Ákærðir fyrir að ætla að ræna ríkisstjóra Michigan Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2020 22:23 Kaleb Franks, Brandon Caserta, Adam Dean Fox, Daniel Harris, Barry Croft og Ty Garbin eiga yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi. AP/Fógeti Kentsýslu Sex bandarískir menn hafa verið formlega ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir voru handteknir í október eftir að þeir ræddu sín á milli um að ráðast á sumarhús ríkisstjórans og ræna henni. Þeir eru sagðir hafa verið reiðir og þá meðal annars vegna sóttvarnaaðgerða ráðamanna í Michigan. Einhverjir þeirra tilheyra vopnaðir öfgasveit hægri manna sem kallast Wolverine Watchmen, eða Varðmenn jarfans á íslensku. Það var svokallaður grand jury sem gaf út ákærurnar. Það ferli felur í sér að hópur kviðdómenda fer yfir gögn málsins og ákveður hvort tilefni þykir til að ákæra formlega í tilteknum málum. Samkvæmt Reuters sem vitnar í yfirlýsingu frá ríkissaksóknara Bandaríkjanna, var þetta mikilvægt skref í því að ákæra mennina einnig á alríkisstiginu. Meðal annars töldu einhverjir mannanna að Whitmer væri í raun harðstjóri fyrir að hafa látið loka líkamsræktarstöðvum í Michigan vegna faraldursins. Þeir töluðu um að handsama hana í borgarlegri handtöku og jafnvel taka hana af lífi. Verði þeir fundnir sekir gætu þeir verið dæmdir til í lífstíðarfangelsi. Verjendur mannanna segja þá ekki hafa ætlað að standa við stóru orðin. Samtöl þeirra hafi í raun verið innihaldslaus. Einn lögmannanna sagði í samtali við Reuters að þeir hafi ekki ætlað að ræna Whitmer í alvörunni. Ekkert ráðabrugg hafi verið til staðar. Í ákærunni segir hins vegar að mennirnir hafi fundað í sumar og rætt mannránið. Þeir hafi sömuleiðis haldið skotvopnaæfingar og vaktað sumarhús ríkisstjórans í ágúst og september og kannað hve langt væri í næstu lögreglustöð. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að þeir hafi æft sig í því að ráðast á byggingar í sameiningu. Þá keyptu einhverjir þeirra muni sem átti að nota í ránið, eins og rafbyssu, og fjórir þeirra reyndu að kaupa sprengiefni af manni sem var í raun útsendari Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Mennirnir höfðu rætt það að sprengja brú nærri sumarhúsi Whitmer til að tefja viðbrögð lögreglunnar. Whitmer hefur sakað Donald Trump, fráfarandi forseta, um að hafa alið á sundrung og ofbeldi. Orðræða hans hafi átt þátt í meintum ætlunum þessa manna og öðrum hótunum gagnvart opinberum starfsmönnum Í Bandaríkjunum. Þá hafði Trump lengi gagnrýnt Whitmer fyrir sóttvarnaaðgerðir hennar og nokkrum dögum eftir að mennirnir sex voru handteknir og meint ráðabrugg þeirra gert opinbert, sagði Trump á fjöldafundi að handtaka ætti Whitmer. Hann gagnrýndi Whitmer svo fyrir að hafa ekki þakkað sér persónulega fyrir það að útsendarar FBI hefðu stöðvað ráðabruggið. Bandaríkin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
Þeir eru sagðir hafa verið reiðir og þá meðal annars vegna sóttvarnaaðgerða ráðamanna í Michigan. Einhverjir þeirra tilheyra vopnaðir öfgasveit hægri manna sem kallast Wolverine Watchmen, eða Varðmenn jarfans á íslensku. Það var svokallaður grand jury sem gaf út ákærurnar. Það ferli felur í sér að hópur kviðdómenda fer yfir gögn málsins og ákveður hvort tilefni þykir til að ákæra formlega í tilteknum málum. Samkvæmt Reuters sem vitnar í yfirlýsingu frá ríkissaksóknara Bandaríkjanna, var þetta mikilvægt skref í því að ákæra mennina einnig á alríkisstiginu. Meðal annars töldu einhverjir mannanna að Whitmer væri í raun harðstjóri fyrir að hafa látið loka líkamsræktarstöðvum í Michigan vegna faraldursins. Þeir töluðu um að handsama hana í borgarlegri handtöku og jafnvel taka hana af lífi. Verði þeir fundnir sekir gætu þeir verið dæmdir til í lífstíðarfangelsi. Verjendur mannanna segja þá ekki hafa ætlað að standa við stóru orðin. Samtöl þeirra hafi í raun verið innihaldslaus. Einn lögmannanna sagði í samtali við Reuters að þeir hafi ekki ætlað að ræna Whitmer í alvörunni. Ekkert ráðabrugg hafi verið til staðar. Í ákærunni segir hins vegar að mennirnir hafi fundað í sumar og rætt mannránið. Þeir hafi sömuleiðis haldið skotvopnaæfingar og vaktað sumarhús ríkisstjórans í ágúst og september og kannað hve langt væri í næstu lögreglustöð. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að þeir hafi æft sig í því að ráðast á byggingar í sameiningu. Þá keyptu einhverjir þeirra muni sem átti að nota í ránið, eins og rafbyssu, og fjórir þeirra reyndu að kaupa sprengiefni af manni sem var í raun útsendari Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Mennirnir höfðu rætt það að sprengja brú nærri sumarhúsi Whitmer til að tefja viðbrögð lögreglunnar. Whitmer hefur sakað Donald Trump, fráfarandi forseta, um að hafa alið á sundrung og ofbeldi. Orðræða hans hafi átt þátt í meintum ætlunum þessa manna og öðrum hótunum gagnvart opinberum starfsmönnum Í Bandaríkjunum. Þá hafði Trump lengi gagnrýnt Whitmer fyrir sóttvarnaaðgerðir hennar og nokkrum dögum eftir að mennirnir sex voru handteknir og meint ráðabrugg þeirra gert opinbert, sagði Trump á fjöldafundi að handtaka ætti Whitmer. Hann gagnrýndi Whitmer svo fyrir að hafa ekki þakkað sér persónulega fyrir það að útsendarar FBI hefðu stöðvað ráðabruggið.
Bandaríkin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira