Hárstofuhrellirinn fer um land allt og gerir hárgreiðslumeistara gráhærða Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2020 15:23 Afar sérkennilegt mál er nú komið upp en kona sem virðist vera með einskonar hárgreiðsluáráttu hefur farið um landið allt, lagt leið sína á hárgreiðslustofur, fengið klippingu en krefst svo ætíð endurgreiðslu. Kona nokkur virðist haldin einskonar hárgreiðsluáráttu því hún fer um án afláts milli hárgreiðslustofa og er komin víða á bannlista. Ónefnd kona hefur stundað það, að því er virðist árum saman að flakka á milli hárgreiðslustofa; fá lit, klipp, strípur, allt mögulegt – dvelur á stofunum klukkutímunum saman og fær ráðgjöf – fer ánægð en hringir svo yfirleitt aftur eða sendir tölvupóst og segist ósátt. „Já, hún fer út ánægð en hringir svo ósátt daginn eftir og vill fá endurgreitt,“ segir Þuríður Halldórsdóttir eigandi Ónix Hár – hárgreiðslustofu í Þverholtinu. En þau þar hafa fengið konuna í stólinn og er hún nú komin á bannlista þar sem víðar. Þuríður veit ekki hvort hún á að hlæja eða gráta. Segir málið allt tragíkómískt. Hún ýmist neitar að borga eða borgar og hefur síðan samband og fer fram á endurgreiðslu. Og lætur þá mömmu sína, eða „Rakel systur sína“, jafnvel lögmann hringja eða senda póst. En talar einatt af sér og kemur þá í ljós að þetta er hún sjálf í símanum og er þá að reyna að villa á sér heimildir. Orðin fræg um land allt „Já, hárgreiðslukonurnar eru alveg vissar um að þá sé þetta konan sjálf. Við viljum yfirleitt fá að laga ef um það er beðið eða leiðrétta en hún vill bara fá endurgreitt,“ segir Þuríður. En fæstar láta það eftir henni. Ekki lengur. „Þetta hlýtur að vera einhver hárgreiðsluárátta,“ segir Þuríður og vísar til þess að athæfi konunnar hefur staðið yfir árum saman. Og um land allt. Þuríður Hildur á Ónix Hár. Hún fagnar samstöðunni því vont sé ef kollegar lendi í slíkum hrelli og konan hefur reynst. En það gæti reynst erfitt fyrir hana að fá jólaklippingu í ljósi þess að búið er að vara við konunni og hún víða komin á svartan lista. „Þetta eru um sextíu hárgreiðslustofur sem hafa komist í kast við hana. Akureyri, Húsavík, Selfoss … Þetta er eiginlega alveg ótrúlegt. Svo bara hlær maður að þessu, þetta er svo skrítið.“ Ekki við þetta búandi En nú er komin upp samstaða, orðið gengur milli hárgreiðslustofa þar sem varað er við hárstofuhrellinum. Þuríður fagnar því og segir að jafnframt sé komið upp kerfi, ákveðin símanúmer eru á válista. En konan leikur reyndar þann leik að hringja úr mismunandi símanúmerum og panta sér tíma undir ólíkum nöfnum. Þannig að erfitt getur reynst að verjast henni. Þuríður segir þetta einstakt tilfelli og ekki liggi fyrir hvort um sé að ræða blákalda og kaldrifjaða lygi, og einhvers konar hrappshátt eða hvort um sé að ræða áráttu sem lýsir sér þá þannig að viðkomandi trúi þessu sjálf. En fyrir mestu er að nú láti hárgreiðslufólk boð á milli sín ganga í sérstökum hópi á Facebook. Og hægt að vara við óalandi og óferjandi viðskiptavinum. Því við þetta sé ekki hægt að búa. „Í vor sagðist einhver vera hjúkrunarfræðingur, fór í framlínuna en reyndist svo ekki vera sú sem hún sagðist vera. Við héldum fyrst að þetta gæti verið sama manneskjan. En svo reyndist þó ekki vera.“ Þuríður segist reyndar hafa heyrt áhyggjuraddir þess efnis, í ljósi hinnar miklu samstöðu meðal hárgreiðslufólks, að það gæti reynst erfitt fyrir konuna að fá jólaklippingu. Neytendur Verslun Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Ónefnd kona hefur stundað það, að því er virðist árum saman að flakka á milli hárgreiðslustofa; fá lit, klipp, strípur, allt mögulegt – dvelur á stofunum klukkutímunum saman og fær ráðgjöf – fer ánægð en hringir svo yfirleitt aftur eða sendir tölvupóst og segist ósátt. „Já, hún fer út ánægð en hringir svo ósátt daginn eftir og vill fá endurgreitt,“ segir Þuríður Halldórsdóttir eigandi Ónix Hár – hárgreiðslustofu í Þverholtinu. En þau þar hafa fengið konuna í stólinn og er hún nú komin á bannlista þar sem víðar. Þuríður veit ekki hvort hún á að hlæja eða gráta. Segir málið allt tragíkómískt. Hún ýmist neitar að borga eða borgar og hefur síðan samband og fer fram á endurgreiðslu. Og lætur þá mömmu sína, eða „Rakel systur sína“, jafnvel lögmann hringja eða senda póst. En talar einatt af sér og kemur þá í ljós að þetta er hún sjálf í símanum og er þá að reyna að villa á sér heimildir. Orðin fræg um land allt „Já, hárgreiðslukonurnar eru alveg vissar um að þá sé þetta konan sjálf. Við viljum yfirleitt fá að laga ef um það er beðið eða leiðrétta en hún vill bara fá endurgreitt,“ segir Þuríður. En fæstar láta það eftir henni. Ekki lengur. „Þetta hlýtur að vera einhver hárgreiðsluárátta,“ segir Þuríður og vísar til þess að athæfi konunnar hefur staðið yfir árum saman. Og um land allt. Þuríður Hildur á Ónix Hár. Hún fagnar samstöðunni því vont sé ef kollegar lendi í slíkum hrelli og konan hefur reynst. En það gæti reynst erfitt fyrir hana að fá jólaklippingu í ljósi þess að búið er að vara við konunni og hún víða komin á svartan lista. „Þetta eru um sextíu hárgreiðslustofur sem hafa komist í kast við hana. Akureyri, Húsavík, Selfoss … Þetta er eiginlega alveg ótrúlegt. Svo bara hlær maður að þessu, þetta er svo skrítið.“ Ekki við þetta búandi En nú er komin upp samstaða, orðið gengur milli hárgreiðslustofa þar sem varað er við hárstofuhrellinum. Þuríður fagnar því og segir að jafnframt sé komið upp kerfi, ákveðin símanúmer eru á válista. En konan leikur reyndar þann leik að hringja úr mismunandi símanúmerum og panta sér tíma undir ólíkum nöfnum. Þannig að erfitt getur reynst að verjast henni. Þuríður segir þetta einstakt tilfelli og ekki liggi fyrir hvort um sé að ræða blákalda og kaldrifjaða lygi, og einhvers konar hrappshátt eða hvort um sé að ræða áráttu sem lýsir sér þá þannig að viðkomandi trúi þessu sjálf. En fyrir mestu er að nú láti hárgreiðslufólk boð á milli sín ganga í sérstökum hópi á Facebook. Og hægt að vara við óalandi og óferjandi viðskiptavinum. Því við þetta sé ekki hægt að búa. „Í vor sagðist einhver vera hjúkrunarfræðingur, fór í framlínuna en reyndist svo ekki vera sú sem hún sagðist vera. Við héldum fyrst að þetta gæti verið sama manneskjan. En svo reyndist þó ekki vera.“ Þuríður segist reyndar hafa heyrt áhyggjuraddir þess efnis, í ljósi hinnar miklu samstöðu meðal hárgreiðslufólks, að það gæti reynst erfitt fyrir konuna að fá jólaklippingu.
Neytendur Verslun Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira