Kvörtun vegna ummæla Þórhildar Sunnu vísað frá Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 17:50 Merkin sem lögreglukonan sást bera á umræddri mynd vöktu töluverða umræðu en Þórhildur Sunna fór í framhaldinu fram á að meintir kynþáttafordómar innan lögreglunnar yrðu ræddir í þingnefnd. Eggert Jóhannesson/Vilhelm Gunnarsson Forsætisnefnd Alþingis hefur vísað frá erindi um meint brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem varðar ummæli sem hún lét falla á þinginu þann 21. október. Ummæli Þórhildar Sunnu vörðuðu viðbrögð hennar við umfjöllun um þýðingu merkja sem lögreglukona hafði borið við skyldustörf á sáust á ljósmynd sem birtist af henni við frétt mbl.is. Þórhildur Sunna óskaði jafnframt eftir fundi í allsherjar og menntamálanefnd vegna málsins til að ræða meintan rasisma innan lögreglunnar. „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna í umræddri ræðu sinni á þinginu þann 21. október. Fundur um málið fór svo fram í nefndinni þann 11. nóvember. Nafn þess er erindið sendi hefur verið afmáð í afriti af svarbréfi forsætisnefndar við erindinu sem birt er á vef Alþingis og er undirritað af Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. Ummæli Þórhildar Sunnu sættu töluverðri gagnrýni, einkum af hálfu talsmanna lögreglustéttarinnar. Meðal þeirra sem fordæmdu ummælin var Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur. Í samtali við mbl.is 22. október sagði Arinbjörn til að mynda að honum þætti tilefni til að forsætisnefnd tæki málið upp við siðanefnd Alþingis en heimildir fréttastofu herma að sá sem kvartaði hafi verið lögreglukonan sem bar umrædd merki á þeirri mynd sem birst hafði af henni í fjölmiðlum. Erindið var afgreitt á fundi forsætisnefndar á þriðjudaginn í síðustu viku en niðurstaða nefndarinnar var sú að erindið uppfyllti ekki skilyrði fyrir því að vera tekin til athugunar á grundvelli siðareglna alþingismanna. Í svarbréfinu sem birt er á vef Alþingis í dag eru færð rök fyrir því hvers vegna erindi lögreglukonunnar er vísað frá, þar sem meðal annars er vísað til þess að þingmenn „njóti ríkrar verndar til þátttöku í opinni og frjálsri stjórnmálaumræðu í lýðræðisþjóðfélagi,“ líkt og það er orðað í bréfinu. „Telji almennur borgari að forseti hafi ekki gætt þess að þingmenn gæti góðrar reglu í máli sem hann varðar verður að hafa í huga að athafnir eða athafnaleysi forseta við stjórn þingfunda sæta ekki endurskoðun,“ segir í bréfinu. „Ágreiningur um slíkt verður því ekki borinn undir forsætisnefnd eða eftir atvikum leitað álits siðanefndar á honum. Í ljósi þess er það niðurstaða forsætisnefndar að skilyrði brestur til þess að nefndin taki erindi þitt til athugunar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn. Er þá einnig horft til þeirrar ríku verndar sem tjáningarfrelsi þingmanna nýtur samkvæmt stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu.“ Alþingi Lögreglan Kynþáttafordómar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þórhildur Sunna óskaði jafnframt eftir fundi í allsherjar og menntamálanefnd vegna málsins til að ræða meintan rasisma innan lögreglunnar. „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna í umræddri ræðu sinni á þinginu þann 21. október. Fundur um málið fór svo fram í nefndinni þann 11. nóvember. Nafn þess er erindið sendi hefur verið afmáð í afriti af svarbréfi forsætisnefndar við erindinu sem birt er á vef Alþingis og er undirritað af Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. Ummæli Þórhildar Sunnu sættu töluverðri gagnrýni, einkum af hálfu talsmanna lögreglustéttarinnar. Meðal þeirra sem fordæmdu ummælin var Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur. Í samtali við mbl.is 22. október sagði Arinbjörn til að mynda að honum þætti tilefni til að forsætisnefnd tæki málið upp við siðanefnd Alþingis en heimildir fréttastofu herma að sá sem kvartaði hafi verið lögreglukonan sem bar umrædd merki á þeirri mynd sem birst hafði af henni í fjölmiðlum. Erindið var afgreitt á fundi forsætisnefndar á þriðjudaginn í síðustu viku en niðurstaða nefndarinnar var sú að erindið uppfyllti ekki skilyrði fyrir því að vera tekin til athugunar á grundvelli siðareglna alþingismanna. Í svarbréfinu sem birt er á vef Alþingis í dag eru færð rök fyrir því hvers vegna erindi lögreglukonunnar er vísað frá, þar sem meðal annars er vísað til þess að þingmenn „njóti ríkrar verndar til þátttöku í opinni og frjálsri stjórnmálaumræðu í lýðræðisþjóðfélagi,“ líkt og það er orðað í bréfinu. „Telji almennur borgari að forseti hafi ekki gætt þess að þingmenn gæti góðrar reglu í máli sem hann varðar verður að hafa í huga að athafnir eða athafnaleysi forseta við stjórn þingfunda sæta ekki endurskoðun,“ segir í bréfinu. „Ágreiningur um slíkt verður því ekki borinn undir forsætisnefnd eða eftir atvikum leitað álits siðanefndar á honum. Í ljósi þess er það niðurstaða forsætisnefndar að skilyrði brestur til þess að nefndin taki erindi þitt til athugunar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn. Er þá einnig horft til þeirrar ríku verndar sem tjáningarfrelsi þingmanna nýtur samkvæmt stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu.“
Alþingi Lögreglan Kynþáttafordómar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira