Íbúar Hrafnistu þakklátir að heimilin séu varin yfir jólin Birgir Olgeirsson skrifar 16. desember 2020 11:31 María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu. Vísir/Vilhelm Íbúar Hrafnistu eru almennt þakklátir fyrir að þeir verði varðir yfir hátíðirnar. Þetta segir forstjóri Hrafnistu eftir að yfirvöld mældu gegn því að íbúar hjúkrunarheimila dvelji hjá ættingjum yfir hátíðirnar. Fari íbúi út af hjúkrunarheimili þarf hann að fara í sóttkví í fimm daga og að fá neikvæða niðurstöðu úr skimun áður en hann getur snúið aftur á hjúkrunarheimilið. Sóttvarnayfirvöld biðla til ættingja að láta eigin hagsmuni til hliðar fyrir hagsmuni heildarinnar. Ættingjar mega þó heimsækja íbúa hjúkrunarheimila yfir jólin en með ströngum skilyrðum. „Þú komir ekki inn með einkenni. Að þú komir inn með grímu. Þið dveljið ekki á sameiginlegum svæðum. Farið beint inn á herbergi með ykkar íbúa. Við óskum eftir að aðstandendur og aðrir gestir virði tveggja metra regluna. Það er freistandi að fá að knúsa og faðma en það skiptir máli að við höldum uppi eins miklum sóttvörnum og hægt er,“ segir María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu. Tilefnið er ærið enda býr viðkvæmasti hópurinn á þessum hjúkrunarheimilum. „Við sjáum bara hvað er að gerast í löndunum í kringum okkur. Og það sem gerðist á Landakoti getur gerst hvar sem er. Það er allt gert til að verja því við vitum hversu alvarlegar afleiðingar það getur haft ef veiran kemst inn á heimilin.“ Margir íbúanna upplifi létti að heyra af þessum ströngu reglum. „Við erum að heyra raddir þar sem fólk er almennt þakklát að við séum að verja heimilin. Við erum á lokametrunum. Við þurfum að halda þetta út, við missum ekki smitin inn á heimilin á lokametrunum. Við vitum afleiðingarnar og þær eru gríðarlega alvarlegar.“ Mikið verður lagt upp úr jólunum á Hrafnistu, eins og áður. „Starfsfólk okkar hefur sagt í nokkur ár að það er mjög huggulegt að vinna á jólunum því þetta er huggulegt og við gerum allt sem í okkar valdi stendur að gera þetta eins hátíðlegt og mögulegt er. Þetta verður ánægjuleg stund.“ Eldri borgarar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fari íbúi út af hjúkrunarheimili þarf hann að fara í sóttkví í fimm daga og að fá neikvæða niðurstöðu úr skimun áður en hann getur snúið aftur á hjúkrunarheimilið. Sóttvarnayfirvöld biðla til ættingja að láta eigin hagsmuni til hliðar fyrir hagsmuni heildarinnar. Ættingjar mega þó heimsækja íbúa hjúkrunarheimila yfir jólin en með ströngum skilyrðum. „Þú komir ekki inn með einkenni. Að þú komir inn með grímu. Þið dveljið ekki á sameiginlegum svæðum. Farið beint inn á herbergi með ykkar íbúa. Við óskum eftir að aðstandendur og aðrir gestir virði tveggja metra regluna. Það er freistandi að fá að knúsa og faðma en það skiptir máli að við höldum uppi eins miklum sóttvörnum og hægt er,“ segir María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu. Tilefnið er ærið enda býr viðkvæmasti hópurinn á þessum hjúkrunarheimilum. „Við sjáum bara hvað er að gerast í löndunum í kringum okkur. Og það sem gerðist á Landakoti getur gerst hvar sem er. Það er allt gert til að verja því við vitum hversu alvarlegar afleiðingar það getur haft ef veiran kemst inn á heimilin.“ Margir íbúanna upplifi létti að heyra af þessum ströngu reglum. „Við erum að heyra raddir þar sem fólk er almennt þakklát að við séum að verja heimilin. Við erum á lokametrunum. Við þurfum að halda þetta út, við missum ekki smitin inn á heimilin á lokametrunum. Við vitum afleiðingarnar og þær eru gríðarlega alvarlegar.“ Mikið verður lagt upp úr jólunum á Hrafnistu, eins og áður. „Starfsfólk okkar hefur sagt í nokkur ár að það er mjög huggulegt að vinna á jólunum því þetta er huggulegt og við gerum allt sem í okkar valdi stendur að gera þetta eins hátíðlegt og mögulegt er. Þetta verður ánægjuleg stund.“
Eldri borgarar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira