Alþingismenn samstíga um kjarabætur til öryrkja Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2020 19:21 Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins segir breytingarnar sem þingmenn sameinuðust allir um þýddu að greiðslur til öryrkja hækkuðu í samræmi við launahækkanir. Vísir/Vilhelm Fulltrúar allra flokka á Alþingi eru sammála um nauðsyn þess að frumvarp sem felur í sér fimmtíu þúsund króna eingreiðslu og hækkun skerðingamarka bóta öryrkja verði að lögum fyrir jól. Full samstaða á Alþingi er ekki algeng í málum sem þessum. Önnur umræða um frumvarp félagsmálaráðherra um framfærsluuppbót og eingreiðslu til öryrkja fór fram í dag og skiluðu fulltrúar allra flokka í velferðarnefnd sameiginlegu áliti í málinu. Upphæð tekjuuppbótar er uppfærð og síðan hækkuð um 3,6 prósent og dregið úr tekjutengingum til lækkunar bóta. Halla Signý Kristjánsdóttir segir þingheim leggja höfuðáherslu á að öryrkjum berist 50 þúsund króna skattfrjáls eingreiðsla fyrir jól.Vísir/Vilhelm Halla Signý Kristjánsdóttir annar varamaður velferðarnefndar og þingmaður Framsóknarflokksins mælti fyrir nefndaráliti fulltrúa allra flokka. Hún sagði frumvarpið tryggja öryrkjum miðað við fullar bætur 50 þúsund króna skattfrjálsa eingreiðslu og öðrum miðað við hlutfall bóta sem ekki skerði aðrar greiðslur til þeirra. „Nefndin leggur áherslu á að sérstök eingreiðsla verði greidd út tímanlega fyrir jólin. Nefndin telur brýnt að tryggja hraðan framgang málsins og leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt,“ segir Halla Signý. Guðmundur Ingi Kristinsson segir vinnubrögð fulltrúa flokka í velferðarnefnd hafa verið til fyrirmyndar í þessu máli.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins fagnaði því sérstaklega að allir flokkar skyldu sameinast um afgreiðslu málsins. Batnandi mönnum væri best að lifa. „Ég vona heitt og innilega þessi vinnubrögð sem við erum búin að sýna í þessu máli, hvernig við unnum þetta mál og koma því fyrir og hvernig er verið að setja þetta fram allir í sátt og samlyndi viti á gott. Þetta þurfum við að gera oftar og við þurfum að taka höndum saman og sjá til þess líka í þessu samhengi og gera það á þann hátt að við sjáum til þess að enginn þurfi að lifa í fátækt eða sárafátækt á Íslandi,“ sagði Guðmundur Ingi. Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Fátækum neitað um réttlæti Sorgleg er sú arfleifð forsætisráðherrans Katrínar Jakobsdóttur að hafa neitað þessu fátæku fólki um réttlæti í heilt kjörtímabil í viðbót. 12. október 2020 09:00 Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Alþýðusambandið, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband Íslands skrifðu í dag undir áskorun með Öryrkjabandalaginu til stjórnvalda um að bæta kjör öryrkja. Framfærslulaun þeirra séu í dag lægri en atvinnuleysisbætur. 19. maí 2020 19:20 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Sjá meira
Önnur umræða um frumvarp félagsmálaráðherra um framfærsluuppbót og eingreiðslu til öryrkja fór fram í dag og skiluðu fulltrúar allra flokka í velferðarnefnd sameiginlegu áliti í málinu. Upphæð tekjuuppbótar er uppfærð og síðan hækkuð um 3,6 prósent og dregið úr tekjutengingum til lækkunar bóta. Halla Signý Kristjánsdóttir segir þingheim leggja höfuðáherslu á að öryrkjum berist 50 þúsund króna skattfrjáls eingreiðsla fyrir jól.Vísir/Vilhelm Halla Signý Kristjánsdóttir annar varamaður velferðarnefndar og þingmaður Framsóknarflokksins mælti fyrir nefndaráliti fulltrúa allra flokka. Hún sagði frumvarpið tryggja öryrkjum miðað við fullar bætur 50 þúsund króna skattfrjálsa eingreiðslu og öðrum miðað við hlutfall bóta sem ekki skerði aðrar greiðslur til þeirra. „Nefndin leggur áherslu á að sérstök eingreiðsla verði greidd út tímanlega fyrir jólin. Nefndin telur brýnt að tryggja hraðan framgang málsins og leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt,“ segir Halla Signý. Guðmundur Ingi Kristinsson segir vinnubrögð fulltrúa flokka í velferðarnefnd hafa verið til fyrirmyndar í þessu máli.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins fagnaði því sérstaklega að allir flokkar skyldu sameinast um afgreiðslu málsins. Batnandi mönnum væri best að lifa. „Ég vona heitt og innilega þessi vinnubrögð sem við erum búin að sýna í þessu máli, hvernig við unnum þetta mál og koma því fyrir og hvernig er verið að setja þetta fram allir í sátt og samlyndi viti á gott. Þetta þurfum við að gera oftar og við þurfum að taka höndum saman og sjá til þess líka í þessu samhengi og gera það á þann hátt að við sjáum til þess að enginn þurfi að lifa í fátækt eða sárafátækt á Íslandi,“ sagði Guðmundur Ingi.
Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Fátækum neitað um réttlæti Sorgleg er sú arfleifð forsætisráðherrans Katrínar Jakobsdóttur að hafa neitað þessu fátæku fólki um réttlæti í heilt kjörtímabil í viðbót. 12. október 2020 09:00 Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Alþýðusambandið, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband Íslands skrifðu í dag undir áskorun með Öryrkjabandalaginu til stjórnvalda um að bæta kjör öryrkja. Framfærslulaun þeirra séu í dag lægri en atvinnuleysisbætur. 19. maí 2020 19:20 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Sjá meira
Fátækum neitað um réttlæti Sorgleg er sú arfleifð forsætisráðherrans Katrínar Jakobsdóttur að hafa neitað þessu fátæku fólki um réttlæti í heilt kjörtímabil í viðbót. 12. október 2020 09:00
Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Alþýðusambandið, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband Íslands skrifðu í dag undir áskorun með Öryrkjabandalaginu til stjórnvalda um að bæta kjör öryrkja. Framfærslulaun þeirra séu í dag lægri en atvinnuleysisbætur. 19. maí 2020 19:20