Byggt yrði við hús Súfistans í Hafnarfirði og hann gerður að mathöll Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2020 08:34 Kaffihúsið Súfistinn í Strandgötu í Hafnarfirði. Byggt yrði við húsið vestan- og norðanmegin. Súfistinn Hugmyndir eru uppi um að byggja við Strandgötu 9 í Hafnarfirði, þar sem nú má finna kaffihúsið Súfistann, og breyta jarðhæðinni í litla mathöll. Þá yrði að finna níu smáíbúðir á efri hæðum viðbyggingarinnar. Fyrirspurn um þetta var lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar og hefur skipulags- og byggingarráð tekið jákvætt í erindið. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Samkvæmt hugmyndunum yrði byggt við húsið vestan og norðan við Súfistann. Á jarðhæðinni yrði þá „lítil mathöll með 4-5 veitingastöðum og sameiginlegu rými fyrir 80 gesti.“ Segir að aðgengi að mathöllinni yrði frá Strandgötu og Ráðhústorgi en inngangur fyrir íbúðir – fimm á annarri hæð og fjórar á þeirri þriðju – á bakhlið hússins. Áður hafa verið uppi hugmyndir að byggja við húsið þó að þessi hugmynd myndi fela í sér meira byggingamagn og fleiri íbúðir á efri hæðum. Teikningar af viðbyggingunni á Strandgötu 9 þar sem Súfistann er að finna.KÁRI EIRÍKSSON arkitekt Gæti orðið lyftistöng fyrir mannlífið Í fyrirspurninni segir að mathöllin sé hugsuð sem skemmtileg viðbót í veitingahúsaflóruna í Hafnarfirði, og að hún gæti orðið mikil lyftistöng fyrir mannlífið í miðbænum. „Nokkrir veitingastaðir sem hafa getið sér gott orð, bæði hér í Hafnarfirði og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu hafa lýst yfir áhuga á að vera með í þessu verkefni, og hugmyndin er að bjóða upp á svipaða blöndu veitingastaða og er t.d. á mathöll við Hlemm. Fyrstu drög gera ráð fyrir 2 kjarnastöðum í miðju rými, og 2-3 stöðum sem þurfa minna pláss að auki. Sæti fyrir 85 manns verða í sameiginlegu rými milli veitingastaðanna, og einnig verður gert ráð fyrir take-away. Gert er ráð fyrir að flestir geti fengið eitthvað við sitt hæfi í mathöllinni sem hugmyndin er að blanda saman “fine dining”, kaffihúsi, bakaríi, eðal pizzum og smáréttastöðum í notalegu umhverfi. Vínveitingar verða í húsinu, en afgreiðslutími verður sá sami og á Súfistanum í dag, eða til kl. 11,“ segir í fyrirspurninni. Hafnarfjörður Skipulag Veitingastaðir Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Fyrirspurn um þetta var lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar og hefur skipulags- og byggingarráð tekið jákvætt í erindið. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Samkvæmt hugmyndunum yrði byggt við húsið vestan og norðan við Súfistann. Á jarðhæðinni yrði þá „lítil mathöll með 4-5 veitingastöðum og sameiginlegu rými fyrir 80 gesti.“ Segir að aðgengi að mathöllinni yrði frá Strandgötu og Ráðhústorgi en inngangur fyrir íbúðir – fimm á annarri hæð og fjórar á þeirri þriðju – á bakhlið hússins. Áður hafa verið uppi hugmyndir að byggja við húsið þó að þessi hugmynd myndi fela í sér meira byggingamagn og fleiri íbúðir á efri hæðum. Teikningar af viðbyggingunni á Strandgötu 9 þar sem Súfistann er að finna.KÁRI EIRÍKSSON arkitekt Gæti orðið lyftistöng fyrir mannlífið Í fyrirspurninni segir að mathöllin sé hugsuð sem skemmtileg viðbót í veitingahúsaflóruna í Hafnarfirði, og að hún gæti orðið mikil lyftistöng fyrir mannlífið í miðbænum. „Nokkrir veitingastaðir sem hafa getið sér gott orð, bæði hér í Hafnarfirði og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu hafa lýst yfir áhuga á að vera með í þessu verkefni, og hugmyndin er að bjóða upp á svipaða blöndu veitingastaða og er t.d. á mathöll við Hlemm. Fyrstu drög gera ráð fyrir 2 kjarnastöðum í miðju rými, og 2-3 stöðum sem þurfa minna pláss að auki. Sæti fyrir 85 manns verða í sameiginlegu rými milli veitingastaðanna, og einnig verður gert ráð fyrir take-away. Gert er ráð fyrir að flestir geti fengið eitthvað við sitt hæfi í mathöllinni sem hugmyndin er að blanda saman “fine dining”, kaffihúsi, bakaríi, eðal pizzum og smáréttastöðum í notalegu umhverfi. Vínveitingar verða í húsinu, en afgreiðslutími verður sá sami og á Súfistanum í dag, eða til kl. 11,“ segir í fyrirspurninni.
Hafnarfjörður Skipulag Veitingastaðir Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira