Annar tvíburinn handtekinn í tengslum við demantarán Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2020 21:23 Fjölda ómetanlegra muna úr Green Vault safninu í Dresden í Þýskalandi var rænt í fyrra. Getty/Sebastian Kahnert Lögreglan í Þýskalandi hefur handtekið annan tvíburabróðurinn sem auglýst hefur verið eftir í tengslum við rán sem framið var í Grænu hvelfingunni í Dresden. Bræðurnir höfðu verið á flótta frá því að ránið var framið. Lögregluyfirvöld segja að Mohammed Remmo, 21 árs gamall, hafi verið handtekinn í Berlín. Hann er sá fjórði sem hefur verið handtekinn í tengslum við ránið sem framið var í fyrra. Ræningjarnir eru sakaðir um að hafa stolið meira en tugi demantshúðaðra hluta af safninu. Yfirvöld hafa sagt að ómögulegt sé að verðsetja hlutina sem var stolið, þeir séu ómetanlegir. Safnið má rekja aftur til Ágústusar sterka konungs Saxlands, en hann hóf að safna fjölda muna árið 1723. Safnið er eitt það elsta í heiminum. Lögreglan handtók Remmó í Berlín í gærkvöldi en hann var fluttur til Dresden í dag. Leitin að bróður hans, Abdul Majed Remmo, heldur áfram og er hans leitað af ákafa. Bræðranna hefur verið leitað alþjóðlega frá því að þeir sluppu frá lögreglu í síðasta mánuði. Lögreglan hafði framkvæmt yfirgripsmikla aðgerð þar sem þrír grunaðir voru handteknir. Hinir fimm grunuðu eru sakaðir um að hafa framið alvarlegt rán og fyrir að hafa framkvæmt tvær íkveikjur. Þá hefur lögregla haldið því fram að fimmmenningarnir séu hluti af glæpasamtökum sem halda til í Berlín. Fyrr á þessu ári voru aðrir meðlimir Remmo fjölskyldunnar sakfelldir fyrir annað rán. Höfðu þau rænt hundrað kílóum af hreinum gullmyntum frá Bode safninu í Berlín árið 2017. Þýskaland Söfn Tengdar fréttir Þrír handteknir vegna ránsins í Grænu hvelfingunni í Dresden Lögregla í Þýskalandi hefur handtekið þrjá vegna gruns um að tengjast ráninu í Grænu hvelfingunni í Dresden, einu stærsta dýrgripasafni álfunnar, í nóvember á síðasta ári. 17. nóvember 2020 13:34 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Lögregluyfirvöld segja að Mohammed Remmo, 21 árs gamall, hafi verið handtekinn í Berlín. Hann er sá fjórði sem hefur verið handtekinn í tengslum við ránið sem framið var í fyrra. Ræningjarnir eru sakaðir um að hafa stolið meira en tugi demantshúðaðra hluta af safninu. Yfirvöld hafa sagt að ómögulegt sé að verðsetja hlutina sem var stolið, þeir séu ómetanlegir. Safnið má rekja aftur til Ágústusar sterka konungs Saxlands, en hann hóf að safna fjölda muna árið 1723. Safnið er eitt það elsta í heiminum. Lögreglan handtók Remmó í Berlín í gærkvöldi en hann var fluttur til Dresden í dag. Leitin að bróður hans, Abdul Majed Remmo, heldur áfram og er hans leitað af ákafa. Bræðranna hefur verið leitað alþjóðlega frá því að þeir sluppu frá lögreglu í síðasta mánuði. Lögreglan hafði framkvæmt yfirgripsmikla aðgerð þar sem þrír grunaðir voru handteknir. Hinir fimm grunuðu eru sakaðir um að hafa framið alvarlegt rán og fyrir að hafa framkvæmt tvær íkveikjur. Þá hefur lögregla haldið því fram að fimmmenningarnir séu hluti af glæpasamtökum sem halda til í Berlín. Fyrr á þessu ári voru aðrir meðlimir Remmo fjölskyldunnar sakfelldir fyrir annað rán. Höfðu þau rænt hundrað kílóum af hreinum gullmyntum frá Bode safninu í Berlín árið 2017.
Þýskaland Söfn Tengdar fréttir Þrír handteknir vegna ránsins í Grænu hvelfingunni í Dresden Lögregla í Þýskalandi hefur handtekið þrjá vegna gruns um að tengjast ráninu í Grænu hvelfingunni í Dresden, einu stærsta dýrgripasafni álfunnar, í nóvember á síðasta ári. 17. nóvember 2020 13:34 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Þrír handteknir vegna ránsins í Grænu hvelfingunni í Dresden Lögregla í Þýskalandi hefur handtekið þrjá vegna gruns um að tengjast ráninu í Grænu hvelfingunni í Dresden, einu stærsta dýrgripasafni álfunnar, í nóvember á síðasta ári. 17. nóvember 2020 13:34