Segir ótímabært að gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2020 11:40 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að mjög raunhæft væri að hefja bólusetningu í janúar. Ekki var annað að skilja á máli Þórólfs á upplýsingafundinum í dag en að hann vildi tempra þessar væntingar. Hann minnti á það, líkt og fram kom í máli Rúnu í gær, að Lyfjastofnun Evrópu ætti enn eftir að gefa leyfi fyrir bóluefni Pfizer og Moderna. Fyrirtækin hafa bæði sótt um neyðarleyfi til stofnunarinnar. Skammtar frá Pfizer og Moderna duga ekki fyrir alla þjóðina Stofnunin mun gefa álit sitt á bóluefni Pfizer í síðasta lagi 29. desember. Sagði Þórólfur að verði niðurstaðan sú að bóluefnið sé öruggt þá geti dreifing hafist fljótlega. Hins vegar liggi ekki fyrir nákvæmlega hvenær dreifing geti hafist og hvernig hún muni fara fram. „Því er ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót og ekki hægt að ganga út frá því sem vísu,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann aðspurður að fjöldi skammtanna sem kæmu frá Pfizer myndi ekki duga til að bólusetja alla þjóðina. Skammtarnir væru um 180 þúsund og bólusetja þarf hvern einstakling tvisvar svo bólusetningin virki. Hvað varðar bóluefni Moderna þá skilar Lyfjastofnun Evrópu sínu áliti á því í síðasta lagi 12. janúar. Ísland hefur tryggt sér aðgang að því bóluefni einnig en samanlagt duga þó skammtar Pfizer og Moderna ekki til þess að bólusetja alla þjóðina að sögn Þórólfs. Því þurfi að binda vonir við að fá fleiri skammta af þessum bóluefnum eða þá að bóluefni AstraZeneca komi til því mun fleiri skammtar séu tryggðir af því bóluefni heldur en þeim frá Pfizer eða Moderna. Þórólfur sagði að þeir skammtar sem Íslandi væru ætlaðir frá Pfizer muni koma til landsins í einni sendingu. Hið sama ætti við um önnur bóluefni; skammtarnir sem okkur væru ætlaðir kæmu á áfangastað í einu lagi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að mjög raunhæft væri að hefja bólusetningu í janúar. Ekki var annað að skilja á máli Þórólfs á upplýsingafundinum í dag en að hann vildi tempra þessar væntingar. Hann minnti á það, líkt og fram kom í máli Rúnu í gær, að Lyfjastofnun Evrópu ætti enn eftir að gefa leyfi fyrir bóluefni Pfizer og Moderna. Fyrirtækin hafa bæði sótt um neyðarleyfi til stofnunarinnar. Skammtar frá Pfizer og Moderna duga ekki fyrir alla þjóðina Stofnunin mun gefa álit sitt á bóluefni Pfizer í síðasta lagi 29. desember. Sagði Þórólfur að verði niðurstaðan sú að bóluefnið sé öruggt þá geti dreifing hafist fljótlega. Hins vegar liggi ekki fyrir nákvæmlega hvenær dreifing geti hafist og hvernig hún muni fara fram. „Því er ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót og ekki hægt að ganga út frá því sem vísu,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann aðspurður að fjöldi skammtanna sem kæmu frá Pfizer myndi ekki duga til að bólusetja alla þjóðina. Skammtarnir væru um 180 þúsund og bólusetja þarf hvern einstakling tvisvar svo bólusetningin virki. Hvað varðar bóluefni Moderna þá skilar Lyfjastofnun Evrópu sínu áliti á því í síðasta lagi 12. janúar. Ísland hefur tryggt sér aðgang að því bóluefni einnig en samanlagt duga þó skammtar Pfizer og Moderna ekki til þess að bólusetja alla þjóðina að sögn Þórólfs. Því þurfi að binda vonir við að fá fleiri skammta af þessum bóluefnum eða þá að bóluefni AstraZeneca komi til því mun fleiri skammtar séu tryggðir af því bóluefni heldur en þeim frá Pfizer eða Moderna. Þórólfur sagði að þeir skammtar sem Íslandi væru ætlaðir frá Pfizer muni koma til landsins í einni sendingu. Hið sama ætti við um önnur bóluefni; skammtarnir sem okkur væru ætlaðir kæmu á áfangastað í einu lagi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Sjá meira