„2018 tímabilið í KR var hrein martröð“ Anton Ingi Leifsson skrifar 6. desember 2020 11:31 Brynjar er margfaldur Íslandsmeistari. STÖÐ 2 SPORT SKJÁSKOT Brynjar Þór Björnsson gerði upp tímann hjá Tindastóli í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, sér ekki eftir því að hafa leikið með Tindastóli tímabilið 2018/2019. Hann segir að hann hafi þurft að breyta til, yfirgefa uppeldisfélagið KR og finna gleðina fyrir körfuboltanum á ný. Körfuboltakvöldið er á ís vegna kórónuveirunnar eins og er, en Brynjar hefur leikið með KR allan sinn feril á Íslandi ef undanskilið er tímabilið 2018/2019. Þá ákvað Brynjar að semja við Tindastól, sem kom mörgum í opna skjöldu, en Brynjar gerði upp tímann hjá Stólunum í Domino’s Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. „Þetta er áður en allt fór til fjandans,“ sagði Brynjar um leikinn gegn Breiðabliki þar sem hann setti Íslandsmet yfir flesta þrista í sögu efstu deildar í körfubolta. En hvað fór til fjandans? „Þetta var rosalega erfitt en þegar ég horfi til baka þá var þetta mjög gaman. Það voru teknar rangar ákvarðanir. Við leyfum Urald King að fara í eins og hálfs mánaðar fæðingarorlof á miðju tímabili. Við fáum leikmann sem fittaði meira inn í það sem við vorum að gera í PJ þó að Urald líti frábærlega út.“ „Það var góður stígandi og PJ var sendur heim því Urald átti að koma til baka en hann var ekki í sama forminu. Hann meiðist svo og lendum í spíral. Sjálfstraustið var í botni fyrir jól en svo fer PJ, Urald kemur aftur og ég ræddi við Dino, Króatann. Ég spurði hann hvort að við hefðum lent í SpaceJam því maður fann það að eitthvað hafði breyst.“ Brynjar sér ekki eftir að hafa flutt í Skagafjörðinn og hann segir að eftir tímabilið 2017/2018 hafi hann þurft að breyta til. „Þetta var geggjað. Það var frábært að fara þarna norður og upplifa lífið í Skagafirði. Maður á frábæra vini þarna og ég er fullur þakklætis að þeir hafi viljað fá mig norður. Ég kom ferskari til baka. Leið og ég mætti á svæðið þá fann ég fyrir tilfinningunni sem er ástæðan fyrir því að ég er að æfa og spila körfubolta.“ „Ég var búinn að missa hana í KR. 2018 tímabilið í KR var hrein martröð. Tölfræðin mín, tölfræði liðsins og allt sem var í gangi var mjög lélegt. Það er ótrúlegt að við höfum náð að vinna þann Íslandsmeistaratitil það árið. Það er Bjössa Kristjáns að þakka,“ sagði Brynjar. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Brynjar um tímann á Sauðárkróki Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll KR Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, sér ekki eftir því að hafa leikið með Tindastóli tímabilið 2018/2019. Hann segir að hann hafi þurft að breyta til, yfirgefa uppeldisfélagið KR og finna gleðina fyrir körfuboltanum á ný. Körfuboltakvöldið er á ís vegna kórónuveirunnar eins og er, en Brynjar hefur leikið með KR allan sinn feril á Íslandi ef undanskilið er tímabilið 2018/2019. Þá ákvað Brynjar að semja við Tindastól, sem kom mörgum í opna skjöldu, en Brynjar gerði upp tímann hjá Stólunum í Domino’s Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. „Þetta er áður en allt fór til fjandans,“ sagði Brynjar um leikinn gegn Breiðabliki þar sem hann setti Íslandsmet yfir flesta þrista í sögu efstu deildar í körfubolta. En hvað fór til fjandans? „Þetta var rosalega erfitt en þegar ég horfi til baka þá var þetta mjög gaman. Það voru teknar rangar ákvarðanir. Við leyfum Urald King að fara í eins og hálfs mánaðar fæðingarorlof á miðju tímabili. Við fáum leikmann sem fittaði meira inn í það sem við vorum að gera í PJ þó að Urald líti frábærlega út.“ „Það var góður stígandi og PJ var sendur heim því Urald átti að koma til baka en hann var ekki í sama forminu. Hann meiðist svo og lendum í spíral. Sjálfstraustið var í botni fyrir jól en svo fer PJ, Urald kemur aftur og ég ræddi við Dino, Króatann. Ég spurði hann hvort að við hefðum lent í SpaceJam því maður fann það að eitthvað hafði breyst.“ Brynjar sér ekki eftir að hafa flutt í Skagafjörðinn og hann segir að eftir tímabilið 2017/2018 hafi hann þurft að breyta til. „Þetta var geggjað. Það var frábært að fara þarna norður og upplifa lífið í Skagafirði. Maður á frábæra vini þarna og ég er fullur þakklætis að þeir hafi viljað fá mig norður. Ég kom ferskari til baka. Leið og ég mætti á svæðið þá fann ég fyrir tilfinningunni sem er ástæðan fyrir því að ég er að æfa og spila körfubolta.“ „Ég var búinn að missa hana í KR. 2018 tímabilið í KR var hrein martröð. Tölfræðin mín, tölfræði liðsins og allt sem var í gangi var mjög lélegt. Það er ótrúlegt að við höfum náð að vinna þann Íslandsmeistaratitil það árið. Það er Bjössa Kristjáns að þakka,“ sagði Brynjar. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Brynjar um tímann á Sauðárkróki Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll KR Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti