Leiksvæði barna og réttindi þeirra til leiks Ulla R. Pedersen skrifar 2. desember 2020 22:59 Börn eiga rétt til hvíldar og tómstunda, til að stunda leiki og skemmtanir sem hæfa aldri þess, og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hér er slegið föstu að leikur barna er undirstaða þess að þau þroskist og öðlist hæfni til að skipuleggja, skoða, uppgötva, kanna og prófa hluti sem verða á vegi þeirra. Möguleikinn á því að geta skapað eigin pláss og rými eftir þörfum er mikilvægur. Af þeim sökum er æskilegt að börnin hafi aðgang að náttúrusvæði og lausum leikmunum. Að börnin geti leikið í friði og ró án utanaðkomandi truflunar sem getur eyðilagt einbeitingu og ímyndun er mjög mikilvægt. Hver hefur ekki upplifað að vera komin/n djúpt inn í ímyndaðan heim þar sem utan að komandi truflun varð til þess að heimurinn hvarf? Barnæskan er mikilvægt tímabil hvers manns, á þeim tíma þroskum við lífsviðhorf og hæfileika sem móta okkur það sem eftir er. Í nútíma samfélagi er mikilvægt að muna að börn hafa þörf fyrir að leika sér frjáls og ótrufluð, sem er forsenda þess að geta þroskast í hraustari og sterkari einstaklinga. Börn hafa þörf fyrir góða kjölfestu í jörðinni og nánd við náttúruna. Þau eiga að hafa möguleika á því að leika sér ótrufluð af fullorðnum. Þannig þroskast og mótast hæfileikar þeirra til þess að geta staðið sig í nútíma samfélagi. Börn eyða stórum hluta dagsins í skólastofnun frá unga aldri. Þar eiga þau að læra að vinna saman og búa með öðru fólki og leysa vandamál. Samfélagið og foreldrar krefjast talsverða eiginleika af börnum - þau eiga helst að vera skapandi, sjálfstæð, og fá marga góða og sniðugar hugmyndir. Því er mikilvægt að móta örugg svæði fyrir frjálsan leik barnanna þar sem þau geta þróað sköpunarhæfni sína. Leikir utandyra minnka stress hjá börnum Æ fleiri börn verða stressuð og þróa með sér líkamleg og andleg einkenni eins og maga- og höfuðverk, svima, þau geta orðið leið eða reið, verið uppstökk og átt erfitt með að einbeita sér. Í mörgum tilvikum fá börnin stress frá foreldrum og öðrum nákomnum sem þjást af stressi. Einnig geta börn þróað með sér stress ef kröfur til þeirra séu of miklar og ef að þau eru endurtekið trufluð í leik. Rannsóknir sýna að útileikir minnka stress í börnum, þau verða í betra jafnvægi og námshæfileikarnir verða betri. Náttúran gefur góða upplifun af öryggi og samband við nærumhverfið. Í náttúrunni getum við öll fundið fyrir innri ró og hún veitir okkur innblástur og ný sýn. Í náttúrunni finna börnin sína eigin staði sem geta skipt þau miklu máli. Hver hefur ekki átt sinn leynistað þangað sem hægt var að leita skjóls. Það er því mjög dýrmætt að eiga náttúruleg svæði innan skólalóðar, eins og til dæmis klettaholt, grasbala og svæði með gróður sem fær að vaxa óáreitt. Leikvellir þurfa að hafa breytileg leiksvæði og pláss fyrir frjálsa og óstýrða leiki. Hefðbundin leiktæki eru góð á meðan þau þjóna þeim tilgangi sem þeim er ætlað. Takmark þeirra felst í því að það er fyrir fram ákveðið hvað á að gera og þau kveikja sjaldnast á ímyndunaraflinu eða hvetja börnin til að fara út fyrir þægindamörkin. Lausir hlutir á leikvellinum er hægt að nota í fjölbreytta leiki og því hjálpa þau börnunum að þroska hreyfingum, málfræði og skynfærum auk þess að þroskast félagslega. Hlutir sem ekki hafa einn ákveðinn eiginleika og ekki segja til um hvernig á að nota eru mikilvægir hlutir í fróðlegu og spennandi leikumhverfi. Gömul jólatré, nýslegið heyið á leikvellinum, hálmbaggar, vörubretti og fleiri hluti er auðvelt að nota. Mikilvægur þáttur í fjölbreyttum leikvelli er að hlutir annað hvort eyðast eða breytast með tímanum sem tryggir endurnýjun efna. Stór hálmbaggi endist í stuttan tíma, en það getur verið áhugavert að fylgjast með niðurbrotsferlinum, trjágreinar brotna, sandur blandast við mold og steinar hverfa. Þegar börn læra að hægt er að nota hlutina á leikvellinum í mismunandi leiki og verkefni sem þau geta tileinkað sér geta þau einnig lært að fara með verkfæri eins og hamar og sagir undir leiðsögn fullorðinna. Þetta er reynsla sem margir byggingarleikvellir í Danmörku hafa nýtt sér og væri áhugavert að vinna með hér á landi. Við höfum öll verið í aðstæðum sem minna okkur á barnæskuna. Menn segja að við eigum að varðveita barnið í okkur. Við eigum að geta lagt alvarleiki lífsins til hliðar og leikið okkur eins og börn. Í leik leynist þjálfun í að kanna hið óþekkta, leggja fordóma til hliðar, prófa nýja hluti sem væntingar standa til. Að ögra hæfileikum og öðlast nýja reynslu og þekkingu eru verðmætir og gagnlegir eiginleikar fyrir jafnt börn sem fullorðna. Höfundur er landslagsarkitekt FÍLA, Verkís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Börn eiga rétt til hvíldar og tómstunda, til að stunda leiki og skemmtanir sem hæfa aldri þess, og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hér er slegið föstu að leikur barna er undirstaða þess að þau þroskist og öðlist hæfni til að skipuleggja, skoða, uppgötva, kanna og prófa hluti sem verða á vegi þeirra. Möguleikinn á því að geta skapað eigin pláss og rými eftir þörfum er mikilvægur. Af þeim sökum er æskilegt að börnin hafi aðgang að náttúrusvæði og lausum leikmunum. Að börnin geti leikið í friði og ró án utanaðkomandi truflunar sem getur eyðilagt einbeitingu og ímyndun er mjög mikilvægt. Hver hefur ekki upplifað að vera komin/n djúpt inn í ímyndaðan heim þar sem utan að komandi truflun varð til þess að heimurinn hvarf? Barnæskan er mikilvægt tímabil hvers manns, á þeim tíma þroskum við lífsviðhorf og hæfileika sem móta okkur það sem eftir er. Í nútíma samfélagi er mikilvægt að muna að börn hafa þörf fyrir að leika sér frjáls og ótrufluð, sem er forsenda þess að geta þroskast í hraustari og sterkari einstaklinga. Börn hafa þörf fyrir góða kjölfestu í jörðinni og nánd við náttúruna. Þau eiga að hafa möguleika á því að leika sér ótrufluð af fullorðnum. Þannig þroskast og mótast hæfileikar þeirra til þess að geta staðið sig í nútíma samfélagi. Börn eyða stórum hluta dagsins í skólastofnun frá unga aldri. Þar eiga þau að læra að vinna saman og búa með öðru fólki og leysa vandamál. Samfélagið og foreldrar krefjast talsverða eiginleika af börnum - þau eiga helst að vera skapandi, sjálfstæð, og fá marga góða og sniðugar hugmyndir. Því er mikilvægt að móta örugg svæði fyrir frjálsan leik barnanna þar sem þau geta þróað sköpunarhæfni sína. Leikir utandyra minnka stress hjá börnum Æ fleiri börn verða stressuð og þróa með sér líkamleg og andleg einkenni eins og maga- og höfuðverk, svima, þau geta orðið leið eða reið, verið uppstökk og átt erfitt með að einbeita sér. Í mörgum tilvikum fá börnin stress frá foreldrum og öðrum nákomnum sem þjást af stressi. Einnig geta börn þróað með sér stress ef kröfur til þeirra séu of miklar og ef að þau eru endurtekið trufluð í leik. Rannsóknir sýna að útileikir minnka stress í börnum, þau verða í betra jafnvægi og námshæfileikarnir verða betri. Náttúran gefur góða upplifun af öryggi og samband við nærumhverfið. Í náttúrunni getum við öll fundið fyrir innri ró og hún veitir okkur innblástur og ný sýn. Í náttúrunni finna börnin sína eigin staði sem geta skipt þau miklu máli. Hver hefur ekki átt sinn leynistað þangað sem hægt var að leita skjóls. Það er því mjög dýrmætt að eiga náttúruleg svæði innan skólalóðar, eins og til dæmis klettaholt, grasbala og svæði með gróður sem fær að vaxa óáreitt. Leikvellir þurfa að hafa breytileg leiksvæði og pláss fyrir frjálsa og óstýrða leiki. Hefðbundin leiktæki eru góð á meðan þau þjóna þeim tilgangi sem þeim er ætlað. Takmark þeirra felst í því að það er fyrir fram ákveðið hvað á að gera og þau kveikja sjaldnast á ímyndunaraflinu eða hvetja börnin til að fara út fyrir þægindamörkin. Lausir hlutir á leikvellinum er hægt að nota í fjölbreytta leiki og því hjálpa þau börnunum að þroska hreyfingum, málfræði og skynfærum auk þess að þroskast félagslega. Hlutir sem ekki hafa einn ákveðinn eiginleika og ekki segja til um hvernig á að nota eru mikilvægir hlutir í fróðlegu og spennandi leikumhverfi. Gömul jólatré, nýslegið heyið á leikvellinum, hálmbaggar, vörubretti og fleiri hluti er auðvelt að nota. Mikilvægur þáttur í fjölbreyttum leikvelli er að hlutir annað hvort eyðast eða breytast með tímanum sem tryggir endurnýjun efna. Stór hálmbaggi endist í stuttan tíma, en það getur verið áhugavert að fylgjast með niðurbrotsferlinum, trjágreinar brotna, sandur blandast við mold og steinar hverfa. Þegar börn læra að hægt er að nota hlutina á leikvellinum í mismunandi leiki og verkefni sem þau geta tileinkað sér geta þau einnig lært að fara með verkfæri eins og hamar og sagir undir leiðsögn fullorðinna. Þetta er reynsla sem margir byggingarleikvellir í Danmörku hafa nýtt sér og væri áhugavert að vinna með hér á landi. Við höfum öll verið í aðstæðum sem minna okkur á barnæskuna. Menn segja að við eigum að varðveita barnið í okkur. Við eigum að geta lagt alvarleiki lífsins til hliðar og leikið okkur eins og börn. Í leik leynist þjálfun í að kanna hið óþekkta, leggja fordóma til hliðar, prófa nýja hluti sem væntingar standa til. Að ögra hæfileikum og öðlast nýja reynslu og þekkingu eru verðmætir og gagnlegir eiginleikar fyrir jafnt börn sem fullorðna. Höfundur er landslagsarkitekt FÍLA, Verkís.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun