„Þetta er áhættutími“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2020 11:55 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Almannavarnir Sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins hér á landi ágæta en nú fari í hönd mikill áhættutími tengdur aðventunni. Fólk þurfi að passa sig vilji það ekki verja jólunum í veikindi Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír voru í sóttkví en tveir utan sóttkvíar. 1.200 sýni voru tekin í gær. Sjö greindust með veiruna á landamærunum, þar af voru fjórir með mótefni. Einn reyndist með virkt smit við fyrstu skimun á landamærum og einn við seinni skimun vegna komunnar til landsins. Alls eru 33 á sjúkrahúsi með covid-19 og þar af eru þrír á gjörgæslu. „Þær eru ágætar þessar tölur, við fengum bakslag í fyrradag út af þessu klasasmiti eða hópsýkingu sem kom upp. Það er eitthvað sem getur alltaf gerst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Sóttvarnalæknir segir að tekist hafi að ná utan um klasasmitið sem kom upp í vikunni. Hann vonar að fólk fari varlega á aðventunni. „Ég vona bara svo sannarlega að fólk hafi þetta allt saman í huga sem við erum að hamra á alveg stöðugt að biðla fólk að passa sig. Ef fólk mun smitast núna mun það liggja í veikindum um jólin, fólk verður að fara rólega og varlega í þetta,“ segir Þórólfur. „Ég veit að þetta er áhættutími, sama hvað við segjum eða gerum, það sem skiptir máli hvað fólk gerir, ég bara biðla áfram til fólks til að virkilega passa sig núna.“ Þórólfur segir að það yrði slæmt að missa faraldurinn úr böndunum nú þegar styttist í bóluefni. Hann segir engar líkur á að bóluefni verði tekið í notkun hér á landi fyrr en grænt ljós fæst frá Lyfjastofnun Evrópu sem hittist á fundi í síðasta lagi 29. desember. Hann telur mikinn meðbyr með bóluefninu í samfélaginu og mun sjálfur ekki hika við að láta bólusetja sig. „Ég held að þetta sé eina sem við höfum jákvætt til að koma okkur út úr þessum Covid-faraldri. Við höfum ekki annað upp á að bjóða, nema að láta faraldurinn ganga yfir okkur með tilheyrandi afleiðingum,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír voru í sóttkví en tveir utan sóttkvíar. 1.200 sýni voru tekin í gær. Sjö greindust með veiruna á landamærunum, þar af voru fjórir með mótefni. Einn reyndist með virkt smit við fyrstu skimun á landamærum og einn við seinni skimun vegna komunnar til landsins. Alls eru 33 á sjúkrahúsi með covid-19 og þar af eru þrír á gjörgæslu. „Þær eru ágætar þessar tölur, við fengum bakslag í fyrradag út af þessu klasasmiti eða hópsýkingu sem kom upp. Það er eitthvað sem getur alltaf gerst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Sóttvarnalæknir segir að tekist hafi að ná utan um klasasmitið sem kom upp í vikunni. Hann vonar að fólk fari varlega á aðventunni. „Ég vona bara svo sannarlega að fólk hafi þetta allt saman í huga sem við erum að hamra á alveg stöðugt að biðla fólk að passa sig. Ef fólk mun smitast núna mun það liggja í veikindum um jólin, fólk verður að fara rólega og varlega í þetta,“ segir Þórólfur. „Ég veit að þetta er áhættutími, sama hvað við segjum eða gerum, það sem skiptir máli hvað fólk gerir, ég bara biðla áfram til fólks til að virkilega passa sig núna.“ Þórólfur segir að það yrði slæmt að missa faraldurinn úr böndunum nú þegar styttist í bóluefni. Hann segir engar líkur á að bóluefni verði tekið í notkun hér á landi fyrr en grænt ljós fæst frá Lyfjastofnun Evrópu sem hittist á fundi í síðasta lagi 29. desember. Hann telur mikinn meðbyr með bóluefninu í samfélaginu og mun sjálfur ekki hika við að láta bólusetja sig. „Ég held að þetta sé eina sem við höfum jákvætt til að koma okkur út úr þessum Covid-faraldri. Við höfum ekki annað upp á að bjóða, nema að láta faraldurinn ganga yfir okkur með tilheyrandi afleiðingum,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira