Biden dásamaði lýðræðið og gagnrýndi Trump Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 15. desember 2020 07:28 Biden sagði að logi lýðræðisins brenni enn glatt í Bandaríkjunum. Drew Angerer/Getty Images Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna steig enn eitt skrefið í átt að Hvíta húsinu í gærkvöldi þegar kjörmennirnir svokölluðu greiddu formlega atkvæði sín. Biden fékk á endanum 306 atkvæði eins og búist hafði verið við og fráfarandi forseti Donald Trump hlaut 232 atkvæði. Atkvæðagreiðsla kjörmannanna er að mestu formsatriði en í Bandaríkjunum greiða kjósendur í forsetakosningunum í raun sérstökum kjörmönnum sitt atkvæði en þeir eru mismargir eftir hvaða ríki er um að ræða. 270 atkvæði þarf til að fara með sigur af hólmi þannig að sigur Bidens er nokkuð sannfærandi, þrátt fyrir að Trump hafi gert allt sem í hans valdi hefur staðið til að varpa skugga á kosningarnar og hefur margsinnis talað um svindl í því samhengi. Biden hélt ræðu í gærkvöldi þar sem hann gagnrýndi framgöngu Trumps harðlega og sagði að lýðræðið í Bandaríkjunum hefði staðið af sér þá árás og að vonandi komi aldrei aftur slíkir tímar þegar sótt sé að lýðræðinu með hótunum og ógnandi tilburðum. „Í Bandaríkjunum er það ekki svo að stjórnmálamenn geti tekið sér völd, heldur er það fólkið í landinu sem færir þeim völdin. Lýðræðiseldurinn var kveiktur hjá þessari þjóð fyrir langa löngu og nú vitum við að ekkert, ekki einu sinni faraldur eða misnotkun valdsins, getur slökkt þann eld,“ sagði Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna. Trump sjálfur hefur ekkert tjáð sig um niðurstöður kjörsins enn sem komið er en á sama tíma og Biden var tryggður sigurinn með atkvæðum kjörmanna í Kalíforníu, tilkynnti hann á Twitter að dómsmálaráðherrann, William Barr, væri á förum fyrir jól. Barr vakti reiði Trumps á dögunum þegar hann sagði engar vísbendingar umn að brögð hafi verið í tafli í kosningunum. Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Dómsmálaráðherrann hættir skömmu fyrir embættistöku Bidens Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld að William Barr, dómsmálaráðherra, væri að hætta í starfi sínu. Í tísti segir Trump að Barr vilji hætta, einungis fimm vikum áður en starfstímabil hans rennur út, til að verja hátíðunum með fjölskyldu sinni. 14. desember 2020 23:14 Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum. 14. desember 2020 21:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Biden fékk á endanum 306 atkvæði eins og búist hafði verið við og fráfarandi forseti Donald Trump hlaut 232 atkvæði. Atkvæðagreiðsla kjörmannanna er að mestu formsatriði en í Bandaríkjunum greiða kjósendur í forsetakosningunum í raun sérstökum kjörmönnum sitt atkvæði en þeir eru mismargir eftir hvaða ríki er um að ræða. 270 atkvæði þarf til að fara með sigur af hólmi þannig að sigur Bidens er nokkuð sannfærandi, þrátt fyrir að Trump hafi gert allt sem í hans valdi hefur staðið til að varpa skugga á kosningarnar og hefur margsinnis talað um svindl í því samhengi. Biden hélt ræðu í gærkvöldi þar sem hann gagnrýndi framgöngu Trumps harðlega og sagði að lýðræðið í Bandaríkjunum hefði staðið af sér þá árás og að vonandi komi aldrei aftur slíkir tímar þegar sótt sé að lýðræðinu með hótunum og ógnandi tilburðum. „Í Bandaríkjunum er það ekki svo að stjórnmálamenn geti tekið sér völd, heldur er það fólkið í landinu sem færir þeim völdin. Lýðræðiseldurinn var kveiktur hjá þessari þjóð fyrir langa löngu og nú vitum við að ekkert, ekki einu sinni faraldur eða misnotkun valdsins, getur slökkt þann eld,“ sagði Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna. Trump sjálfur hefur ekkert tjáð sig um niðurstöður kjörsins enn sem komið er en á sama tíma og Biden var tryggður sigurinn með atkvæðum kjörmanna í Kalíforníu, tilkynnti hann á Twitter að dómsmálaráðherrann, William Barr, væri á förum fyrir jól. Barr vakti reiði Trumps á dögunum þegar hann sagði engar vísbendingar umn að brögð hafi verið í tafli í kosningunum.
Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Dómsmálaráðherrann hættir skömmu fyrir embættistöku Bidens Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld að William Barr, dómsmálaráðherra, væri að hætta í starfi sínu. Í tísti segir Trump að Barr vilji hætta, einungis fimm vikum áður en starfstímabil hans rennur út, til að verja hátíðunum með fjölskyldu sinni. 14. desember 2020 23:14 Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum. 14. desember 2020 21:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Dómsmálaráðherrann hættir skömmu fyrir embættistöku Bidens Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld að William Barr, dómsmálaráðherra, væri að hætta í starfi sínu. Í tísti segir Trump að Barr vilji hætta, einungis fimm vikum áður en starfstímabil hans rennur út, til að verja hátíðunum með fjölskyldu sinni. 14. desember 2020 23:14
Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum. 14. desember 2020 21:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent