Málflutningur lýtaskurðlæknisins ekki í takt við raunveruleg vísindi Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. desember 2020 18:05 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir málflutning lýtaskurðlæknis, sem fór hvorki í sóttkví né sýnatöku við komu til landsins um helgina, um kórónuveiruna alrangan. Margsannað sé að einkennalausir smiti út frá sér. Hann vonar að fólk taki ekki mark á orðum læknisins, sem ekki er lengur með lækningaleyfi á Íslandi. Fjallað hefur verið um mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis í fjölmiðlum um helgina en hún kom til landsins frá Danmörku á föstudag og fór ekki í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli. Daginn eftir mætti hún á mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum á Austurvelli og fór því heldur ekki eftir reglum um sóttkví. Elísabet var gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpsþætti hans Podcast með Sölva Tryggva 20. nóvember síðastliðinn. Þar hélt hún því m.a. fram að einkennalausir gætu ekki smitað annað fólk af kórónuveirunni. „Það eru engar rannsóknir til um það, það er búið að rannsaka þetta í 100 ár, meðal annars eftir 1918-faraldurinn, það er til einhver ein rannsókn þar sem kannski líklega einhver smitar af veiru áður en hann er kominn með einkenni. Þær eru ekki til. Við erum ekki að smita einkennalaus. Þú getur ekki greint Covid-19 nema þú sért með einkenni,“ sagði Elísabet. Margsannað að einkennalausir smiti aðra Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að þetta væri einfaldlega alrangt hjá Elísabetu. Það væri margbúið að sýna fram á það að einkennalausir smituðu út frá sér, líkt og sérfræðingar hafa ítrekað haldið fram síðustu mánuði. „Við sjáum það á þeim sýnum sem við erum að taka á einkennalausu fólki, þar sem mælist mjög mikið af veiru. Þannig að þetta er margsannað og þetta er bara ekki rétt það sem fjölmiðlar eru með. Ég hef nú ekki hlustað á það sem þú ert að vitna til en mér finnst það bara sorglegt að læknismenntað fólk skuli halda svona fram eftir að hafa fengið ágætismenntun í læknisfræði hér á Íslandi,“ sagði Þórólfur. „Þetta er alrangt. Þetta er mjög vel þekkt með inflúensu til dæmis, bæði heimsfaraldur inflúensu og árlegu inflúensuna. Menn eru byrjaðir að smita sólarhring áður en þeir veikjast enda er meðgöngutíminn þar mjög stuttur. Þetta gildir um inflúensu, aðrar veirur og svo sannarlega um kórónuveiruna sem nú er í gangi. Og það eru fjölmargar rannsóknir sem styðja þetta. Þannig að þetta er gjörsamlega rangt meðfarið.“ Ekki í takti við raunveruleg vísindi Inntur eftir því hvort hann hefði áhyggjur af því að fólk tæki málflutning Elísabetar trúanlegan sagði Þórólfur að erfitt væri að leggja mat á það en hann vonaði að svo væri ekki. „En þetta hljómar mjög undarlega og er ekki í neinum takti við raunveruleg vísindi eða raunverulegar niðurstöður rannsókna. Þannig að hvað liggur að baki því að menn tali svona veit ég nú ekki.“ Mál Elísabetar er nú til skoðunar hjá lögreglu á Suðurnesjum en hún virðist hafa brotið sóttvarnalög eftir að hafa ekki hlýtt sóttkví um helgina, líkt og áður var getið. Þá er Elísabet ekki lengur með starfsleysi til lækninga hér á landi, að því er fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins nú síðdegis. Þar segir að starfsleyfi hennar hafi verið takmarkað fyrir einhverjum árum og síðar tekið af henni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfi þykir miður að sjá kollega tala með þeim hætti sem Elísabet gerir „Mér þykir miður þegar mínir kollegar sem hafa gengið í gegnum ákveðið nám og fengið ákveðna reynslu tala með þessum hætti en við því er ekkert að gera en það hefur ekkert verið skoðað sérstaklega hvort það eigi að meðhöndla það einhvern veginn öðruvísi þótt fólk tali með þessum hætti.“ 7. desember 2020 12:20 Mál Elísabetar á borði lögreglu Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu. 6. desember 2020 10:24 Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Fjallað hefur verið um mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis í fjölmiðlum um helgina en hún kom til landsins frá Danmörku á föstudag og fór ekki í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli. Daginn eftir mætti hún á mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum á Austurvelli og fór því heldur ekki eftir reglum um sóttkví. Elísabet var gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpsþætti hans Podcast með Sölva Tryggva 20. nóvember síðastliðinn. Þar hélt hún því m.a. fram að einkennalausir gætu ekki smitað annað fólk af kórónuveirunni. „Það eru engar rannsóknir til um það, það er búið að rannsaka þetta í 100 ár, meðal annars eftir 1918-faraldurinn, það er til einhver ein rannsókn þar sem kannski líklega einhver smitar af veiru áður en hann er kominn með einkenni. Þær eru ekki til. Við erum ekki að smita einkennalaus. Þú getur ekki greint Covid-19 nema þú sért með einkenni,“ sagði Elísabet. Margsannað að einkennalausir smiti aðra Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að þetta væri einfaldlega alrangt hjá Elísabetu. Það væri margbúið að sýna fram á það að einkennalausir smituðu út frá sér, líkt og sérfræðingar hafa ítrekað haldið fram síðustu mánuði. „Við sjáum það á þeim sýnum sem við erum að taka á einkennalausu fólki, þar sem mælist mjög mikið af veiru. Þannig að þetta er margsannað og þetta er bara ekki rétt það sem fjölmiðlar eru með. Ég hef nú ekki hlustað á það sem þú ert að vitna til en mér finnst það bara sorglegt að læknismenntað fólk skuli halda svona fram eftir að hafa fengið ágætismenntun í læknisfræði hér á Íslandi,“ sagði Þórólfur. „Þetta er alrangt. Þetta er mjög vel þekkt með inflúensu til dæmis, bæði heimsfaraldur inflúensu og árlegu inflúensuna. Menn eru byrjaðir að smita sólarhring áður en þeir veikjast enda er meðgöngutíminn þar mjög stuttur. Þetta gildir um inflúensu, aðrar veirur og svo sannarlega um kórónuveiruna sem nú er í gangi. Og það eru fjölmargar rannsóknir sem styðja þetta. Þannig að þetta er gjörsamlega rangt meðfarið.“ Ekki í takti við raunveruleg vísindi Inntur eftir því hvort hann hefði áhyggjur af því að fólk tæki málflutning Elísabetar trúanlegan sagði Þórólfur að erfitt væri að leggja mat á það en hann vonaði að svo væri ekki. „En þetta hljómar mjög undarlega og er ekki í neinum takti við raunveruleg vísindi eða raunverulegar niðurstöður rannsókna. Þannig að hvað liggur að baki því að menn tali svona veit ég nú ekki.“ Mál Elísabetar er nú til skoðunar hjá lögreglu á Suðurnesjum en hún virðist hafa brotið sóttvarnalög eftir að hafa ekki hlýtt sóttkví um helgina, líkt og áður var getið. Þá er Elísabet ekki lengur með starfsleysi til lækninga hér á landi, að því er fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins nú síðdegis. Þar segir að starfsleyfi hennar hafi verið takmarkað fyrir einhverjum árum og síðar tekið af henni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfi þykir miður að sjá kollega tala með þeim hætti sem Elísabet gerir „Mér þykir miður þegar mínir kollegar sem hafa gengið í gegnum ákveðið nám og fengið ákveðna reynslu tala með þessum hætti en við því er ekkert að gera en það hefur ekkert verið skoðað sérstaklega hvort það eigi að meðhöndla það einhvern veginn öðruvísi þótt fólk tali með þessum hætti.“ 7. desember 2020 12:20 Mál Elísabetar á borði lögreglu Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu. 6. desember 2020 10:24 Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Þórólfi þykir miður að sjá kollega tala með þeim hætti sem Elísabet gerir „Mér þykir miður þegar mínir kollegar sem hafa gengið í gegnum ákveðið nám og fengið ákveðna reynslu tala með þessum hætti en við því er ekkert að gera en það hefur ekkert verið skoðað sérstaklega hvort það eigi að meðhöndla það einhvern veginn öðruvísi þótt fólk tali með þessum hætti.“ 7. desember 2020 12:20
Mál Elísabetar á borði lögreglu Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu. 6. desember 2020 10:24
Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32