Rósa Björk til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar Atli Ísleifsson skrifar 16. desember 2020 13:20 Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður. Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir gekk í dag til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar. Hún hefur setið sem óháður þingmaður á Alþingi síðastliðna þrjá mánuði, en var þar áður í þingflokki Vinstri grænna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rósu Björk sem send var á fjölmiðla. Rósa Björk segir að pólitískar áherslur sínar og Samfylkingarinnar séu nátengdar með mikilvægi á aukinn jöfnuð í samfélaginu þar sem allir geti notið sín á eigin forsendum, burtséð frá stétt eða stöðu. Það eigi líka við um frið og sjálfbærni og opið, framsækið og fjölbreytt samfélag með áherslu á virka fjölþætta utanríkisstefnu. „Að undanförnu hefur Samfylkingin að auki lagt mun meiri og skýrari þunga á loftlagsmálin, og umhverfismálin en áður og lagt fram góða áætlun um græna viðspyrnu út úr Covid-19 kreppunni. Það gerir útslagið fyrir mig þegar kemur að því að taka þessa ákvörðun um að ganga í Samfylkinguna og þingflokk hennar. Ég hlakka mjög mikið til að taka þátt í starfi Samfylkingarinnar og að leggja mitt á vogarskálarnar til að bæta íslenskt samfélag,“ segir í tilkynningunni. Þingflokksformaðurinn: „Hér á hún heima“ Eftir að Rósa Björk hefur gengið til liðs við Samfylkinguna eru nú átta þingmenn í þingflokknum. Vísir náði tali af Oddnýju G. Harðardóttur, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, skömmu eftir að tilkynningin barst og sagði hún að Rósa Björk sæti nú sinn fyrsta þingflokksfund. „Við erum afskaplega ánægð að fá Rósu Björk til liðs við okkur. Hún er öflugur þingmaður og hér á hún heima.“ Oddný segir að enn eftir að ræða setu Rósu Bjarkar í nefndum fyrir Samfylkinguna en að það sé allt til skoðunar. Átti ekki lengur samleið Rósa Björk tilkynnti um úrsögn sína úr þingflokki Vinstri grænna í september þar sem hún sagði ástæðuna vera brottvísun egypskrar fjölskyldu sem mikið var til umfjöllunar. Hún sagði þá að málið hafi endanlega opnað augu hennar fyrir því að hún ætti ekki lengur samleið með Vinstri grænum. Athygli vakti að Rósa Björk og Andrés Ingi Jónsson studdu á sínum tíma ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þau sögðu sig bæði úr þingflokknum á kjörtímabilinu. Andrés Ingi situr enn sem óháður þingmaður. Hvalreki Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir í færslu á Facebook að um mikinn hvalreka að ræða fyrir þingflokkinn. „Ég hef kynnst henni ágætlega frá því við settumst á þing fyrir fjórum árum og álitið mitt á henni hefur vaxið stöðugt á þeim tíma. Hún er án efa einn sterkasti þingmaðurinn sem á sæti á Alþingi í dag og í loftlags- og utanríkismálum standast henni fáir ef einhver snúning. Vertu velkominn til okkar kæra vinkona,“ segir Logi. Það var mikill hvalreki fyrir Samfylkinguna þegar Rosa Bjork gekk til liðs við þingflokk okkar í dag. Ég hef kynnst...Posted by Logi Einarsson on Wednesday, 16 December 2020 Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Rósa Björk segir sig úr þingflokki Vinstri grænna Ástæðuna, kornið sem fyllti mælinn, segir hún vera brottvísun stjórnvalda á egypsku fjölskyldunni. 17. september 2020 14:23 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rósu Björk sem send var á fjölmiðla. Rósa Björk segir að pólitískar áherslur sínar og Samfylkingarinnar séu nátengdar með mikilvægi á aukinn jöfnuð í samfélaginu þar sem allir geti notið sín á eigin forsendum, burtséð frá stétt eða stöðu. Það eigi líka við um frið og sjálfbærni og opið, framsækið og fjölbreytt samfélag með áherslu á virka fjölþætta utanríkisstefnu. „Að undanförnu hefur Samfylkingin að auki lagt mun meiri og skýrari þunga á loftlagsmálin, og umhverfismálin en áður og lagt fram góða áætlun um græna viðspyrnu út úr Covid-19 kreppunni. Það gerir útslagið fyrir mig þegar kemur að því að taka þessa ákvörðun um að ganga í Samfylkinguna og þingflokk hennar. Ég hlakka mjög mikið til að taka þátt í starfi Samfylkingarinnar og að leggja mitt á vogarskálarnar til að bæta íslenskt samfélag,“ segir í tilkynningunni. Þingflokksformaðurinn: „Hér á hún heima“ Eftir að Rósa Björk hefur gengið til liðs við Samfylkinguna eru nú átta þingmenn í þingflokknum. Vísir náði tali af Oddnýju G. Harðardóttur, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, skömmu eftir að tilkynningin barst og sagði hún að Rósa Björk sæti nú sinn fyrsta þingflokksfund. „Við erum afskaplega ánægð að fá Rósu Björk til liðs við okkur. Hún er öflugur þingmaður og hér á hún heima.“ Oddný segir að enn eftir að ræða setu Rósu Bjarkar í nefndum fyrir Samfylkinguna en að það sé allt til skoðunar. Átti ekki lengur samleið Rósa Björk tilkynnti um úrsögn sína úr þingflokki Vinstri grænna í september þar sem hún sagði ástæðuna vera brottvísun egypskrar fjölskyldu sem mikið var til umfjöllunar. Hún sagði þá að málið hafi endanlega opnað augu hennar fyrir því að hún ætti ekki lengur samleið með Vinstri grænum. Athygli vakti að Rósa Björk og Andrés Ingi Jónsson studdu á sínum tíma ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þau sögðu sig bæði úr þingflokknum á kjörtímabilinu. Andrés Ingi situr enn sem óháður þingmaður. Hvalreki Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir í færslu á Facebook að um mikinn hvalreka að ræða fyrir þingflokkinn. „Ég hef kynnst henni ágætlega frá því við settumst á þing fyrir fjórum árum og álitið mitt á henni hefur vaxið stöðugt á þeim tíma. Hún er án efa einn sterkasti þingmaðurinn sem á sæti á Alþingi í dag og í loftlags- og utanríkismálum standast henni fáir ef einhver snúning. Vertu velkominn til okkar kæra vinkona,“ segir Logi. Það var mikill hvalreki fyrir Samfylkinguna þegar Rosa Bjork gekk til liðs við þingflokk okkar í dag. Ég hef kynnst...Posted by Logi Einarsson on Wednesday, 16 December 2020 Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Rósa Björk segir sig úr þingflokki Vinstri grænna Ástæðuna, kornið sem fyllti mælinn, segir hún vera brottvísun stjórnvalda á egypsku fjölskyldunni. 17. september 2020 14:23 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Rósa Björk segir sig úr þingflokki Vinstri grænna Ástæðuna, kornið sem fyllti mælinn, segir hún vera brottvísun stjórnvalda á egypsku fjölskyldunni. 17. september 2020 14:23