á því að hann hafi einungis verið að fylgja tilmælum yfirvalda þegar hann fór í bólusetningu árið 2009. Dómurinn taldi þó ekki sannað að saknæm háttsemi hefði átt sér stað í tengslum við kaup á bóluefninu eða notkun þess. Hvatning til almennings hafi verið byggð á fyrirliggjandi þekkingu í lyfjafræði og læknavísindum á þeim tíma. 150 þúsund voru bólusett með Pandemrix hér á landi. Myndin er frá bólusetningu í Þýskalandi árið 2009. Getty/Ullstein bild Gat ekki stundað frekara nám Í málsatvikalýsingu segir að drómasýkin hafi haft neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir stefnanda. Hann hafi verið um tvítugur að aldri þegar afleiðingarnar komu fram og nýlokið stúdentsprófi á þeim tíma. Hann hafi verið óákveðinn varðandi frekara nám og hóf því störf á almennum vinnumarkaði. Þegar hann reyndi síðar að fara í frekara nám hafi hann ekki getað það sökum veikindanna. Hann sé enn í vinnu þar sem hann sé háður „skilningi vinnuveitanda“ og afleiðingarnar muni koma til með að há honum um alla framtíð. Hann geti ekki stundað frekara nám og drómasýkin muni koma til með að skerða starfsval hans og tekjuöflunarmöguleika til framtíðar. Þórólfur bar vitni fyrir dómi Á árunum 2009 og 2010 starfaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sem yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis. Bar hann vitni fyrir dómi um aðdraganda kaupa á bóluefninu og sagði heilbrigðisyfirvöld hafa farið í það verkefni að kaupa 300 þúsund skammta eftir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að um alvarlegan faraldur væri að ræða. Markmiðið var að helmingur þjóðarinnar yrði bólusettur og gekk það að mestu eftir. Um 150 þúsund landsmenn voru bólusettir og lauk bólusetningu að mestu undir lok árs 2009. Heilbrigðisyfirvöld hafi metið það sem svo að bóluefnið hefði verið mjög virkt og það hafi stöðvað faraldur, sem annars hefði getað sýkt 60 þúsund manns. Þórólfur starfaði sem yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis á þeim tíma er svínaflensufaraldurinn kom upp. Vísir/Egill Héraðsdómur taldi sannað að stefnandi hafði orðið fyrir því tjóni sem rakið var í matsgerð heila- og taugasérfræðingsins og að það hafi stafað af bólusetningunni. Þó væri óumdeilt að Lyfjastofnun Evrópu hefði veitt markaðsleyfi sem lá fyrir áður en stefnandi var bólusettur og ósannað að slegið hafi verið að öryggiskröfum af hálfu ríkisins. Ekki var talið unnt að leggja til grundvallar að bóluefnið hafi verið haldið ágalla sem gæti leitt til bótaskyldu ríkisins, enda voru aukaverkanirnar ekki þekktar á þeim tíma er bólusett var. Bóluefnið hafi þannig ekki verið kynnt með óforsvaranlegum hætti og var því ríkið sýknað af kröfum stefnanda.
Dómsmál Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira