Viðræður við kandídata að hefjast Sindri Sverrisson skrifar 30. nóvember 2020 14:31 Guðni Bergsson ber ábyrgð á ráðningu nýs landsliðsþjálfara sem formaður KSÍ. Hann réði einnig Erik Hamrén sumarið 2018. vísir/vilhelm Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun í umboði stjórnar sambandsins hefja viðræður við þá sem til greina koma sem þjálfarar A-landsliðs karla í fótbolta. „Við erum byrjaðir að ræða málin . Undirbúningsvinna hefur farið fram og ferlið er hafið og mun ég ræða við þá aðila á næstunni sem við teljum henta í starfið,“ segir Guðni í samtali við Vísi. Æskilegt sé að nýr þjálfari taki við fyrir jól. Viðræður eru rétt að byrja og formaðurinn vill að svo stöddu ekkert gefa uppi um við hvern eða hverja verði rætt. Engin hindrun fólgin í starfi Arnars Arnar Þór Viðarsson, sem stýrði U21-landsliði Íslands upp úr undankeppni EM á dögunum, hefur helst verið orðaður við starfið og lýst yfir áhuga á að taka við því. Guðni vill ekkert segja um hvort rætt verði við Arnar um að taka við A-landsliðinu, en aðspurður hvort Arnar geti yfirhöfuð verið í þjálfarateymi A-landsliðsins samhliða starfi sínu sem yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ svarar Guðni: „Við höfum ekki tekið afstöðu til þess enn en ég sé það svo sem ekki sem einhverja hindrun – að við séum með starfsmann hér innanborðs sem sinni fleiri störfum eins og Arnar hefur verið að gera með U21-landsliðinu.“ Segir KSÍ hafa efni á erlendum þjálfara Guðni segist hafa fundið fyrir áhuga á starfinu, bæði hérlendis og erlendis, en hefur KSÍ efni á því að ráða erlendan þjálfara með alþjóðlega reynslu, í núverandi árferði? Erik Hamrén lýsti því yfir fyrir þremur vikum að hann myndi hætta með landsliðið.vísir/vilhelm „Já, en það veltur auðvitað á því um hvað er verið að ræða. Hluti af því sem þarf að hafa til hliðsjónar er auðvitað kostnaðurinn, hvort sem um erlendan eða íslenskan þjálfara er að ræða. Ég held að almennt séð séu lægri laun í boði í þessum geira en til að mynda fyrir ári síðan, miðað fréttir og ástandið. Við getum ráðið erlendan þjálfara en myndum auðvitað bara gera slíkt á þeim forsendum sem við ráðum við og teljum eðlilegt.“ Æskilegt að nýr þjálfari taki við fyrir jól Næsta verkefni landsliðsins er í mars þegar undankeppni HM í Katar hefst með 2-3 útileikjum. Dregið verður í undankeppnina á mánudaginn eftir viku en verður Ísland þá komið með nýjan landsliðsþjálfara? „Ég er nú ekki viss um að við náum því á þessari viku en við viljum auðvitað vera búin að finna út úr þessu fyrir jólin, ég held að það sé æskilegt.“ Óljóst hvort Hamrén hefði fengið að halda áfram Erik Hamrén tilkynnti það eftir að EM-draumurinn fjaraði út í Búdapest um miðjan nóvember að hann yrði ekki áfram landsliðsþjálfari, eftir tveggja ára starf fyrir KSÍ. Við tók leit að arftakanum hjá stjórn KSÍ en Guðni segir Hamrén ekki hafa verið búinn að gefa til kynna að hann myndi hætta ef leikurinn við Ungverjaland, eða Rúmeníu, tapaðist. Ísland tapaði með sárgrætilegum hætti gegn Ungverjalandi í úrslitaleik um sæti á EM. Erik Hamrén tilkynnti í kjölfar leiksins að hann myndi hætta sem landsliðsþjálfari.Getty/Laszlo Szirtesi „Þetta kom bara í ljós fljótlega eftir Ungverjaleikinn. Það voru bara allir á því að koma sér á lokamótið og það var það sem var á dagskránni. Annað hafði ekki verið rætt,“ segir Guðni og vill ekkert gefa uppi um hvort hann hefði viljað að Hamrén héldi áfram: „Það hefur ekkert upp á sig að ræða það enda var aldrei farið yfir það.“ Ekki búið að festa niður landsleiki í janúar Nýr þjálfari A-landsliðs karla gæti þreytt frumraun sína í vináttulandsleikjum í janúar en kórónuveirufaraldurinn veldur óvissu um það. Guðni segir ekkert frágengið varðandi slíka leiki, hvorki fyrir karla- né kvennalandsliðið: „Við erum að athuga möguleikana en það er ekkert afráðið með það. Þetta er ekki bara í okkar valdi og veltur á aðstæðum þegar nær dregur.“ KSÍ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Landsliðsmenn biðlað til Freys um að halda áfram: „Þykir ótrúlega vænt um það“ Freyr Alexandersson segir að sér þyki afar vænt um að landsliðsmenn hafi komið að máli við sig og beðið um að hann bjóði áfram fram krafta sína fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta. KSÍ virðist hins vegar ætla að leita annað. 23. nóvember 2020 16:00 Yfirmaður knattspyrnusviðs kemur ekki að ráðningu nýs landsliðsþjálfara Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, segir að hann komi ekki að ráðningu nýs þjálfara A-landsliðs karla. 23. nóvember 2020 12:30 Arnar hefur áhuga á A-landsliðsstarfinu: „Ekki til stærra starf á Íslandi“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta, hefur áhuga á því að verða næsti A-landsliðsþjálfari. Þetta staðfesti hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. 21. nóvember 2020 16:51 Erik Hamrén: Með vindinn í fangið Erik Hamrén lét af störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins á miðvikudaginn. En hvernig var tveggja ára stjórnartíð þess sænska með Ísland og hvað einkenndi hana? 20. nóvember 2020 11:30 Gáfu Guðna Bergs hugmyndir um hver ætti að vera næsti landsliðsþjálfari Guðni Bergsson, formaður KSÍ, liggur undir feldi næstu vikurnar en hann þarf nú að finna nýjan þjálfara á karlalandsliðið. Gott væri að byrja á því að skoða þennan lista. 18. nóvember 2020 09:30 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
„Við erum byrjaðir að ræða málin . Undirbúningsvinna hefur farið fram og ferlið er hafið og mun ég ræða við þá aðila á næstunni sem við teljum henta í starfið,“ segir Guðni í samtali við Vísi. Æskilegt sé að nýr þjálfari taki við fyrir jól. Viðræður eru rétt að byrja og formaðurinn vill að svo stöddu ekkert gefa uppi um við hvern eða hverja verði rætt. Engin hindrun fólgin í starfi Arnars Arnar Þór Viðarsson, sem stýrði U21-landsliði Íslands upp úr undankeppni EM á dögunum, hefur helst verið orðaður við starfið og lýst yfir áhuga á að taka við því. Guðni vill ekkert segja um hvort rætt verði við Arnar um að taka við A-landsliðinu, en aðspurður hvort Arnar geti yfirhöfuð verið í þjálfarateymi A-landsliðsins samhliða starfi sínu sem yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ svarar Guðni: „Við höfum ekki tekið afstöðu til þess enn en ég sé það svo sem ekki sem einhverja hindrun – að við séum með starfsmann hér innanborðs sem sinni fleiri störfum eins og Arnar hefur verið að gera með U21-landsliðinu.“ Segir KSÍ hafa efni á erlendum þjálfara Guðni segist hafa fundið fyrir áhuga á starfinu, bæði hérlendis og erlendis, en hefur KSÍ efni á því að ráða erlendan þjálfara með alþjóðlega reynslu, í núverandi árferði? Erik Hamrén lýsti því yfir fyrir þremur vikum að hann myndi hætta með landsliðið.vísir/vilhelm „Já, en það veltur auðvitað á því um hvað er verið að ræða. Hluti af því sem þarf að hafa til hliðsjónar er auðvitað kostnaðurinn, hvort sem um erlendan eða íslenskan þjálfara er að ræða. Ég held að almennt séð séu lægri laun í boði í þessum geira en til að mynda fyrir ári síðan, miðað fréttir og ástandið. Við getum ráðið erlendan þjálfara en myndum auðvitað bara gera slíkt á þeim forsendum sem við ráðum við og teljum eðlilegt.“ Æskilegt að nýr þjálfari taki við fyrir jól Næsta verkefni landsliðsins er í mars þegar undankeppni HM í Katar hefst með 2-3 útileikjum. Dregið verður í undankeppnina á mánudaginn eftir viku en verður Ísland þá komið með nýjan landsliðsþjálfara? „Ég er nú ekki viss um að við náum því á þessari viku en við viljum auðvitað vera búin að finna út úr þessu fyrir jólin, ég held að það sé æskilegt.“ Óljóst hvort Hamrén hefði fengið að halda áfram Erik Hamrén tilkynnti það eftir að EM-draumurinn fjaraði út í Búdapest um miðjan nóvember að hann yrði ekki áfram landsliðsþjálfari, eftir tveggja ára starf fyrir KSÍ. Við tók leit að arftakanum hjá stjórn KSÍ en Guðni segir Hamrén ekki hafa verið búinn að gefa til kynna að hann myndi hætta ef leikurinn við Ungverjaland, eða Rúmeníu, tapaðist. Ísland tapaði með sárgrætilegum hætti gegn Ungverjalandi í úrslitaleik um sæti á EM. Erik Hamrén tilkynnti í kjölfar leiksins að hann myndi hætta sem landsliðsþjálfari.Getty/Laszlo Szirtesi „Þetta kom bara í ljós fljótlega eftir Ungverjaleikinn. Það voru bara allir á því að koma sér á lokamótið og það var það sem var á dagskránni. Annað hafði ekki verið rætt,“ segir Guðni og vill ekkert gefa uppi um hvort hann hefði viljað að Hamrén héldi áfram: „Það hefur ekkert upp á sig að ræða það enda var aldrei farið yfir það.“ Ekki búið að festa niður landsleiki í janúar Nýr þjálfari A-landsliðs karla gæti þreytt frumraun sína í vináttulandsleikjum í janúar en kórónuveirufaraldurinn veldur óvissu um það. Guðni segir ekkert frágengið varðandi slíka leiki, hvorki fyrir karla- né kvennalandsliðið: „Við erum að athuga möguleikana en það er ekkert afráðið með það. Þetta er ekki bara í okkar valdi og veltur á aðstæðum þegar nær dregur.“
KSÍ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Landsliðsmenn biðlað til Freys um að halda áfram: „Þykir ótrúlega vænt um það“ Freyr Alexandersson segir að sér þyki afar vænt um að landsliðsmenn hafi komið að máli við sig og beðið um að hann bjóði áfram fram krafta sína fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta. KSÍ virðist hins vegar ætla að leita annað. 23. nóvember 2020 16:00 Yfirmaður knattspyrnusviðs kemur ekki að ráðningu nýs landsliðsþjálfara Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, segir að hann komi ekki að ráðningu nýs þjálfara A-landsliðs karla. 23. nóvember 2020 12:30 Arnar hefur áhuga á A-landsliðsstarfinu: „Ekki til stærra starf á Íslandi“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta, hefur áhuga á því að verða næsti A-landsliðsþjálfari. Þetta staðfesti hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. 21. nóvember 2020 16:51 Erik Hamrén: Með vindinn í fangið Erik Hamrén lét af störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins á miðvikudaginn. En hvernig var tveggja ára stjórnartíð þess sænska með Ísland og hvað einkenndi hana? 20. nóvember 2020 11:30 Gáfu Guðna Bergs hugmyndir um hver ætti að vera næsti landsliðsþjálfari Guðni Bergsson, formaður KSÍ, liggur undir feldi næstu vikurnar en hann þarf nú að finna nýjan þjálfara á karlalandsliðið. Gott væri að byrja á því að skoða þennan lista. 18. nóvember 2020 09:30 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Landsliðsmenn biðlað til Freys um að halda áfram: „Þykir ótrúlega vænt um það“ Freyr Alexandersson segir að sér þyki afar vænt um að landsliðsmenn hafi komið að máli við sig og beðið um að hann bjóði áfram fram krafta sína fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta. KSÍ virðist hins vegar ætla að leita annað. 23. nóvember 2020 16:00
Yfirmaður knattspyrnusviðs kemur ekki að ráðningu nýs landsliðsþjálfara Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, segir að hann komi ekki að ráðningu nýs þjálfara A-landsliðs karla. 23. nóvember 2020 12:30
Arnar hefur áhuga á A-landsliðsstarfinu: „Ekki til stærra starf á Íslandi“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta, hefur áhuga á því að verða næsti A-landsliðsþjálfari. Þetta staðfesti hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. 21. nóvember 2020 16:51
Erik Hamrén: Með vindinn í fangið Erik Hamrén lét af störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins á miðvikudaginn. En hvernig var tveggja ára stjórnartíð þess sænska með Ísland og hvað einkenndi hana? 20. nóvember 2020 11:30
Gáfu Guðna Bergs hugmyndir um hver ætti að vera næsti landsliðsþjálfari Guðni Bergsson, formaður KSÍ, liggur undir feldi næstu vikurnar en hann þarf nú að finna nýjan þjálfara á karlalandsliðið. Gott væri að byrja á því að skoða þennan lista. 18. nóvember 2020 09:30