Innlent

Viðbrögð ráðherra vegna óbreyttra aðgerða og dóms í Landsréttarmálinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur legið undir feld um helgina varðandi reglugerðina sem tekur gildi eftir hálfan sólarhring.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur legið undir feld um helgina varðandi reglugerðina sem tekur gildi eftir hálfan sólarhring. Vísir/Vilhelm

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun í dag tilkynna hvaða reglur taka gildi hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Gildistími núverandi reglugerðar rennur út á miðnætti.

Ríkisstjórnin situr nú á fundi í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu þar sem aðgerðirnar eru meðal umræðuefna. Svandís mun gefa kost á viðtölum að loknum fundi. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður okkar, er í Tjarnargötu og stefnir Vísir á að miðla viðtölum hennar við ráðherra í beinni útsendingu til lesenda.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er á fundinum og mun samkvæmt upplýsingum fréttastofu veita viðbrögð við nýföllnum dómi Yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu.

Jafnframt mun fréttastofa óska viðbragða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á málunum tveimur.

Uppfært: Upptöku frá viðtölunum við ráðherra má sjá að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×