Sakborningar fá nafnleynd í kjölfar ónæðis frá lögmönnum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. desember 2020 15:16 Flest mál koma til kasta Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness. Einstaklingar í sakamálum eru nú merktir „X“ í dagskránni en hingað til hafa nöfn fólks í opnum þinghöldum verið birt á vef dómstólanna. Vísir/Vilhelm Tveir stærstu dómstólar landsins eru hættir að birta nöfn sakborninga opinberlega á dagskrá sinni vegna ónæðis frá lögmönnum sem hafa nýtt sér dagskrána til þess að sækja sér skjólstæðinga. Um er að ræða Héraðsdóm Reykjavíkur og Héraðsdóm Reykjaness. „Við höfum fengið fregnir af því, svona óbeint, að það hafi verið ákveðinn ágangur lögmanna og það hafi þótt óþægilegt,“ segir Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands. Hingað til hafa nöfn sakborninga í opnum þinghöldum ávallt verið birt á vef dómstólanna og á dagskrá sem hengd er upp í anddyri þeirra. Héraðsdómur Reykjaness gerði þessar breytingar hjá sér í upphafi árs eftir kvartanir á hendur einstaka lögmönnum og nú nýverið gerði Héraðsdómur Reykjavíkur slíkt hið sama. „Ef rétt er, þá nei, auðvitað er það ekki eðlilegt ef viðkomandi er með verjanda og það liggur fyrir, þá er það bara ákvæði í siðareglum að lögmenn virða þann rétt. Þeir eiga ekki að tala beint við skjólstæðing án aðkomu viðkomandi lögmanns,“ segir Berglind. Fréttastofa hefur rætt við lögmenn sem segjast þreyttir á þessum vinnubrögðum, en telja það hins vegar ekki heillaskref að draga úr upplýsingagjöf. „Það er hægt að bregðast við ef sá sem telur á sig hallað af hálfu lögmanns. Þá getur viðkomandi ávallt sent kvörtun til úrskurðarnefndar lögmanna sem tekur á því og mun fjalla um það,“ segir Berglind, aðspurð um hvort Lögmannafélagið taki þessi mál til skoðunar. Dómstólar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Við höfum fengið fregnir af því, svona óbeint, að það hafi verið ákveðinn ágangur lögmanna og það hafi þótt óþægilegt,“ segir Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands. Hingað til hafa nöfn sakborninga í opnum þinghöldum ávallt verið birt á vef dómstólanna og á dagskrá sem hengd er upp í anddyri þeirra. Héraðsdómur Reykjaness gerði þessar breytingar hjá sér í upphafi árs eftir kvartanir á hendur einstaka lögmönnum og nú nýverið gerði Héraðsdómur Reykjavíkur slíkt hið sama. „Ef rétt er, þá nei, auðvitað er það ekki eðlilegt ef viðkomandi er með verjanda og það liggur fyrir, þá er það bara ákvæði í siðareglum að lögmenn virða þann rétt. Þeir eiga ekki að tala beint við skjólstæðing án aðkomu viðkomandi lögmanns,“ segir Berglind. Fréttastofa hefur rætt við lögmenn sem segjast þreyttir á þessum vinnubrögðum, en telja það hins vegar ekki heillaskref að draga úr upplýsingagjöf. „Það er hægt að bregðast við ef sá sem telur á sig hallað af hálfu lögmanns. Þá getur viðkomandi ávallt sent kvörtun til úrskurðarnefndar lögmanna sem tekur á því og mun fjalla um það,“ segir Berglind, aðspurð um hvort Lögmannafélagið taki þessi mál til skoðunar.
Dómstólar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira