Harder besta fótboltakona í heimi að mati Guardian Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2020 13:30 Pernille Harder er besta knattspyrnukona ársins 2020 að mati The Guardian. Hún leikur lykilhlutverk hjá Chelsea í Englandi og danska landsliðinu. Andrea Staccioli/Getty Images Danska knattspyrnukonan Pernille Harder er besti leikmaður heims að mati enska miðilsins The Guardian. Pernille Harder varð dýrasta knattspyrnukona heims er Chelsea festi kaup á henni síðasta sumar. Hún er að standa undir verðmiðanum og hefur Guardian nú valið hana sem besta leikmenn kvennaboltans. Revealed! The 100 best female footballers in the world 2020: our final countdown https://t.co/QPZMSen7rD pic.twitter.com/lQghOagUeY— Guardian sport (@guardian_sport) December 11, 2020 Alls eru þrír leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni í efstu þremur sætunum en ef horft er á efstu tíu sætin þá eru fjórir leikmenn Evrópumeistara Lyon þar. Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands og leikmaður Lyon, er í 24. sæti listans eins og kom fram í gær. Sara Björk var í 52. sæti listans á síðustu leiktíð og stekkur því upp um 28 sæti milli ára. Hin 28 ára gamla Harder var einnig á toppi listans árið 2018 og er sem stendur eini leikmaðurinn sem hefur tvisvar verið valin besti leikmaður heims að mati The Guardian. Sam Kerr, samherji Harder hjá Chelsea var valin best á síðasta ári, hún er í 7. sæti listans í ár. „Það er erfitt að mótmæla því [að Harder sé á toppi listans]. Hún spilaði lykilhlutverk er Wolfsburg varði þýska meistaratitilinn. Hún skoraði fjögur mörk í Meistaradeild Evrópu í einum og sama leiknum gegn Glasgow City þar sem Woflsburg komst enn á ný í úrslitaleikinn,“ segir í umsögn Harder á vef Guardian. Þó úrslitaleikurinn hafi ekki farið eins og hún var hún í kjölfarið keypt á metfé skömmu eftir að hafa verið valin leikmaður ársins í Þýskalandi. Hún skoraði fimm mörk fyrir danska landsliðið á árinu og er þegar komin á blað hjá Chelsea. Ofan á það þá skapaði enginn leikmaður í Evrópu fleiri færi en Harder á árinu,“ segir einnig um þennan magnaða leikmann. Pernille Harder crowned best female footballer on planet in turbulent year | @RichJLaverty https://t.co/UdjhyApnpq— Guardian sport (@guardian_sport) December 11, 2020 Chelsea er sem stendur í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Manchester United. Chelsea á hins vegar leik til góða og getur jafnað Manchester-liðið að stigum vinnist sá leikur. Eru þetta ein tvö lið deildarinnar sem hafa ekki enn tapað leik. Athygli vekur Jackie Groenen er hæst skrifaði leikmaður Man Untied en hún er í 48. sæti listans. Tíu bestu leikmenn heims að mati The Guardian 1. Pernille Harder, Chelsea (Danmörk) 2. Vivianne Miedema, Arsenal (Holland) 3. Lucy Bronze, Manchester City (England) 4. Wendie Renard, Lyon (Frakkland) 5. Dzsenifer Marozsán, Lyon (Þýskaland) 6. Amandine Henry, Lyon (Frakkland) 7. Sam Kerr, Chelsea (Ástralía) 8. Caroline Graham Hansen, Barcelona (Noregur) 9. Julie Ertz, Chicago Red Stars (Bandaríkin) 10. Delphine Cascarino, Lyon (Frakkland) Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk ofarlega á lista Guardian yfir hundrað bestu leikmenn heims Enski miðill The Guardian velur ár hvert 100 bestu knattspyrnukonur ársins. Landsliðsfyrirliði Íslands, Sara Björk Gunnarsdóttir, er í 24. sæti listans fyrir árið 2020. 10. desember 2020 11:01 Segir að stelpur geti nú horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en Messi eða Ronaldo Pernille Harder, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni sem og danska landsliðsins, telur að nú geti stelpur sem æfi fótbolta loks horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en þeirra bestu í karlaflokki. 1. desember 2020 23:01 Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Handbolti „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Sport Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Fótbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enska b-deildin Sport Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ Handbolti Fleiri fréttir Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Sjá meira
Pernille Harder varð dýrasta knattspyrnukona heims er Chelsea festi kaup á henni síðasta sumar. Hún er að standa undir verðmiðanum og hefur Guardian nú valið hana sem besta leikmenn kvennaboltans. Revealed! The 100 best female footballers in the world 2020: our final countdown https://t.co/QPZMSen7rD pic.twitter.com/lQghOagUeY— Guardian sport (@guardian_sport) December 11, 2020 Alls eru þrír leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni í efstu þremur sætunum en ef horft er á efstu tíu sætin þá eru fjórir leikmenn Evrópumeistara Lyon þar. Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands og leikmaður Lyon, er í 24. sæti listans eins og kom fram í gær. Sara Björk var í 52. sæti listans á síðustu leiktíð og stekkur því upp um 28 sæti milli ára. Hin 28 ára gamla Harder var einnig á toppi listans árið 2018 og er sem stendur eini leikmaðurinn sem hefur tvisvar verið valin besti leikmaður heims að mati The Guardian. Sam Kerr, samherji Harder hjá Chelsea var valin best á síðasta ári, hún er í 7. sæti listans í ár. „Það er erfitt að mótmæla því [að Harder sé á toppi listans]. Hún spilaði lykilhlutverk er Wolfsburg varði þýska meistaratitilinn. Hún skoraði fjögur mörk í Meistaradeild Evrópu í einum og sama leiknum gegn Glasgow City þar sem Woflsburg komst enn á ný í úrslitaleikinn,“ segir í umsögn Harder á vef Guardian. Þó úrslitaleikurinn hafi ekki farið eins og hún var hún í kjölfarið keypt á metfé skömmu eftir að hafa verið valin leikmaður ársins í Þýskalandi. Hún skoraði fimm mörk fyrir danska landsliðið á árinu og er þegar komin á blað hjá Chelsea. Ofan á það þá skapaði enginn leikmaður í Evrópu fleiri færi en Harder á árinu,“ segir einnig um þennan magnaða leikmann. Pernille Harder crowned best female footballer on planet in turbulent year | @RichJLaverty https://t.co/UdjhyApnpq— Guardian sport (@guardian_sport) December 11, 2020 Chelsea er sem stendur í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Manchester United. Chelsea á hins vegar leik til góða og getur jafnað Manchester-liðið að stigum vinnist sá leikur. Eru þetta ein tvö lið deildarinnar sem hafa ekki enn tapað leik. Athygli vekur Jackie Groenen er hæst skrifaði leikmaður Man Untied en hún er í 48. sæti listans. Tíu bestu leikmenn heims að mati The Guardian 1. Pernille Harder, Chelsea (Danmörk) 2. Vivianne Miedema, Arsenal (Holland) 3. Lucy Bronze, Manchester City (England) 4. Wendie Renard, Lyon (Frakkland) 5. Dzsenifer Marozsán, Lyon (Þýskaland) 6. Amandine Henry, Lyon (Frakkland) 7. Sam Kerr, Chelsea (Ástralía) 8. Caroline Graham Hansen, Barcelona (Noregur) 9. Julie Ertz, Chicago Red Stars (Bandaríkin) 10. Delphine Cascarino, Lyon (Frakkland)
1. Pernille Harder, Chelsea (Danmörk) 2. Vivianne Miedema, Arsenal (Holland) 3. Lucy Bronze, Manchester City (England) 4. Wendie Renard, Lyon (Frakkland) 5. Dzsenifer Marozsán, Lyon (Þýskaland) 6. Amandine Henry, Lyon (Frakkland) 7. Sam Kerr, Chelsea (Ástralía) 8. Caroline Graham Hansen, Barcelona (Noregur) 9. Julie Ertz, Chicago Red Stars (Bandaríkin) 10. Delphine Cascarino, Lyon (Frakkland)
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk ofarlega á lista Guardian yfir hundrað bestu leikmenn heims Enski miðill The Guardian velur ár hvert 100 bestu knattspyrnukonur ársins. Landsliðsfyrirliði Íslands, Sara Björk Gunnarsdóttir, er í 24. sæti listans fyrir árið 2020. 10. desember 2020 11:01 Segir að stelpur geti nú horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en Messi eða Ronaldo Pernille Harder, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni sem og danska landsliðsins, telur að nú geti stelpur sem æfi fótbolta loks horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en þeirra bestu í karlaflokki. 1. desember 2020 23:01 Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Handbolti „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Sport Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Fótbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enska b-deildin Sport Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ Handbolti Fleiri fréttir Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Sjá meira
Sara Björk ofarlega á lista Guardian yfir hundrað bestu leikmenn heims Enski miðill The Guardian velur ár hvert 100 bestu knattspyrnukonur ársins. Landsliðsfyrirliði Íslands, Sara Björk Gunnarsdóttir, er í 24. sæti listans fyrir árið 2020. 10. desember 2020 11:01
Segir að stelpur geti nú horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en Messi eða Ronaldo Pernille Harder, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni sem og danska landsliðsins, telur að nú geti stelpur sem æfi fótbolta loks horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en þeirra bestu í karlaflokki. 1. desember 2020 23:01