Lífið

Ryan Seacrest selur húsið sem hann keypti af Ellen á ellefu milljarða

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alvöru einbýlishús í Beverly Hills.
Alvöru einbýlishús í Beverly Hills. Myndir/TMZ/ Beverly Hills Luxury Compound

Sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest er lítið sem ekkert í Los Angeles þessa dagana og hefur því ákveðið að selja einbýlishús sitt í Beverly Hills.

Ástæðan fyrir því er morgunþátturinn Live with Kelly and Ryan sem hann heldur úti um þessar mundir og eru þættirnir í beinni útsendingu alla virka daga og sendir út í New York.

Seacrest vakti fyrst athygli sem kynnir í þáttunum American Idol og hefur síðan þá verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður heims. Ásett verð á húsið í Los Angeles er 85 milljónir dollara eða rúmlega ellefu milljarðar íslenskra króna. Samkvæmt vefsíðu TMZ mun Seacrest sjálfur hagnast um 44 milljónir dollara selji hann eignina.

Seacrest fjárfesti í eigninni árið 2012 og keypti húsið af spjallþáttadrottningunni Ellen DeGeneres.

Aðalhúsið er um 850 fermetrar að stærð og eru þar fjögur svefnherbergi, sex baðherbergi og í raun allt til alls til að lifa lífinu.

Ryan Seacrest mun áfram sinna starfi sem kynnir í American Idol en mun ferðast fram og til baka milli New York og Los Angeles í það verkefni. Hann virðist í það minnsta vera fluttir frá Beverly Hills.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.

Um 850 fermetra einbýlishús.
Útsýnið yfir Los Angeles borg í bakgarðinum.
Skemmtileg setustofa og þaðan gengið inn í opið og bjart eldhús.
Að sjálfsögðu er sundlaug í garðinum.
Sérstaklega smekkleg innanhúshönnun.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.