Öryrkjar fagna hugmyndum Brynjars um rannsókn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2020 14:44 Þuríður Harpa segir ljóst að fordómar í garð öryrkja sé eitthvað sem þurfi ekki að rannsaka sérstaklega. Hvetur hún Brynjar til að skoða annað. Vísir/Vilhelm Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist fagna hugmyndum Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, að rannsaka bótasvik í almannatryggingakerfinu og aðbúnað öryrkja almennt. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Þuríður Harpa sendir fyrir hönd ÖBÍ. Brynjar sagðist í podcasti Sölva Tryggvasonar í gær telja örorku hér á landi nánast í veldisvexti. Það kemur ekki heim og saman við niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á fjölgun öryrkja þó hún sé mælanleg. Þá sagði hann mikilvægt að opna umræðu um svik í almannatryggingakerfinu. Umræðuna megi ekki forðast. „Ef þróunin verður þannig að á hverjum skattgreiðanda hvílir einn öryrki og einn aldraður, þá er það orðið ansi mikið og eitthvað sem gengur auðvitað ekki til lengdar. Ef þeim sem nettó greiða skatt heldur stöðugt áfram að fækka, þá erum við auðvitað ekki lengur sjálfbær og þá þarf að grípa til aðgerða.“ Brynjar vill horfa til Norðmanna og Dana sem taki hart á öllu svindli í almannatryggingakerfinu. Ef fólk sem þiggi bætur vinni svart eigi auðvitað að rannsaka það. Hlutfall öryrkja sem vinni svart svipað og hjá öðrum Þuríður Harpa segir að rannsókn Brynjars muni staðfesta að um helmingur þeirra sem koma nýir inn á örorku, eru konur komnar yfir fimmtugt, slitnar á sál og líkama. „Rannsókn Brynjars mun líka leiða í ljós að hlutfall öryrkja sem stundar svarta atvinnu, er svipað, eða aðeins lægra, en hlutfall annara íslendinga sem vinna svart. Rannsóknarnefnd Brynjars getur kíkt í skýrslu sem geymd er í skrifborðsskúffu fjármálaráðherra, sem sýnir að samfélag okkar verði af 87 til ríflega 200 milljörðum á ári vegna skattsvika. Rannsókn Brynjars mun staðfesta að öryrkjar eru þar ekki ráðandi afl,“ segir Þuríður Harpa. Öryrkjar hafa mætt á palla Alþingis til að mótmæla stöðu sinni.Vísir/Vilhelm Rannsóknin muni líka leiða í ljós að Brynjar misskilji hugtakið veldisvöxt, sem sé þó okkur Íslendingum mjög ofarlega í huga þessi misserin. Vísar Þuríður þar til umræðu um fjölgun kórónuveirusmita þar sem veldisvöxtur þýðir að búið sé að missa tökin á faraldrinum. Fæstir sjái hag í að vinna en þó þriðjungur „Ef öryrkjum fjölgaði í veldisvexti væri öll þjóðin orðin öryrkjar innan skamms tíma, Brynjar þar meðtalinn. Staðreyndin, sem rannsókn Brynjars mun staðfesta, er að hægt hefur á fjölgun á örorku, og reyndar hefur fækkað í hópi öryrkja síðustu ár.“ Þá muni rannsókn Brynjars leiða í ljós að þær háu girðingar sem hann og samstarfsfólk hans hafi reist um atvinnuþátttöku öryrkja, hafi komið málum þannig fyrir að fæstir sjá sér hag í að reyna fyrir sér á vinnumarkaðnum, sökum þess að fyrir hverjar 100 þúsund krónur sem viðkomandi afli sér, sitji um 12 þúsund eftir í vasa, þegar skattar og skerðingar hafa tekið sitt. „En rannsókn Brynjars mun líka staðfesta að um þriðjungur öryrkja eru, þrátt fyrir þessar miklu skerðingar, á vinnumarkaði, og þar af rétt tæplega 40% í fullu starfi.“ Fordómar og andúð í garð öryrkja Þuríður Harpa segir ánægjuefni ef ráðist verður í slíka rannsókn, því hún muni leiða Brynjari og samflokksmönnum hans fyrir sjónir, að frelsi einstaklingsins til athafna, hafi hingað til ekki náð til öryrkja. Brynjar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, sem hann kýs reyndar að sækja ekki þessa dagana.Vísir/Vilhelm „Hvort Brynjar, í ljósi ástar sinnar á frelsi einstaklingsins, verði ánægður með það eftirlitsþjóðfélag sem hann í raun talar fyrir skal ósagt látið, en rifjum samt upp umsögn Persónuverndar við síðustu stóru breytingu á lögum um almannatryggingar, þar sem eftilitsheimildir TR voru auknar: „Getur slík þróun falið í sér alvarlega ógn við grunnréttinn til friðhelgi einkalífs, sbr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, og í raun gert það að verkum að mikilvægar reglur um þagnarskyldu stjórnvalda og annarra aðila, sem og trúnað við skjólstæðinga, verði marklausar.““ Þá slær Þuríður Harpa á áhyggjur Brynjars að hver skattgreiðandi þurfi að halda uppi einum öryrkja og einum öldruðum. Hvetur hún hann til að rannsaka það frekar. „Honum til hughreystingar mun rannsókn hans leiða í ljós að fjöldi öryrkja hefur staðið í stað undanfarin ár, og að á komandi árum munu lífeyrissjóðir okkar standa undir æ stærri hlut eftirlauna landsmanna. Hlutur ríkisins í eftirlaunum getur því ekki annað en minnkað.“ Eitt sé á hreinu að mati Þuríðar Hörpu. „Það þarf samt enga rannsókn til að sjá hve miklir fordómar og andúð eru enn ríkjandi í samfélagi okkar í garð fatlaðs fólks, og ótrúleg tilviljun að það skuli staðfestast með þessum hætti á alþjóðlegum degi fatlaðs fólks. “ Alþjóðadagur fatlaðs fólks er haldinn 3. desember ár hvert. Félagsmál Alþingi Tengdar fréttir Vill rannsaka hvort öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist finna mjög til með fólki sem eru allar bjargir bannaðar. Hins vegar þurfi þeir sem ekki eru í þeirri stöðu að bera sjálfir einhverja ábyrgð. Fjöldi öryrkja og fólks á atvinnuleysisbótum sé allt of mikill. 2. desember 2020 22:53 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Sjá meira
Brynjar sagðist í podcasti Sölva Tryggvasonar í gær telja örorku hér á landi nánast í veldisvexti. Það kemur ekki heim og saman við niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á fjölgun öryrkja þó hún sé mælanleg. Þá sagði hann mikilvægt að opna umræðu um svik í almannatryggingakerfinu. Umræðuna megi ekki forðast. „Ef þróunin verður þannig að á hverjum skattgreiðanda hvílir einn öryrki og einn aldraður, þá er það orðið ansi mikið og eitthvað sem gengur auðvitað ekki til lengdar. Ef þeim sem nettó greiða skatt heldur stöðugt áfram að fækka, þá erum við auðvitað ekki lengur sjálfbær og þá þarf að grípa til aðgerða.“ Brynjar vill horfa til Norðmanna og Dana sem taki hart á öllu svindli í almannatryggingakerfinu. Ef fólk sem þiggi bætur vinni svart eigi auðvitað að rannsaka það. Hlutfall öryrkja sem vinni svart svipað og hjá öðrum Þuríður Harpa segir að rannsókn Brynjars muni staðfesta að um helmingur þeirra sem koma nýir inn á örorku, eru konur komnar yfir fimmtugt, slitnar á sál og líkama. „Rannsókn Brynjars mun líka leiða í ljós að hlutfall öryrkja sem stundar svarta atvinnu, er svipað, eða aðeins lægra, en hlutfall annara íslendinga sem vinna svart. Rannsóknarnefnd Brynjars getur kíkt í skýrslu sem geymd er í skrifborðsskúffu fjármálaráðherra, sem sýnir að samfélag okkar verði af 87 til ríflega 200 milljörðum á ári vegna skattsvika. Rannsókn Brynjars mun staðfesta að öryrkjar eru þar ekki ráðandi afl,“ segir Þuríður Harpa. Öryrkjar hafa mætt á palla Alþingis til að mótmæla stöðu sinni.Vísir/Vilhelm Rannsóknin muni líka leiða í ljós að Brynjar misskilji hugtakið veldisvöxt, sem sé þó okkur Íslendingum mjög ofarlega í huga þessi misserin. Vísar Þuríður þar til umræðu um fjölgun kórónuveirusmita þar sem veldisvöxtur þýðir að búið sé að missa tökin á faraldrinum. Fæstir sjái hag í að vinna en þó þriðjungur „Ef öryrkjum fjölgaði í veldisvexti væri öll þjóðin orðin öryrkjar innan skamms tíma, Brynjar þar meðtalinn. Staðreyndin, sem rannsókn Brynjars mun staðfesta, er að hægt hefur á fjölgun á örorku, og reyndar hefur fækkað í hópi öryrkja síðustu ár.“ Þá muni rannsókn Brynjars leiða í ljós að þær háu girðingar sem hann og samstarfsfólk hans hafi reist um atvinnuþátttöku öryrkja, hafi komið málum þannig fyrir að fæstir sjá sér hag í að reyna fyrir sér á vinnumarkaðnum, sökum þess að fyrir hverjar 100 þúsund krónur sem viðkomandi afli sér, sitji um 12 þúsund eftir í vasa, þegar skattar og skerðingar hafa tekið sitt. „En rannsókn Brynjars mun líka staðfesta að um þriðjungur öryrkja eru, þrátt fyrir þessar miklu skerðingar, á vinnumarkaði, og þar af rétt tæplega 40% í fullu starfi.“ Fordómar og andúð í garð öryrkja Þuríður Harpa segir ánægjuefni ef ráðist verður í slíka rannsókn, því hún muni leiða Brynjari og samflokksmönnum hans fyrir sjónir, að frelsi einstaklingsins til athafna, hafi hingað til ekki náð til öryrkja. Brynjar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, sem hann kýs reyndar að sækja ekki þessa dagana.Vísir/Vilhelm „Hvort Brynjar, í ljósi ástar sinnar á frelsi einstaklingsins, verði ánægður með það eftirlitsþjóðfélag sem hann í raun talar fyrir skal ósagt látið, en rifjum samt upp umsögn Persónuverndar við síðustu stóru breytingu á lögum um almannatryggingar, þar sem eftilitsheimildir TR voru auknar: „Getur slík þróun falið í sér alvarlega ógn við grunnréttinn til friðhelgi einkalífs, sbr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, og í raun gert það að verkum að mikilvægar reglur um þagnarskyldu stjórnvalda og annarra aðila, sem og trúnað við skjólstæðinga, verði marklausar.““ Þá slær Þuríður Harpa á áhyggjur Brynjars að hver skattgreiðandi þurfi að halda uppi einum öryrkja og einum öldruðum. Hvetur hún hann til að rannsaka það frekar. „Honum til hughreystingar mun rannsókn hans leiða í ljós að fjöldi öryrkja hefur staðið í stað undanfarin ár, og að á komandi árum munu lífeyrissjóðir okkar standa undir æ stærri hlut eftirlauna landsmanna. Hlutur ríkisins í eftirlaunum getur því ekki annað en minnkað.“ Eitt sé á hreinu að mati Þuríðar Hörpu. „Það þarf samt enga rannsókn til að sjá hve miklir fordómar og andúð eru enn ríkjandi í samfélagi okkar í garð fatlaðs fólks, og ótrúleg tilviljun að það skuli staðfestast með þessum hætti á alþjóðlegum degi fatlaðs fólks. “ Alþjóðadagur fatlaðs fólks er haldinn 3. desember ár hvert.
Félagsmál Alþingi Tengdar fréttir Vill rannsaka hvort öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist finna mjög til með fólki sem eru allar bjargir bannaðar. Hins vegar þurfi þeir sem ekki eru í þeirri stöðu að bera sjálfir einhverja ábyrgð. Fjöldi öryrkja og fólks á atvinnuleysisbótum sé allt of mikill. 2. desember 2020 22:53 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Sjá meira
Vill rannsaka hvort öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist finna mjög til með fólki sem eru allar bjargir bannaðar. Hins vegar þurfi þeir sem ekki eru í þeirri stöðu að bera sjálfir einhverja ábyrgð. Fjöldi öryrkja og fólks á atvinnuleysisbótum sé allt of mikill. 2. desember 2020 22:53