Sex ástæður fyrir því að vinna launalaust Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar 5. desember 2020 13:15 Á hverju ári starfa þúsundir einstaklinga algjörlega launalaust í hjálparsveitum, æskulýðssamtökum, stjórnmálahreyfingum, skátafélögum, hjálparstarfi, íþróttafélögum, rótarýklúbbum, kvenfélögum, hagsmunasamtökum, aktívisma, nemendaráðum, náttúruverndarfélögum, áhugaklúbbum og alls konar öðrum félögum þar sem starfsemin er borin uppi af gjafmildi sjálfboðaliða sem gefa tíma sinn í þágu starfsins. Líklegt er að flestir Íslendingar hafi starfað í sjálfboðaliðasamtökum á einhverjum tímapunkti og í tilefni dagsins langar mig að telja upp nokkrar jákvæðar ástæður þess að starfa sem sjálfboðaliði. Ein af ástæðunum fyrir því að ég legg líf mitt undir sjálfboðaliðastarf, er því... ...þú nærist á ástríðunni Flest sjálfboðaliðastörf eru tengd ástríðu einstaklingsins. Störfin stjórnast ekki af fjárhagslegum hvötum eða skipunum að ofan, heldur færðu rými til að elta það sem þú brennur fyrir. Sjálf brenn ég fyrir veraldlegu samfélagi jafnréttis og jafnra tækifæra og finn mér því farveg innan samtaka sem styðja þessi hugðarefni mín. Sem sjálfboðaliði fæ ég kikk út úr því að vinna að verkefnum þar sem unnið er að þeim markmiðum sem ég hef og ánægjunni sem fylgir því að ná árangri. Það eru næg laun fyrir mig. Að leggja hönd á plóg fyrir samfélagslega mikilvæg verkefni er gott fyrir hjartað, en það er líka gott... ...fyrir ferilskrána Ég held að fólk átti sig illa á því hvað sjálfboðaliðastörf eru veigamikill þáttur í hæfileikum og reynslu þeirra sem hafa tekið þau að sér. Ég lærði ekki á pivot-töflur í Excel í skólakerfinu heldur í skátastarfi. Launalaust hef ég skipulagt viðburði með þúsundum þátttakenda, lært markaðsfræði af hagsmunabaráttu og kosningaherferðum, starfað í teymum, byggt upp skipuheildir, lært að sigla um ólgusjó innri pólitíkur í félagasamtökum, skapað, skrifað og skolfið í skátaskálum með ungmennum yfir heila helgi. Atvinnulífið sér þetta stundum einungis sem áhugamál og áttar sig ekki á því hvaðan allir hæfileikar launþegans koma, en þeir eiga nefnilega oft uppruna sinn í áralangri reynslu af sjálfboðastörfum. En starf sjálfboðaliðans er ólíkt launaðri vinnu að því leyti að… ...sjálfboðaliðum má mistakast Sjálfboðaliðar hafa meira rými en launþegar til þess að taka að sér verkefni sem eru utan þess hæfnisviðs sem þeir eru vanir að starfa á og ögra þannig sjálfum sér til þess að læra nýja hluti með því einfaldlega að framkvæma þá. Þó þetta geri mannauðsstjórnun sjálfboðaliða oft talsvert flóknari en mannauðsstjórnun í hefðbundnu fyrirtæki, þá er þetta ótrúlega verðmætt tækifæri fyrir sjálfboðaliðann til að þroska hæfileika sína, finna sín mörk og prófa sig áfram. Þá fær sjálfboðaliðinn að nota skapandi hæfileika sína og hafa áhrif á verkefnin. Yfirleitt eru sjálfboðaliðastörf öruggt rými, þar sem þú finnur fyrir stuðningi jafningja en þarft ekki að keppa við árangursmælikvarða og efnahagslega pressu eins og í atvinnulífinu, því sjálfboðaliðasamtök gefa þér færi á… ...að tilheyra Í sjálfboðaliðasamtökum færð þú tækifæri til að umgangast fólk sem deilir sömu gildum og þú; fólk sem vill stefna að sömu markmiðum og gefa af sínum dýrmæta tíma til þess að vinna að verkefnum sem bæta samfélagið. Öll félög hafa sína menningu og sérkenni sem skapar ákveðna hópeflistilfinningu sem er svo mikilvæg. Í hópnum verða til ákveðin viðmið og þú þarft ekki lengur að vera vör um þig til að falla inn í hópinn; þú tilheyrir. Þó að félagið deili markmiðum og gildum þýðir það þó ekki að hópurinn sé ekki fjölbreyttur sem félaginu tilheyrir. Leiðirnar að markmiðunum eru margar og alls konar skoðanir rúmast innan félagasamtaka. En það að stefna að sama marki skapar tækifæri til að kynnast einstaklingum sem þú myndir annars ekki kynnast. Og það hefur óneitanlega í för með sér að… ...tengslanetið stækkar Þau eru óteljandi, tækifærin sem ég hef fengið í gegnum tengslanet mitt úr sjálfboðaliðasamtökum. Atvinnutilboð, verkefni, utanlandsferðir, stuðningur og ráðgjöf. Í stað þess að tengslanetið mitt afmarkist við fólk á mínu reki, í sömu mengjum samfélagsins og ég, hef ég átt þess kost að vinna verkefni með reynslumiklum ellilífeyrisþegum, hálaunuðum lögfræðingum, hugmyndaríkum öryrkjum, opinberum persónum, drífandi innflytjendum, eldklárum útlendingum og bara alls konar fólki sem ég myndi ekki endilega hafa tækifæri til að umgangast í mínu daglega lífi. Og það er einmitt það allra, allra besta við sjálfboðaliðastarf, því þar eignast þú… ...vini fyrir lífstíð Í þeim sjálfboðaliðasamtökum sem ég hef starfað hef ég fundið mína nánustu vini. Þar er fólkið sem ég hringi í þegar ég er leið og hóa saman þegar ég vil fagna. Þar er fólkið sem ég býð í brúðkaupið mitt, sem krefur mig um myndir af syni mínum, sem ég ferðast þúsundir kílómetra til að hitta; fólkið sem styður mig þegar ég er ráðalaus og sem ég elska mest í þessum heimi. Án sjálfboðaliðastarfs hefði ég sennilega aldrei hitt margt af þessu fólki og þetta eitt hefur breytt lífi mínu. Höfundur er verkefnastjóri fyrir skátahreyfinguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Inga Auðbjörg K. Straumland Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á hverju ári starfa þúsundir einstaklinga algjörlega launalaust í hjálparsveitum, æskulýðssamtökum, stjórnmálahreyfingum, skátafélögum, hjálparstarfi, íþróttafélögum, rótarýklúbbum, kvenfélögum, hagsmunasamtökum, aktívisma, nemendaráðum, náttúruverndarfélögum, áhugaklúbbum og alls konar öðrum félögum þar sem starfsemin er borin uppi af gjafmildi sjálfboðaliða sem gefa tíma sinn í þágu starfsins. Líklegt er að flestir Íslendingar hafi starfað í sjálfboðaliðasamtökum á einhverjum tímapunkti og í tilefni dagsins langar mig að telja upp nokkrar jákvæðar ástæður þess að starfa sem sjálfboðaliði. Ein af ástæðunum fyrir því að ég legg líf mitt undir sjálfboðaliðastarf, er því... ...þú nærist á ástríðunni Flest sjálfboðaliðastörf eru tengd ástríðu einstaklingsins. Störfin stjórnast ekki af fjárhagslegum hvötum eða skipunum að ofan, heldur færðu rými til að elta það sem þú brennur fyrir. Sjálf brenn ég fyrir veraldlegu samfélagi jafnréttis og jafnra tækifæra og finn mér því farveg innan samtaka sem styðja þessi hugðarefni mín. Sem sjálfboðaliði fæ ég kikk út úr því að vinna að verkefnum þar sem unnið er að þeim markmiðum sem ég hef og ánægjunni sem fylgir því að ná árangri. Það eru næg laun fyrir mig. Að leggja hönd á plóg fyrir samfélagslega mikilvæg verkefni er gott fyrir hjartað, en það er líka gott... ...fyrir ferilskrána Ég held að fólk átti sig illa á því hvað sjálfboðaliðastörf eru veigamikill þáttur í hæfileikum og reynslu þeirra sem hafa tekið þau að sér. Ég lærði ekki á pivot-töflur í Excel í skólakerfinu heldur í skátastarfi. Launalaust hef ég skipulagt viðburði með þúsundum þátttakenda, lært markaðsfræði af hagsmunabaráttu og kosningaherferðum, starfað í teymum, byggt upp skipuheildir, lært að sigla um ólgusjó innri pólitíkur í félagasamtökum, skapað, skrifað og skolfið í skátaskálum með ungmennum yfir heila helgi. Atvinnulífið sér þetta stundum einungis sem áhugamál og áttar sig ekki á því hvaðan allir hæfileikar launþegans koma, en þeir eiga nefnilega oft uppruna sinn í áralangri reynslu af sjálfboðastörfum. En starf sjálfboðaliðans er ólíkt launaðri vinnu að því leyti að… ...sjálfboðaliðum má mistakast Sjálfboðaliðar hafa meira rými en launþegar til þess að taka að sér verkefni sem eru utan þess hæfnisviðs sem þeir eru vanir að starfa á og ögra þannig sjálfum sér til þess að læra nýja hluti með því einfaldlega að framkvæma þá. Þó þetta geri mannauðsstjórnun sjálfboðaliða oft talsvert flóknari en mannauðsstjórnun í hefðbundnu fyrirtæki, þá er þetta ótrúlega verðmætt tækifæri fyrir sjálfboðaliðann til að þroska hæfileika sína, finna sín mörk og prófa sig áfram. Þá fær sjálfboðaliðinn að nota skapandi hæfileika sína og hafa áhrif á verkefnin. Yfirleitt eru sjálfboðaliðastörf öruggt rými, þar sem þú finnur fyrir stuðningi jafningja en þarft ekki að keppa við árangursmælikvarða og efnahagslega pressu eins og í atvinnulífinu, því sjálfboðaliðasamtök gefa þér færi á… ...að tilheyra Í sjálfboðaliðasamtökum færð þú tækifæri til að umgangast fólk sem deilir sömu gildum og þú; fólk sem vill stefna að sömu markmiðum og gefa af sínum dýrmæta tíma til þess að vinna að verkefnum sem bæta samfélagið. Öll félög hafa sína menningu og sérkenni sem skapar ákveðna hópeflistilfinningu sem er svo mikilvæg. Í hópnum verða til ákveðin viðmið og þú þarft ekki lengur að vera vör um þig til að falla inn í hópinn; þú tilheyrir. Þó að félagið deili markmiðum og gildum þýðir það þó ekki að hópurinn sé ekki fjölbreyttur sem félaginu tilheyrir. Leiðirnar að markmiðunum eru margar og alls konar skoðanir rúmast innan félagasamtaka. En það að stefna að sama marki skapar tækifæri til að kynnast einstaklingum sem þú myndir annars ekki kynnast. Og það hefur óneitanlega í för með sér að… ...tengslanetið stækkar Þau eru óteljandi, tækifærin sem ég hef fengið í gegnum tengslanet mitt úr sjálfboðaliðasamtökum. Atvinnutilboð, verkefni, utanlandsferðir, stuðningur og ráðgjöf. Í stað þess að tengslanetið mitt afmarkist við fólk á mínu reki, í sömu mengjum samfélagsins og ég, hef ég átt þess kost að vinna verkefni með reynslumiklum ellilífeyrisþegum, hálaunuðum lögfræðingum, hugmyndaríkum öryrkjum, opinberum persónum, drífandi innflytjendum, eldklárum útlendingum og bara alls konar fólki sem ég myndi ekki endilega hafa tækifæri til að umgangast í mínu daglega lífi. Og það er einmitt það allra, allra besta við sjálfboðaliðastarf, því þar eignast þú… ...vini fyrir lífstíð Í þeim sjálfboðaliðasamtökum sem ég hef starfað hef ég fundið mína nánustu vini. Þar er fólkið sem ég hringi í þegar ég er leið og hóa saman þegar ég vil fagna. Þar er fólkið sem ég býð í brúðkaupið mitt, sem krefur mig um myndir af syni mínum, sem ég ferðast þúsundir kílómetra til að hitta; fólkið sem styður mig þegar ég er ráðalaus og sem ég elska mest í þessum heimi. Án sjálfboðaliðastarfs hefði ég sennilega aldrei hitt margt af þessu fólki og þetta eitt hefur breytt lífi mínu. Höfundur er verkefnastjóri fyrir skátahreyfinguna.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar