Hundruð þúsunda beitt misnotkun á opinberum stofnunum á Nýja-Sjálandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. desember 2020 06:39 Forsætisráðherrann Jacinda Ardern skipaði nefndina árið 2018. epa/Felipe Trueba Að minnsta kosti 250 þúsund börn, ungmenni og fullorðnir sem dvöldu á stofnunum á vegum nýsjálenska ríkisins á árunum 1950 til 1999 sættu einhvers konar misnotkun, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar. Nefndin skilaði niðurstöðum sínum í dag en einnig voru til skoðunar trúarlegar stofnanir á borð við kirkjurekin heimili fyrir munaðarlausa. Um 655 þúsund manns bjuggu á umræddum stofnunum á einum tíma eða öðrum á þessum árum en 1.900 einstaklingar hafa sett sig í samband við nefndina og gert er ráð fyrir að þúsundir til viðbótar muni bætast í þann hóp. Nefndin var sett á laggirnar 2018 af Jacindu Ardern forsætisráðherra, sem sagði þá misnotkun sem hefði átt sér stað á barnaheimilum á vegum ríkisins „samviskulausa“. Meirihluti fórnarlambanna hefðu verið minnihlutahópar, fátækir, konur og börn. Annasophia Calman, ein þeirra sem gaf sig fram við nefndina, sagði misnotkunina hafa varpað skugga á allt sitt líf. Annar, Mike Ledingham, sagðist enn búa við afleiðingarnar. „Biskupinn talaði um uppgjör en hvernig getur þú sagt skilið við fortíðina þegar þú ert enn að vakna við martraðir?“ Innfædd börn verða sérstaklega illa úti Samkvæmt skýrslunni voru mörg börn fjarlægð af heimilum sínum vegna fátæktar og þegar þeim var skilað aftur voru þau andlega illa farin eftir upplifunina. Maori-börn voru hlutfallslega fleiri meðal þeirra barna sem var komið fyrir í umsjá ríkisins og sem voru beitt misnotkun. Er það meðal annars rakið til fordóma embættismanna. Þá virðast fatlaðir einnig hafa verið skotmark fordóma og mismununar. Samkvæmt nefndinni var oftast um að ræða líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi en einstaklingum í umsjá ríkisins var einnig refsað með lyfjagjöf, einangrun, ónauðsynlegum persónulegum líkamsskoðunum og ómannúðlegri meðferð, til að nefna dæmi. Þeim sem kvörtuðu var refsað og þá var reynt að hylma yfir brot. Óhæft starfsfólk, ónóg þjálfun og skortur á eftirliti með einstaklingum í valdastöðum voru meðal þátta sem urðu til þess að misnotkunin gat átt sér stað. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að umfang þeirra brota sem fólk varð fyrir á umræddu tímabili hefði verið meira en menn grunaði og sagði að skoða þyrfti málið í því ljósi að misnotkun ætti sér ennþá stað í kerfinu. Til dæmis væru Maori-börn enn hlutfallslega fleiri í kerfinu en önnur börn; 69% barna í umsjá ríkisins og 81% barna sem væru beitt misnotkun. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Nýja-Sjáland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Nefndin skilaði niðurstöðum sínum í dag en einnig voru til skoðunar trúarlegar stofnanir á borð við kirkjurekin heimili fyrir munaðarlausa. Um 655 þúsund manns bjuggu á umræddum stofnunum á einum tíma eða öðrum á þessum árum en 1.900 einstaklingar hafa sett sig í samband við nefndina og gert er ráð fyrir að þúsundir til viðbótar muni bætast í þann hóp. Nefndin var sett á laggirnar 2018 af Jacindu Ardern forsætisráðherra, sem sagði þá misnotkun sem hefði átt sér stað á barnaheimilum á vegum ríkisins „samviskulausa“. Meirihluti fórnarlambanna hefðu verið minnihlutahópar, fátækir, konur og börn. Annasophia Calman, ein þeirra sem gaf sig fram við nefndina, sagði misnotkunina hafa varpað skugga á allt sitt líf. Annar, Mike Ledingham, sagðist enn búa við afleiðingarnar. „Biskupinn talaði um uppgjör en hvernig getur þú sagt skilið við fortíðina þegar þú ert enn að vakna við martraðir?“ Innfædd börn verða sérstaklega illa úti Samkvæmt skýrslunni voru mörg börn fjarlægð af heimilum sínum vegna fátæktar og þegar þeim var skilað aftur voru þau andlega illa farin eftir upplifunina. Maori-börn voru hlutfallslega fleiri meðal þeirra barna sem var komið fyrir í umsjá ríkisins og sem voru beitt misnotkun. Er það meðal annars rakið til fordóma embættismanna. Þá virðast fatlaðir einnig hafa verið skotmark fordóma og mismununar. Samkvæmt nefndinni var oftast um að ræða líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi en einstaklingum í umsjá ríkisins var einnig refsað með lyfjagjöf, einangrun, ónauðsynlegum persónulegum líkamsskoðunum og ómannúðlegri meðferð, til að nefna dæmi. Þeim sem kvörtuðu var refsað og þá var reynt að hylma yfir brot. Óhæft starfsfólk, ónóg þjálfun og skortur á eftirliti með einstaklingum í valdastöðum voru meðal þátta sem urðu til þess að misnotkunin gat átt sér stað. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að umfang þeirra brota sem fólk varð fyrir á umræddu tímabili hefði verið meira en menn grunaði og sagði að skoða þyrfti málið í því ljósi að misnotkun ætti sér ennþá stað í kerfinu. Til dæmis væru Maori-börn enn hlutfallslega fleiri í kerfinu en önnur börn; 69% barna í umsjá ríkisins og 81% barna sem væru beitt misnotkun. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Nýja-Sjáland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira