Aukið eftirlit með komufarþegum um hátíðirnar Birgir Olgeirsson skrifar 9. desember 2020 12:01 Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Vilhelm Icelandair mun tvöfalda flugáætlun sína í aðdraganda jólanna til að koma Íslendingum heim. Lögreglan mun auka eftirlit með komufarþegum til að tryggja að þeir fari eftir fyrirmælum um sóttkví. Icelandair hefur undanfarið verið með um 7 til 10 ferðir til landsins á viku. Ferðirnar verða um 20 þegar mest lætur fyrir jól og í janúar. „Í ferðum talið er þetta allavega tvöföldun á viku sem við ætlum að fljúga í kringum hátíðirnar til að koma fólki heim og aftur út. Þannig að það verður töluverð aukning á þessum tíma,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Miklar sóttvarnir verða um borð og grímuskylda um borð. Öllum fyrirmælum yfirvalda verður fylgt. Áfangastaðirnir miðast við það hvar Íslendingar eru flestir. „Það er London og borgirnar í Skandinavíu. Það er meira til Boston til að koma Íslendingum sem búa í Bandaríkjunum til Íslands. Og síðan aðeins til Þýskalands til að svara eftirspurn þar.“ Mikla áhyggjur eru af fjölda komufarþega til Íslands yfir jólin frá svæðum þar sem veiran er á mikilli siglingu. Farþegarnir geta valið á milli tvöfaldrar skimunar og fimm daga sóttkví eða fjórtán daga sóttkví. Farþegar sem ætla að njóta jólanna í faðmi fjölskyldu og vina án þess að vera í sóttkví þurfa að vera komnir til Íslands fyrir átjánda desember. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að aukið eftirlit verði með komufarþegum yfir jólin. Bætt verður í upplýsingagjöf til farþega. „Farþegar munu fá fleiri skilaboð en áður. Svo verður fylgt eftir tilfellum þar sem fólk skilar sér ekki í seinni sýnatöku. Líka ef það koma ábendingar um að eitthvað sé ekki í lagi, þá er því líka fylgt eftir,“ segir Rögnvaldur Ólafsson. Farþegar verða til að mynda minntir á að þeir gætu vel veikst þó þeir þeir hafi ekki greinst með veiruna í fyrri sýnatöku á landamærunum. „Margir hafa tekið það sem þeir séu stikkfríir. En það verður minnt á að fólk sé ennþá í sóttkví þó það hafi fengið neikvætt úr fyrri skimun. Síðan eftir seinni sýnatökuna verður minnt á að fólk fylgist vel með sínum einkennum. Því það er mögulegt að það veikist eftir þessa fimm daga,“ segir Rögnvaldur Ólafsson. Hafa almannavarnir hvatt fólk til að halda öllum hittingum í lágmarki yfir aðventuna til að varna því að ný bylgja fari af stað í janúar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Icelandair hefur undanfarið verið með um 7 til 10 ferðir til landsins á viku. Ferðirnar verða um 20 þegar mest lætur fyrir jól og í janúar. „Í ferðum talið er þetta allavega tvöföldun á viku sem við ætlum að fljúga í kringum hátíðirnar til að koma fólki heim og aftur út. Þannig að það verður töluverð aukning á þessum tíma,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Miklar sóttvarnir verða um borð og grímuskylda um borð. Öllum fyrirmælum yfirvalda verður fylgt. Áfangastaðirnir miðast við það hvar Íslendingar eru flestir. „Það er London og borgirnar í Skandinavíu. Það er meira til Boston til að koma Íslendingum sem búa í Bandaríkjunum til Íslands. Og síðan aðeins til Þýskalands til að svara eftirspurn þar.“ Mikla áhyggjur eru af fjölda komufarþega til Íslands yfir jólin frá svæðum þar sem veiran er á mikilli siglingu. Farþegarnir geta valið á milli tvöfaldrar skimunar og fimm daga sóttkví eða fjórtán daga sóttkví. Farþegar sem ætla að njóta jólanna í faðmi fjölskyldu og vina án þess að vera í sóttkví þurfa að vera komnir til Íslands fyrir átjánda desember. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að aukið eftirlit verði með komufarþegum yfir jólin. Bætt verður í upplýsingagjöf til farþega. „Farþegar munu fá fleiri skilaboð en áður. Svo verður fylgt eftir tilfellum þar sem fólk skilar sér ekki í seinni sýnatöku. Líka ef það koma ábendingar um að eitthvað sé ekki í lagi, þá er því líka fylgt eftir,“ segir Rögnvaldur Ólafsson. Farþegar verða til að mynda minntir á að þeir gætu vel veikst þó þeir þeir hafi ekki greinst með veiruna í fyrri sýnatöku á landamærunum. „Margir hafa tekið það sem þeir séu stikkfríir. En það verður minnt á að fólk sé ennþá í sóttkví þó það hafi fengið neikvætt úr fyrri skimun. Síðan eftir seinni sýnatökuna verður minnt á að fólk fylgist vel með sínum einkennum. Því það er mögulegt að það veikist eftir þessa fimm daga,“ segir Rögnvaldur Ólafsson. Hafa almannavarnir hvatt fólk til að halda öllum hittingum í lágmarki yfir aðventuna til að varna því að ný bylgja fari af stað í janúar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira