Vill rannsaka hvort öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2020 22:53 Brynjar segir að Ísland sem samfélag geti ekki leyft fólki endalaust að fjölga á bótum. vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist finna mjög til með fólki sem eru allar bjargir bannaðar. Hins vegar þurfi þeir sem ekki eru í þeirri stöðu að bera sjálfir einhverja ábyrgð. Fjöldi öryrkja og fólks á atvinnuleysisbótum sé allt of mikill. Brynjar ræddi þessi mál í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hann segir að girða þurfi fyrir misnotkun á kerfinu. „Í örorku er nánast veldisvöxtur,“ segir Brynjar. Þetta þurfi að skoða þótt umræðan sé viðkvæm. „Það er stundum eins og það megi ekki taka umræðu um svik í almannatryggingakerfinu, af því að þá er verið að ráðast á þá sem standa höllum fæti og menn setja bara alla öryrkja á sama stað,“ segir Brynjar. „Ef þróunin verður þannig að á hverjum skattgreiðanda hvílir einn öryrki og einn aldraður, þá er það orðið ansi mikið og eitthvað sem gengur auðvitað ekki til lengdar. Ef þeim sem nettó greiða skatt heldur stöðugt áfram að fækka, þá erum við auðvitað ekki lengur sjálfbær og þá þarf að grípa til aðgerða.“ Öryrkjum fjölgi hratt, hvernig sem staðan sé í samfélaginu. Samfélagið ráði ekki við áframhaldandi stöðu Brynjar hefur í gegnum árin verið ófeiminn við að segja það sem honum finnst. Hann hefur verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 2013. „Ef það verða áfram svona margir á örorku og atvinnulausir þá er ljóst að samfélagið mun ekki hafa efni á að greiða þó þær bætur sem er verið að greiða í dag,“ segir Brynjar. Þá kunni að vera að fækki í hópnum. Ómögulegt sé að segja til um það. Hann segir hlutfall fólks á bótum ótrúlega hátt miðað við hve mikið sé gert til að bæta heilbrigðisþjónustu, endurhæfingu og fleira í þeim dúrnum. Heilmikill kostnaður sé lagður í þetta en öryrkjum fjölgi. Í skýrslu Kolbeins Stefánssonar, doktors í félagsfræði, frá því í fyrra kemur fram að örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað umtalsvert frá aldamótum. Hins vegar hafi hægt á þróuninni eftir 2005. Kolbeinn ræddi niðurstöðu skýrslu sinnar við fréttastofu í fyrra. Hlutfall örorkulífeyrisþega af mannfjölda hér á landi hafi verið 7% í janúar 2008 og 7,8% í janúar 2019. Kolbeinn telur 0,4 prósentustig af hækkuninni mega rekja til breytingar á aldurssamsetningu íbúa landsins en hin 0,4 prósentustig til annarra þátta. Verðum að þora að taka á þessu „Heildarmarkmiðið á auðvitað að vera að það séu sem fæstir á örorku, af því að þá er hægt að gera betur við þá sem þurfa á bótunum að halda. Við verðum að þora að segja á einhverjum punkti: „Þetta gengur ekki lengur“.“ Brynjar vill horfa til nágrannaþjóðanna og nota sem fyrirmyndir. Danir og Norðmenn taki mjög hart á öllu svindli á almannatryggingakerfinu. Þeirra stofnanir hafi mikil úrræði til að fylgjast vel með öllu svindli. Þessa umræðu megi ekki taka á Íslandi því þá sé maður sakaður um að vera að ráðast á fólk sem standi illa. „Við verðum á einhverjum punkti bara að þora að taka á þessu. Ef fólk er að vinna svart sem er að þiggja bætur á auðvitað bara að rannsaka það sem hver önnur svik, en það er stundum eins og það megi ekki. Við sem samfélag getum ekki leyft okkur það til lengdar að fjölga bara endalaust fólki á bótum án þess að skoða að það sé örugglega allt saman fólk sem raunverulega á að vera á þessum bótum.“ Það sé staðreynd að flestir öryrkjar hafi hærri ráðstöfunartekjur en tekjulægsta fólkið. Þá segist Brynjar vita um fjölmarga öryrkja sem drýgi tekjurnar með svartri vinnu. Því hafi hann kynnst í starfi sínu sem lögmaður. Umræðuna má sjá að neðan. Félagsmál Alþingi Tengdar fréttir Fordæmir að fátækir þurfi að híma í biðröðum eftir mat Samhæfingarstjóri samtaka fólks í fátækt segir niðurlægjandi að þurfa að bíða í röð eftir aðstoð hjálparsamtaka og óskar eftir að fyrirkomulaginu verði breytt. Fjórfalt fleiri glími við fátækt nú en í upphafi árs. Meiri örvænting einkenni þá sem nái ekki endum saman. 26. nóvember 2020 19:00 Segir efnahagsaðgerðir sem kynntar voru í dag gott skref en enn sé langt í land Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem boðaðar voru í dag gott skref, verið sé að boða meiri vissu í efnahagsmálum. 20. nóvember 2020 20:01 Desemberuppbót en ekki biðraðir Við vitum öll að sú kreppa sem nú gengur yfir kemur afar misjafnt niður á fólki eftir aldri, atvinnugreinum og búsetu. Ósk eftir aðstoð frá hjálparsamtökum hefur aukist til muna og sama má segja um beiðnir um fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna. 13. nóvember 2020 12:01 Bjarni segir að útgjöld til velferðarmála hafi aukist en ekki verið skert Fjármálaráðherra segir að útgjöld til velferðarmála hafi snar aukist hér á landi og að nú fari um fjórðungur allra skatttekna og tryggingagjalda til almannatrygginga, sem sé tvöföldun frá árinu 2013. 28. október 2020 07:03 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Brynjar ræddi þessi mál í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hann segir að girða þurfi fyrir misnotkun á kerfinu. „Í örorku er nánast veldisvöxtur,“ segir Brynjar. Þetta þurfi að skoða þótt umræðan sé viðkvæm. „Það er stundum eins og það megi ekki taka umræðu um svik í almannatryggingakerfinu, af því að þá er verið að ráðast á þá sem standa höllum fæti og menn setja bara alla öryrkja á sama stað,“ segir Brynjar. „Ef þróunin verður þannig að á hverjum skattgreiðanda hvílir einn öryrki og einn aldraður, þá er það orðið ansi mikið og eitthvað sem gengur auðvitað ekki til lengdar. Ef þeim sem nettó greiða skatt heldur stöðugt áfram að fækka, þá erum við auðvitað ekki lengur sjálfbær og þá þarf að grípa til aðgerða.“ Öryrkjum fjölgi hratt, hvernig sem staðan sé í samfélaginu. Samfélagið ráði ekki við áframhaldandi stöðu Brynjar hefur í gegnum árin verið ófeiminn við að segja það sem honum finnst. Hann hefur verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 2013. „Ef það verða áfram svona margir á örorku og atvinnulausir þá er ljóst að samfélagið mun ekki hafa efni á að greiða þó þær bætur sem er verið að greiða í dag,“ segir Brynjar. Þá kunni að vera að fækki í hópnum. Ómögulegt sé að segja til um það. Hann segir hlutfall fólks á bótum ótrúlega hátt miðað við hve mikið sé gert til að bæta heilbrigðisþjónustu, endurhæfingu og fleira í þeim dúrnum. Heilmikill kostnaður sé lagður í þetta en öryrkjum fjölgi. Í skýrslu Kolbeins Stefánssonar, doktors í félagsfræði, frá því í fyrra kemur fram að örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað umtalsvert frá aldamótum. Hins vegar hafi hægt á þróuninni eftir 2005. Kolbeinn ræddi niðurstöðu skýrslu sinnar við fréttastofu í fyrra. Hlutfall örorkulífeyrisþega af mannfjölda hér á landi hafi verið 7% í janúar 2008 og 7,8% í janúar 2019. Kolbeinn telur 0,4 prósentustig af hækkuninni mega rekja til breytingar á aldurssamsetningu íbúa landsins en hin 0,4 prósentustig til annarra þátta. Verðum að þora að taka á þessu „Heildarmarkmiðið á auðvitað að vera að það séu sem fæstir á örorku, af því að þá er hægt að gera betur við þá sem þurfa á bótunum að halda. Við verðum að þora að segja á einhverjum punkti: „Þetta gengur ekki lengur“.“ Brynjar vill horfa til nágrannaþjóðanna og nota sem fyrirmyndir. Danir og Norðmenn taki mjög hart á öllu svindli á almannatryggingakerfinu. Þeirra stofnanir hafi mikil úrræði til að fylgjast vel með öllu svindli. Þessa umræðu megi ekki taka á Íslandi því þá sé maður sakaður um að vera að ráðast á fólk sem standi illa. „Við verðum á einhverjum punkti bara að þora að taka á þessu. Ef fólk er að vinna svart sem er að þiggja bætur á auðvitað bara að rannsaka það sem hver önnur svik, en það er stundum eins og það megi ekki. Við sem samfélag getum ekki leyft okkur það til lengdar að fjölga bara endalaust fólki á bótum án þess að skoða að það sé örugglega allt saman fólk sem raunverulega á að vera á þessum bótum.“ Það sé staðreynd að flestir öryrkjar hafi hærri ráðstöfunartekjur en tekjulægsta fólkið. Þá segist Brynjar vita um fjölmarga öryrkja sem drýgi tekjurnar með svartri vinnu. Því hafi hann kynnst í starfi sínu sem lögmaður. Umræðuna má sjá að neðan.
Félagsmál Alþingi Tengdar fréttir Fordæmir að fátækir þurfi að híma í biðröðum eftir mat Samhæfingarstjóri samtaka fólks í fátækt segir niðurlægjandi að þurfa að bíða í röð eftir aðstoð hjálparsamtaka og óskar eftir að fyrirkomulaginu verði breytt. Fjórfalt fleiri glími við fátækt nú en í upphafi árs. Meiri örvænting einkenni þá sem nái ekki endum saman. 26. nóvember 2020 19:00 Segir efnahagsaðgerðir sem kynntar voru í dag gott skref en enn sé langt í land Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem boðaðar voru í dag gott skref, verið sé að boða meiri vissu í efnahagsmálum. 20. nóvember 2020 20:01 Desemberuppbót en ekki biðraðir Við vitum öll að sú kreppa sem nú gengur yfir kemur afar misjafnt niður á fólki eftir aldri, atvinnugreinum og búsetu. Ósk eftir aðstoð frá hjálparsamtökum hefur aukist til muna og sama má segja um beiðnir um fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna. 13. nóvember 2020 12:01 Bjarni segir að útgjöld til velferðarmála hafi aukist en ekki verið skert Fjármálaráðherra segir að útgjöld til velferðarmála hafi snar aukist hér á landi og að nú fari um fjórðungur allra skatttekna og tryggingagjalda til almannatrygginga, sem sé tvöföldun frá árinu 2013. 28. október 2020 07:03 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Fordæmir að fátækir þurfi að híma í biðröðum eftir mat Samhæfingarstjóri samtaka fólks í fátækt segir niðurlægjandi að þurfa að bíða í röð eftir aðstoð hjálparsamtaka og óskar eftir að fyrirkomulaginu verði breytt. Fjórfalt fleiri glími við fátækt nú en í upphafi árs. Meiri örvænting einkenni þá sem nái ekki endum saman. 26. nóvember 2020 19:00
Segir efnahagsaðgerðir sem kynntar voru í dag gott skref en enn sé langt í land Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem boðaðar voru í dag gott skref, verið sé að boða meiri vissu í efnahagsmálum. 20. nóvember 2020 20:01
Desemberuppbót en ekki biðraðir Við vitum öll að sú kreppa sem nú gengur yfir kemur afar misjafnt niður á fólki eftir aldri, atvinnugreinum og búsetu. Ósk eftir aðstoð frá hjálparsamtökum hefur aukist til muna og sama má segja um beiðnir um fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna. 13. nóvember 2020 12:01
Bjarni segir að útgjöld til velferðarmála hafi aukist en ekki verið skert Fjármálaráðherra segir að útgjöld til velferðarmála hafi snar aukist hér á landi og að nú fari um fjórðungur allra skatttekna og tryggingagjalda til almannatrygginga, sem sé tvöföldun frá árinu 2013. 28. október 2020 07:03
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent