Tómas biðst afsökunar og fjarlægir myndböndin Stefán Árni Pálsson skrifar 5. desember 2020 20:41 Tómas Guðbjartsson slær reglulega á létta strengi á Facebook-síðu sinni. Nú þótti sumum hann fara yfir strikið. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir á Landspítalanum hefur fjarlægt myndbönd sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gær. Í myndböndunum sagðist Tómas að hann og ritari á spítalanum hefðu unnið að því að para saman læknanema í skurðlæknisfræðikúrsi á fjórða ári. Hann segir að um grín hafi verið að ræða og biður þá nemendur afsökunar sem kunna að hafa tekið gríninu illa. Fréttablaðið fjallaði meðal annars um myndbönd Tómasar þar sem vitnað var í skurðlækninn sem sagði að kúrsinn skurðlæknisfræði væri „eins og Tinder á sjálfstýringu“. Tinder er stefnumótaforrit þar sem fólk getur skoðað myndir af öðru fólki og sett sig í samband við ef áhugi er gagnkvæmur. Hverjir eru á lausu og hverjir ekki? „Ég var með ritara sem hafði mikinn áhuga á því, þegar námskeiðið var að byrja hjá okkur á haustin, hverjir voru á lausu og hverjir ekki,“ sagði Tómas í myndbandinu. Stefnumótaforritið Tinder nýtur gríðarlegra vinsælda hér á landi sem annars staðar.Vísir „Þannig hún kom inn til mín og strikaði yfir alla sem voru á föstu og svo var hún að velta fyrir sér hverjir væru flott par. Ég get stoltur sagt það að slatti af samböndum sem hafa orðið til í kúrsinum því okkar tókst að para saman þá sem voru einhleypir í allskonar verkefnavinnu og aðgerðir,“ segir Tómas. Nemendurnir viti ekki af ráðabruggi þeirra og vissulega hafi samböndin ekki öll enst. Skein í gegn í myndböndum Tómasar að um grín var að ræða og vakti færslan mikil viðbrögð. Aðallega hló fólk en svo fór að bera á gagnrýnisröddum. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í dag að nokkrar konur, starfandi læknar á Landspítalanum, hefðu gert athugasemdir við færslu Tómasar. Hún væri niðurlægjandi fyrir nemendur og kennara, væri óviðeigandi. Þótti myndböndin óviðeigandi „Þetta er mjög óviðeigandi hegðun gagnvart læknanemum og eiginlega enn þá meira óviðeigandi að pósta þessu,” sagði einn læknirinn. Tómas hefur nú fjarlægt myndböndin og biðst í færslu á Facebook afsökunar ef hann hafi sært einhvern. Tómas starfar á Landspítalanum þar sem miklar framkvæmdir standa yfir.Vísir/Vilhelm „Af gefnu tilefni skal tekið fram að myndbandsatriði sem birtist í gær á Facebook-síðu minni þar sem ýjað er að því að ég sinni því að para saman nemendur á kúrsinum í skurðlæknisfræði á 4. ári var grínsketch frá upphafi til enda og á sér ENGA stoð í raunveruleikanum,“ segir Tómas. „Söguþráðurinn er algjör tilbúningur og þeir þrír eldri og útskrifuðu nemendur sem tóku þátt í því voru hafðir með í ráðum.“ Beðinn um að vera Grammari vikunnar Hann hafi verið beðinn um að sjá um Instagramsíðuna Íslenskir læknanemar í vikunni sem Grammari vikunnar. Skorað hafi verið á hann að slá á létta strengi í bland við fræðilega umfjöllun. Það gerði ég með nokkrum grínatriðum sem fólk getur haft skoðanir á hvort hafi verið fyndin - og einhverjum greinilega þótt óviðeigandi. Hann segir atriðið hafa ratað í fjölmiðla án hans vitundar og þannig mögulega valdið misskilningi, tekið úr samhengi. „Ég hef margsinnis tekið þátt í árshátíðarmyndböndum bæði lækna- og hjúkrunarnema og þar verið slegið á létta strengi á svipuðum nótum - atriði sem sömuleiðis hafa ratað í fjölmiðla,“ segir Tómas. „Nemendur hafa haft gaman af þessu en grín getur misskilist og valdið einhverjum sársauka - sem alls ekki var tilgangurinn. Í ofangreindu ljósi bið ég þá sem þetta kann að hafa sært afsökunar á því að hafa sett þetta efni inn á Facebook síðu mína.“ Læknirinn slær reglulega á létta strengi á Facebook, hvar hann er mjög virkur, og má rifja upp þessa frétt á Vísi fyrr á árinu upp úr færslu hans. Og þessa hér. Húmorslausir hafi alltaf verið til Viðbrögð við færslu Tómasar eru flest á þann veg að fólk skilji ekkert í viðkvæmni fyrir gríninu. „Ekkert má nú. Fólk þorir ekki lengur að spauga með nokkurn skapaðan hlut. Hvernig var hægt að móðgast yfir þessu?“ spyr Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, doktor í þjóðfræði og fyrrverandi þingmaður. „Húmorslausir hafa alltaf verið til, en það færist sífellt í vöxt að þeir móðgist fyrir hönd annarra,“ segir Ólafur Hauksson almannatengill. „Mér þótti þetta gott grín en þú sem læknir veist að húmorsleysi er ólæknandi og sennilega vanmetnasta meinsemd nútímans. Stay strong,“ segir Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður og útivistarkappi. Samfélagsmiðlar Landspítalinn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Hann segir að um grín hafi verið að ræða og biður þá nemendur afsökunar sem kunna að hafa tekið gríninu illa. Fréttablaðið fjallaði meðal annars um myndbönd Tómasar þar sem vitnað var í skurðlækninn sem sagði að kúrsinn skurðlæknisfræði væri „eins og Tinder á sjálfstýringu“. Tinder er stefnumótaforrit þar sem fólk getur skoðað myndir af öðru fólki og sett sig í samband við ef áhugi er gagnkvæmur. Hverjir eru á lausu og hverjir ekki? „Ég var með ritara sem hafði mikinn áhuga á því, þegar námskeiðið var að byrja hjá okkur á haustin, hverjir voru á lausu og hverjir ekki,“ sagði Tómas í myndbandinu. Stefnumótaforritið Tinder nýtur gríðarlegra vinsælda hér á landi sem annars staðar.Vísir „Þannig hún kom inn til mín og strikaði yfir alla sem voru á föstu og svo var hún að velta fyrir sér hverjir væru flott par. Ég get stoltur sagt það að slatti af samböndum sem hafa orðið til í kúrsinum því okkar tókst að para saman þá sem voru einhleypir í allskonar verkefnavinnu og aðgerðir,“ segir Tómas. Nemendurnir viti ekki af ráðabruggi þeirra og vissulega hafi samböndin ekki öll enst. Skein í gegn í myndböndum Tómasar að um grín var að ræða og vakti færslan mikil viðbrögð. Aðallega hló fólk en svo fór að bera á gagnrýnisröddum. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í dag að nokkrar konur, starfandi læknar á Landspítalanum, hefðu gert athugasemdir við færslu Tómasar. Hún væri niðurlægjandi fyrir nemendur og kennara, væri óviðeigandi. Þótti myndböndin óviðeigandi „Þetta er mjög óviðeigandi hegðun gagnvart læknanemum og eiginlega enn þá meira óviðeigandi að pósta þessu,” sagði einn læknirinn. Tómas hefur nú fjarlægt myndböndin og biðst í færslu á Facebook afsökunar ef hann hafi sært einhvern. Tómas starfar á Landspítalanum þar sem miklar framkvæmdir standa yfir.Vísir/Vilhelm „Af gefnu tilefni skal tekið fram að myndbandsatriði sem birtist í gær á Facebook-síðu minni þar sem ýjað er að því að ég sinni því að para saman nemendur á kúrsinum í skurðlæknisfræði á 4. ári var grínsketch frá upphafi til enda og á sér ENGA stoð í raunveruleikanum,“ segir Tómas. „Söguþráðurinn er algjör tilbúningur og þeir þrír eldri og útskrifuðu nemendur sem tóku þátt í því voru hafðir með í ráðum.“ Beðinn um að vera Grammari vikunnar Hann hafi verið beðinn um að sjá um Instagramsíðuna Íslenskir læknanemar í vikunni sem Grammari vikunnar. Skorað hafi verið á hann að slá á létta strengi í bland við fræðilega umfjöllun. Það gerði ég með nokkrum grínatriðum sem fólk getur haft skoðanir á hvort hafi verið fyndin - og einhverjum greinilega þótt óviðeigandi. Hann segir atriðið hafa ratað í fjölmiðla án hans vitundar og þannig mögulega valdið misskilningi, tekið úr samhengi. „Ég hef margsinnis tekið þátt í árshátíðarmyndböndum bæði lækna- og hjúkrunarnema og þar verið slegið á létta strengi á svipuðum nótum - atriði sem sömuleiðis hafa ratað í fjölmiðla,“ segir Tómas. „Nemendur hafa haft gaman af þessu en grín getur misskilist og valdið einhverjum sársauka - sem alls ekki var tilgangurinn. Í ofangreindu ljósi bið ég þá sem þetta kann að hafa sært afsökunar á því að hafa sett þetta efni inn á Facebook síðu mína.“ Læknirinn slær reglulega á létta strengi á Facebook, hvar hann er mjög virkur, og má rifja upp þessa frétt á Vísi fyrr á árinu upp úr færslu hans. Og þessa hér. Húmorslausir hafi alltaf verið til Viðbrögð við færslu Tómasar eru flest á þann veg að fólk skilji ekkert í viðkvæmni fyrir gríninu. „Ekkert má nú. Fólk þorir ekki lengur að spauga með nokkurn skapaðan hlut. Hvernig var hægt að móðgast yfir þessu?“ spyr Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, doktor í þjóðfræði og fyrrverandi þingmaður. „Húmorslausir hafa alltaf verið til, en það færist sífellt í vöxt að þeir móðgist fyrir hönd annarra,“ segir Ólafur Hauksson almannatengill. „Mér þótti þetta gott grín en þú sem læknir veist að húmorsleysi er ólæknandi og sennilega vanmetnasta meinsemd nútímans. Stay strong,“ segir Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður og útivistarkappi.
Samfélagsmiðlar Landspítalinn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira